Dagur - 01.06.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 01.06.1983, Blaðsíða 6
„Nauðsynlegt að hafa eitt- hvað til að dunda við í ellinni“ — Litið inn hjá Félagi aldraðra í Alþýðuhúsinu „Ég kem hingað þegar opið er, enda er gott að vera hér og nauðsynlegt að hafa eitthvað fyrir stafni í ellinni,“ sagði Trausti Pétursson, í samtali við blaðamann Dags þegar Dags- menn litu við í Alþýðuhúsinu á dögunum. „Ég er kominn heim eftir langa útivist. Ég er ættaður héðan að norðan, nánar tiltekið úr Svarf- aðardal, svo það er ósköp eðli- legt að ég komi hingað til'að eyða elliárunum. Og það er gott að koma hingað í Alþýðuhúsið til að hitta jafnaldrana,“ sagði Trausti Pétursson. Trausti hefur verið prestur í 38 ár, þar af í 33 ár í Djúpavogi, en í 5 ár þjónaði hann í Sauðlauks- dal. Það var ekki mjög sumarlegt um að litast á Akureyri þegar blaðamaður Dags lagði leið sína Þær voru að spila „Kana“. í gamla Alþýðuhúsið, sem verka- lýðsfélögin hafa nú gefið til Fé- lags aldraða á Akureyri. Dimmt var yfir og þungbúið, norðanátt og kuldi. En það var ekki drung- inn yfir gamla fólkinu þegar inn í Alþýðuhúsið var komið, en þar hefur í vetur farið fram margs- konar starfsemi fyrir aldraða. Mannskapurinn var í óða önn að sauma út, binda bækur, hnýta skrautmuni, smíða lampa, búa til svokölluð sokkablóm og fleira mætti nefna. Það var líka stutt í kaffisop- ann, ef tími gafst til að líta upp úr vinnunni og enginn sat með hendur í skauti, því þeir sem ekki voru að vinna gripu í spil. Það höfðu því allir fundið sér eitthvað við hæfi. Handa vinnuhornið. Myndir: GEJ Séra Trausti Pétursson við bókbandl „Mér líkar alveg ljómandi vel að vera hér, en þetta gengur heldur hægt hjá mér,“ sagði Júdit Jónbjörnsdóttir, sem kennt hefur mörgum Akureyringnum í „Barnaskóla íslands" og við smábarnakennslu hin síðari ár. Júdit var að binda bækur, en leiðbeinandi var Vilhjálmur Þorsteinn Davíðsson að binda inn 12. árganga af Tímanum. Júdit Jónbjörnsdóttir. Það hressir Braga kaffið. Steingrímur fær stólinn sinn... „Ráðhúsherrann“ okkar, hann Rögnvaldur Rögnvaldsson, lætur af embætti nú um mánaðamótin, eftir langan og happa- drjúgan valdaferil. Á þeim ferli hefur Rögnvaldur gert margar góðar tækifærisvísur og vonandi hættir hann því ekki þótt orð- inn sé fyrrverandi „ráðherra“. Hér fara á eftir nýjustu vísurnar sem við höfum heyrt frá hendi Rögnvaldar. Þær urðu til þegar stjórnarmyndunartilraunir Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks stóðu sem hæst. Steingrímur fær stóiinn sinn stundar hlaut því sigurinn alltaf smækkar Ingvar minn árangur ber rógurinn. Frjálsra manna fíokkurinn fékk að lokum vilja sinn, þó alltaf hendi óhöppin, að endurvekja geirfuglinn. Krata ennþá kjarkur vex kastaði íhaldinu. Þetta er nú að segja sex í sinni dauðahrinu. R.R. íslendingar eru n mjólkurdrykkjuþj Kristján frá Djúpalæk skrifar grein í Dag 20. maí sl. er hann nefhir: Mennirnir á jörðinni eru stórbilaðir. Kristján kemur víða við í ann- ars ágætri grein sinni og þar á meðal er minnst á sóun á vörum úr tré og framleiðslu á jógurt er hann kallar „rándýra Alpafjalla- sýru.“ Rétt er það að íslendingar eru meðal mestu mjólkurdrykkju- þjóða heims. Til þess að koma þessari vöru á markaðinn innan þess ramma sem heilbrigðisyfir- völd og neytendur krefjast, er mjólkurfernan talin ódýrasta og tæknilega besta lausnin sem völ er á f dag. Á heimilum á sölu- svæði Mjólkursamlags KEA eru notaðar ca. 9000 fernur á dag. Tíðrætt hefur verið að undan- förnu um ódýrara jógurt frá Húsavík, en látið er að því liggja að umbúðakostnaður geri það ódýrara. Jógurt telst til hálffastra mjólkurvara það er að segja að mjólkin er þurrefnisaukin og sýrð með jógurtgerlum. Verður því að gæta þess vandlega að velja réttu umbúðirnar utan um vöruna. Jógurt frá Húsavík er tappað á eins fernur og notaðar eru undir mjólk, athuganir sem fram hafa farið á sams konar eins lítra fernum með jógurti, hafa sýnt að allt að 150 ml verða eftir í fern- unni. „Litlu" jógurtdósirnar frá KEA innihalda 180 ml. Geta má þess að til eru heppilegri fernur undir hálffastar mjólkurvörur, þar sem hægt er að opna fernuna alveg á auðveldan hátt og þá næst innihaldið alveg úr. Trén sem notuð eru í mjólkur- fernur á Norðurlöndum eru öll úr skógum Skandinavíu. í pappírs- iðnað er notað nær eingöngu annars flokks tré, það er að segja tré sem búið er að flokka og ekki hægt að nota í annað. Við að beita ákveðnum vinnsluaðferð- um er hægt að nota allt að 50% lauftré, en lauftré eru nær ein- göngu notuð í pappírsiðnað. Til að upplýsa aðeins hversu háar tölur er um að ræða í sambandi við gerð mjólkurferna má nefna eftirfarandi. Árlegur vöxtur í norskum skógum er ca. 12.000.000 m3 af trjáviði og árleg notkun er ca. 8.000.000 m’, bað 6-DAGUR-1. júní1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.