Dagur - 01.06.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 01.06.1983, Blaðsíða 9
KA-menn fagna marki Ormars Örlygssonar. Friðfinnur Hermannsson og Hinrik Þórhallsson fagna Ormari en þessir þrír skoruðu allir fyrir KA í gær- kvöldi. KA náði í 2 stig „Þetta var lélegt, það datt alveg botninn úr þessu hjá okkur í síðari hálfleiknum en fram að því höfðum við náð ágætu spili á köflum. Fylkis- menn voru erfíðir í síðari hálf- leiknum, þeir börðust vel og voru illa valdaðir á miðjunni þá en við sluppum með stigin Hópferð til Siglufjarðar Ákveðið hefur verið að gangast fyrir hópferð á leik KS og KA í 2. deild sem fram fer á Siglufirði á föstudagskvöld. Farið verður frá Akureyri kl. 16. Þeir sem hafa áhuga eiga að snúa sér til Gunn- ars Níelssonar í síma 22287. tvö og þau eru að sjálfsögðu kærkomin,“ sagði Erlingur Kristjánsson, KA-maður, eftir 3:2 sigur KA á Fylki í 2. deild- inni í gærkvöldi á KA-vellinum í kuldanepju þar. KA var áberandi betri aðilinn í fyrri hálfleik og sótti þá nær lát- laust. En gegn gangi leiksins var það Fylkir sem tók forustuna á 15. mínútu með marki Guð- mundar Baldurssonar og hann átti eftir að koma meira við sögu. KA jafnaði á 22. mínútu. Eftir aukaspyrnu inn í vítateig barst boltinn út fyrir teiginn til Frið- finns Hermannssonar sem spyrnti föstu skoti og af varnarmanni sem boltinn snerti á leiðinni breytti hann stefnu og hafnaði út við stöng. Þorvaldur Jónsson, markvörð- ur KA, greip síðan tvívegis lag- lega inn í leikinn með mínútu millibili og varði vel frá Guð- mundi Baldurssyni og Herði Sig- urjónssyni og á 39. mínútu tók KÁ forustu. Ormar Örlygsson skaut mjög góðu skoti frá vítateig úr þröngri stöðu og boltinn hafn- aði alveg í bláhorninu. Mjög gott mark. Fylkismenn voru mjög grimmir í síðari hálfleik, enda gáfu KA- menn þá eftir miðjuna. Segja má að KÁ hafi aðeins fengið eitt marktækifæri þá en það var nýtt til hins ýtrasta. Tómas Vilbergs- son gaf fyrir markið, boltinn barst til Ormars sem skaut og af markverðinum hrökk boltinn til Hinriks Þórhallssonar sem þakk- aði pent og skoraði af stuttu færi. Guðmundur Baldursson hélt Tveir leikir eru í 1. deildinni í kvöld. Víkingur og KR leika í Reykjavík, en á Akureyri eiga Þórsarar við ísfirðinga á Þórs- velli, kl. 20.00. Þórsarar hafa ákveðið að íeika á grasveili sínum í Glerárhverfi áfram að hrella vörn KA og átti tvö skot rétt fram hjá áður en hann kom með það þriðja sem fór í hendi Þórarins Þórhalls- sonar inn í vítateig. Vítaspyrna dæmd og Guðmundur skoraði úr henni sjálfur. Leikurinn í heild var mjög þokkalegur og mikill baráttuleik- ur. KA-liðið ansi mistækt, lék mjög vel lengst af í fyrri hálfleik en náði aldrei saman í síðari hálf- leiknum gegn hinum grimmu Ár- bæingum. En það eru stigin sem öllu máli skipta og þau hirti KA. Þeirra bestu menn voru Þorvald- ur Jónsson, í markinu, sem greip vel inn í, Erlingur Kristjánsson, í öftustu vörninni og Ormar Ör- lygsson, í framlínunni, sem barð- ist vel og uppskar samkvæmt því. og verður það fyrsti leikurinn sem fram fer á grasi á Akureyri á þessu ári. Er það fagnaðarefni fyrir knattspyrnuáhugamenn, enda allt annað og skemmtilegra að horfa á knattspyrnu leikna á grasi en á möl. Völsungur sigraoi FH-inga Völsungar ætla að uppfylla þær vonir sem við þá eru bundnar í 2. deildinni. í gær- kvöldi sigruðu þeir FH í Kapia- krika 2:1 og eru ekki öll lið sem leika það eftir. Kristján Olgeirsson og nafni hans Kristjánsson komu Völsung í 2:0 en Pálmi Jónsson minnkaði muninn í 2:1 á lokamínútu leiks- ins. í Laugardal fengu Framarar óskabyrjun gegn Siglfirðingum og Guðmundur Torfason skoraði í upphafi leiksins. En Siglfirðing- ar gáfust ekki upp og voru síst lakari aðilinn þótt ekki tækist þeim að jafna metin. Önnur úr- slit í 2. deild í gær urðu þau að UMFN vann Reyni Sandgerði 2:0. 1. deild Valur og Akranes, efstu liðin, töpuðu bæði í gærkvöldi. Vals- menn 0:3 í Eyjum þar sem Jó- hann Georgson, Tómas Pálssön og Kári Þorleifson skoruðu fyrir heimamenn og Skagamenn töp- uðu í Kópavogi fyrir Breiðablik er Sigurður Grétarsson skoraði á lokamínútu leiksins úr eina tæki- færi Breiðabliks í leiknum. Leikið á gras- velli Þórsara Fyrstu mótin verða um næstu helgi Um næstu helgi eru ákveðin tvö fyrstu golfmótin hjá Golf- klúbbi Akureyrar en fresta hefur orðið fimm fyrstu mótun- um sem vera áttu samkvæmt niðurröðun kappleikjanefnd- ar. Mótin tvö um helgina verða „Flaggakeppni“ og keppni um Sjóvábikarinn. „Flaggakeppnin“ verður á laugardag og hefst kl. 13. Þá spila keppendur með fullri forgjöf og setja niður flagg sitt þegar þeir eru búnir að því. Keppnin snýst um það hver kemst lengst á vellinum. Sjóvábikarinn er 18 holu keppni með fullri forgjöf og hefst hún kl. 13 á sunnudag. - Ekki er að efa að golfleikarar á Akureyri fagna því að geta farið að keppa, en völlurinn að Jaðri hefur gjörbreyst undanfarna daga til hins betra. Siglfirðingar í 2. deild eftir 15 ára fjarveru: „Áhorfendur hér eru mjög harðir og styðja vel við bakið á okkur“ „Það er búið að vera mikið basl að endurheimta sætið í 2. deild. Við féllum í 3. defld 1968 og eftir það vorum við í úrslitum í 3. deUd í 11 skipti á 15 árum en tókst aldrei að sigra fyrr en sl. haust,“ sagði Runólfur Birgisson formaður Knattspyrnufélags Sigiufjarðar (KS) er Dagur ræddi við hann. Leikmenn Knattspyrnufélags Siglufjarðar í 2. deild í sumar eru þessir: Ómar Guðmundsson mark- vörður, Oddur Haukssson mark- vörður, Björn Sveinsson varn- armaður, Gunnar Jörgensen varnarmaður, Mark Duffield vamarmaður, Baldur Benónýsson varnarmaður, Björn Ingimarsson Siglfirðingarnir vom í 2. deild frá því hún var stofnuð og til árs- ins 1968 er þeir féllu. Það hefur vakið athygli hversu oft herslu- muninn vantaði hjá liðinu að endurheimta sætið í 2. deildinni en eins og fyrr sagði tókst það loksins sl. haust eftir mikla og harða baráttu. „Sumarið leggst bara nokkuð tengiliður, Tómas Kárason tengi- liður og fyrirliði, Ólafur Ólafsson tengiliður, Óli Agnarsson sókn- armaður, Hörður Júlíusson sókn- armaður, Hafþór Kolbeinsson sóknarmaður, Þorgeir Reynisson sóknarmaður, Arnar Ólafsson tengiliður, Sigurður Sigunónsson varnarmaður, Birgir Olafsson varnarmaður, Jóhann Halldórs- son og Haraldur Agnarsson. vel í mig,“ sagði Runólfur. „Við erum með fríska stráka, liðsand- inn er góður og það eru allir ákveðnir í að leggja sig fram í sumar.“ - Hvað heldur þú um mögu- leika ykkar í hinni hörðu keppni 2. deildar? „Ég hef sagt það en reyndar ekki hlotið undirtektir hjá öllum að við eigum að stefna að því að halda sæti okkar í sumar, þeir eru margir sem hafa sett markið hærra og það er ekkert nema gott um það að segja. Það háir okkur hversu fáliðaðir við erum og við megum ekki við að missa menn út vegna meiðsla. í keppnisferð syðra á dögunum fótbrotnaði fyrirliði okkar Jakob Kárason og verður ekki meira með í sumar og þá er annar leik- maður að fara í uppskurð vegna meiðsla, Adolf Árnason. Þetta er mikil blóðtaka þegar hópurinn er ekki stærri en hann er. Það hafa verið þetta 16-18 á æfingum að undanförnu en 3 eru enn fyrir sunnan í námi en væntanlegir fljótlega.“ - Hverju vilt þú spá um röðina í 2. deildinni í sumar? „Eins og ég sagði þá tel ég allt fyrir ofan 9. sætið plús fyrir okk- ur og vonandi tekst að klifra eitt- hvað upp eftir töflunni. Ég held að Fram og KA fari nokkuð ör- ugglega upp en hiinherji og Njarðvík falli niður. Ætli ég segi ekki að röðin verði svona: 1. Fram 2. KA 3. FH 4. Víðir 5. Fylkir 6. KS 7. Völsungur 8. Reynir 9. Njarðvík 10. Einherji. Vonir okkar byggjast að veru- legu leyti á heimavelli okkar. Áhorfendur hér eru mjög harðir og styðja vel við bakið á okkur og þá leikum við heimaleiki á mal- arvelli sem við erum vanir að spila á. Það er þokkalegur völlur sem þó þarf að vinna nokkuð við áður en keppnistímabilið hefst. Við höfum enga aðstöðu til að æfa á grasi, en þó erum við að mínu mati ekki teljandi slakari á grasvelli þegar við leikum úti.“ Þjálfari Siglfirðinga er Skotinn William “Bill“ Hodgson. Hann var með liðið í fyrra er loksins tókst að komast upp í 2. deild og eru leikmenn og aðrir á Siglufirði mjög ánægðir með störf hans þar. Og nú er bara að bíða og sjá hvað Siglfirðingarnir gera í 2. deildinni í sumar. gfc-* Leikmenn KS 1. júní 1983- DAGUR-9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.