Dagur - 01.06.1983, Blaðsíða 10

Dagur - 01.06.1983, Blaðsíða 10
Til leigu 2ja herbergja íbúð á Syðri-Brekkunni. Uppl. í síma 96-44214 kl. 19.00-21.00 næstu kvöld. 3ja herbergja raðhúsaíbúð í Glerárhverfi er til leigu frá 15. júlí og leigist í 1 ár. Lítil fyrirfram- greiðsla. Uppl. á afgreiðslu Dags eða i síma 25645 seint á kvöldin. 3ja herbergja íbúð til leigu í 6 mánuði. Fyrirframgreiðsla. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Dags merkt: „íbúð í 6 mán.“ 3ja herbergja íbúð óskast til leigu, helst ekki dýrari en 4.000 á mánuði. Hálfs árs fyrirframgreiðsla kemur til greina. Uppl. í síma 91-54973. Herbergi óskast. Uppl. I síma 23306 eftir hádegi. Par óskar eftir að leigja 2-3ja herb. íbúð frá og með 1. sept. Ör- uggar greiðslur og allt að eitt ár fyrirfram. Uppl. I slma 96-21538 og 91-76229. Jarðvinnsla. Tökum að okkur að tæta garða. Uppl. I síma 25792. Hreingerningar - Teppahreins- un. Tökum að okkur teppahreins- un, hreingerningar og húsgagna- hreinsun með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Uppl. I síma 21719. Hefur þú áhuga á Evrópuferð f sumar? Fyrirhugað er að ferðast I tvo mánuði um Evrópu á eigin bíl. Við erum fjögur en gætum auðveldlega verið 8 I sama bíl. Þeir sem áhuga hafa á að slást I hópinn hafi samband við Steindór G. Steindórsson I síma 23650 á daginn. Athugið, óska eftir eldun- arbúnaði og vask I Ford sendi- ferðabíl. Ford Mustang Mark I árg. '73 til sölu, 8 cylindra, 351 cc, sjálfskipt- ur, vökvastýri, powerbremsur, skoðaður ’83. Bíllinn er á nýjum breiðum dekkjum og á álfelgum. Útvarp og segulband. Skipti mögu- leg. Uppl. I síma 22266. Peugeot 504 árg. '74-77 óskast keyptur. Má þarfnast sprautunar. Uppl. I síma 22757. Frambyggður Rússajeppi árg. '74 með Land-Rover díselvél til sölu. Klæddur með sætum fyrir 13 manns. Einnig Land-Rover lengri gerð árg. '71, sæmilegt kram, góð dekk, þarfnast lagfæringar á grind. Uppl. gefur Jónas í síma 97- 3387. Óska eftir að kaupa bíl fyrir ca. 10.000 kr. á borðið. Uppl. I síma 23745. Trabant station árg. 79 til sölu. Greiðsluskilmálar sem allir geta ráðið við. Uppl. i síma 25108 eftir kl. 19.00. Atvinna óskast. 15 ára stúlka óskar eftir atvinnu. Allt kemur til greina. Uppl. í sima 26258. Sveit. Barngóð og róleg kona á aldrinum 25-30 ára óskast á sveitaheimili strax í 1-11/2 mánuð. Þarf að geta séð alveg um barn og heimilisstörf. Uppl. í sima 97- 3034. Okkur vantar stúlku til að passa hjá okkur á kvöldin og stundum um helgar. Kaup samningsatriði. Uppl. i sima 26150. Vantar 14-15 ára dreng til sveita- starfa sem fyrst að Eyvindarstöð- um í Eyjafirði. Nánari upplýsingar gefnar á Eyvindarstöðum sími 23100. Get tekið 2 stelpur á aldrinum 8-10 ára í sveit í sumar frá 5. júnf. Uppl. ísíma41959. Börn í sveit. Get tekið börn í sveit ekki yngri en 8 ára. Þeir sem hafa áhuga vinsamlega leggi nafn og símanúmer ásamt upplýsingum um barnið á afgreiðslu Dags Strandgötu 31 Akureyri hiðfyrsta. Júní-hraðskákmótið verður fimmtudaginn 2. júní kl. 20.00. Tíu mínútna mót fimmtudaginn 9. júní kl. 20.00. Fimmtán mínútna mótið í júní verður fimmtudaginn 30., júní kl. 20.00. Skákfélag Akureyr- ar. Akureyrarprestakali: Guðsþjón- usta verður í kapellu Akureyr- arkirkju nk. sunnudag kl. 11 f.h. (ath. messutímann). Sálmar: 216, 175, 372, 357, 252, 497. Sjómenn aðstoða við guðsþjón- ustuna og eru þeir og fjölskyldur þeirra sérstaklega hvött til þátt- töku. Þ.H. Laugalandsprestakall: Messað verður að Munkaþverá sunnu- daginn 5. júní 1983 kl. 13.30. Safnaðarfundur eftir messu, rætt verður um endurbætur á kirkj- unni. Sóknarprestur. Frá Grcnivíkurkirkju. Messað verður á sjómannadaginn kl. 11.00 f.h. Sóknarprestur. Akureyrarprestakall: Verð fjar- verandi frá 27. maí til 10. júní. Séra Þórhallur Höskuldsson ann- ast þjónustu fyrir mig í fjarveru minni. Sími hanser 24016. Birgir Snæbjörnsson. Barnadeild FSA hefur borist gjöf til kaupa á lækningatæki frá frú Lilju Valdimarsdóttur, Dvalar- heimilinu Hlíð, að upphæð 500 kr. Minningarsjóði Kvenfélagsins Hlífar hefur J.J. afhent 100 kr. hjartans þakkir. Laufey Sigurðar- dóttir. Dvalarheimilinu Hlíð hafa borist kr. 1.200 sem eru ágóði af hlutaveltu frá Höllu, Helgu Ösp, Kolbrúnu Lilju, Hugrúnu Ósk, Birnu, Valgerði Hildi og Bryn- hildi. Með kæru þakklæti. For- stöðumaður. Söngfélagið Gígjan heldur aðal- fund sinn í Lóni mánudaginn 6. júní kl. 21.30. Áríðandi að allir mæti. Stjórnin. Kvenfélagið Framtíðin opnar markað að Hafnarstræti 81 (áður Einir) föstudaginn 3. júní og laugardaginn 4. júní kl. 10.00. Seld verða pottablóm, leikföng, fatnaður, heitt kakó og kleinur o.fl. Komið, kaupið og Ijáið góðu málefni iið. Allur ágóði rennur í elliheimilissjóð. Ffladelfía Lundargötu 12: Fimmtud. 2. júní kl. 20.30 biblíulestur/bænastund. Laug- ard. 4. júní kl. 20.30 æskulýðs- samkoma (sameiginleg). Allt æskufólk velkomið. Sunnud. 5. júní kl. 20.30 almenn samkoma. Allir hjartanlega velkomnir. Fíladelfía. Sjónarhæð: Fimmtud. 2. júní biblíulestur og bænastund kl. 8.30. Sunnud. 5. júní almenn samkoma kl. 17. Allir hjartan- lega velkomnir. Kristniboðshúsið Zíon: Bæjar- búar takið eftir. Fimmtudaginn 2. júní kl. 20.30 verður síðasta samkoma á þessu vori. Þar sýnir Skúli Svavarsson kvikmynd frá Kenya. Fjölmennið nú og sjáið störf kristniboðanna. Ræðu- maður Jón Viðar Guðlaugsson. Tekið á móti gjöfum til kristni- boðsins. Hinn 27. aprfl sl. voru gefin saman í Hólakirkju brúðhjónin Valgerður Kristín Eiríksdóttir og Gunnar Aðalsteinn Thorstein- son. Heimili þeirra er á Arnar- stöðum í Saurbæjarhreppi. Ferðafélag Akureyrar vekur at- hygli á ferðum félagsins 1983: Skagafjörður, Glerhallavík: 4. júní (dagsferð). Öku- og göngu- ferð. Skeiðsvatn: 11. júní (dagsferð). Munið minningaspjöld Kvenfé- lagsins Hlífar. Spjöldin fást í Bókabúðinni Huld, hjá Laufeyju Sigurðardóttur, Hlíðargötu 3 og í símavörslu sjúkrahússins. Allur ágóði rennur til Barnadeildar FSA. Minningarkort Slysavarnarfé- lagsins fást í Bókvali, Bókabúð Jónasar og Blómabúðinni Akri, Kaupangi. Styrkið starf Slysa- varnarfélagsins. Kvennadeild SVFI Akureyri. Munið minningarspjöld kvenfé- lagsins „Framtíðin". Spjöldin fást í Dvalarheimilunum Hlíð og Skjaldarvík, hjá Margréti Kröy- er Helgamagrastræti 9, Verslun- inni Skemmunni og Blómabúð- inni Akri, Kaupangi. Allur ágóði rennur í elliheimilissjóð félags- Minningarkort Akureyrarkirkju fást í verslununum Bókval og Huld. Nýtt tveggja hásinga hjólhýsi til sölu. Hentar sem vinnuskúr eða með smábreytingum sem sumar- hús. Uppl. á kvöldin í síma 21083. Yamaha rafmagnsorgel B-75N „með öllu" til sölu. Ársgamalt, verð kr. 20-25 þús. Uppl. ( síma 24952 eftir kl. 16.00. Mjög góðar stereogræjur til sölu, plötuspilari og 2x90 w magnari, segulband, equalizer og 2x100 w Cybernet hátalarar. Einn- ig fæst á sama stað Rambler Ambassador árg. '67 til niðurrifs. Uppl. gefur Ásgeir ( síma 23748 eftir kl. 17.00. Til sölu lítið notað og vel með farið golfsett. Poki og kerra fylgir. Uppl. í sima 24021. Kaupangi, sími 25020 Ný pússluspil Ný teningaspil Tarot spáspil Mini tölvuspil Fötboltar Flugdrekar Filmur Filmumóttaka Verið velkomin Opið 9-12 og 13-18 laugardaga kl. 10-12 Við undirrituð færum ættingjum okkar, vinum og vandamönnum innilegt þakklæti fyrir ánægjulega samverustund, blómasendingar og heillaóska- skeyti í tilefni af 60 ára hjúskaparafmæli okkar hinn 25. maí sl. Guð blessi framtíð ykkar. Hólmfríður Pálsdóttir, Ketill S. Guðjónsson. rfl Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi EIRÍKUR GUÐMUNDSSON Möðruvallastræti 9, Akureyri verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. júní kl. 13.30. Anna Sigurveig Sveinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Eiginmaður minn HRÓLFUR STURLAUGSSON rafvirkjameistari Strandgötu 35, Akureyri andaðist 30. maí. Sigríður Ólafsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu GUÐRÚNAR RÓSINKARSDÓTTUR, Ytra-Krossanesi, Akureyri. Þorgerður Brynjólfsdóttir, Ari Brynjólfsson, Sigrún Brynjólfsdóttir, Sigurður Óli Brynjólfsson, Áslaug Brynjólfsdóttir, Helga Brynjólfsdóttir, Knut O. Garnes, Margurite Reman, Jón Erlingur Þorláksson, Hólmfríður Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eyþór Ómar Þórhallsson, Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför eigin- manns mins, bróður, mágs og frænda ALEXANDERSJÓHANNSSONAR frá Hlíð. Sérstakar þakkir til nemenda og íbúa Öngulsstaðahrepps og á Reykjaströnd. Erika Ottósdóttir, Friðbjörn Johannsson, Kristján Jóhannsson, Sigurjón Jóhannsson, Þórey Jóhannsdóttir, Þorsteinn Halldórsson, Jóhanna Friðbjörnsdóttir, Soffía Stefánsdóttir, Anna Örnólfsdóttir, Baldur Steingrímsson. DAGUR DAGUR Ritstjóm Auglýsingar Afgreiðsla Sími (96) 24222 10- DAGUR *-1. júní 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.