Dagur - 06.06.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 06.06.1983, Blaðsíða 1
STUDENTA- SKEIÐAR OG STÚDENTA- HÚFUR GULLSMIÐIH i SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 6. júní 1983 61. tölublað Kaupmannahafnarflugið: Aðeins þrjár ferðir í sumar „Flugleiðum þykir leitt að ekki skuli vera grundvöllur fyrir þeirri ferðatíðni sem upphaf- lega var ráðgerð inilli Akureyr- ar og Kaupmannahafnar og félagið hel'ur lagt mikla vinnu í. að undirbúa," sagði Sæmundur Guðvinsson, fulltrúi Flugleiða í samtali við Dag. Flugleiðir hafa ákveðið að fljúga aðeins þrjár ferðir í beinu áætlunarflugi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í sumar. Upp- haflega var áætlað að fara 12 ferðir, síðan var þeim fækkað í 7 og loks var ákveðið að hafa ferðirnar 3; 16. júní, 7. júlí og 4. ágúst. Ef markaðsaðstæðurbreyt- ast til batnaðar er möguleiki á að fjölga ferðum. Farþegar sem eiga pantað far til Kaupmannahafnar í þær ferðir sem felldar hafa verið niður, gefst kostur á að bóka sig í þær ferðir sem farnar verða. Þeir sem vilja halda óbreyttum brottfarardög- um verða að fara um Keflavíkur- flugvöll, en Flugleiðir greiða kostnað af innanlandsferðum og gistingu í eina nótt á Hótel Loftleiðum. í beinu ferðunum þremur verður tollfrjáls varning- ur boðinn til sölu um borð í flugvélunum. Metaregn Akureyrskir kraftlyftingamenn gerðu góða ferð til Seyðisfjarð- ar um helgina. Ferðin var sýn- inga- og keppnisferð og gerðu lyftingamennirnir sér Iítið fyrir og settu 13 Akureyrarmet og eitt íslandsmet í samkomuhúsi þeirra Seyðisfirðinga. Kári Elísson, sem keppti í 75 kg flokki, var maður mótsins og setti nýtt glæsilegt íslandsmet í bekkpressu er hann lyfti 162.5 kg. Bætti þar með nokkra vikna gamalt met sitt um 1.5 kg. Kári setti svo fimm önnur Akureyrar- met og lyfti samanlagt 650 kg. Flosi Jónsson setti fimm Akur- eyrarmet í 90 kg flokki, í bekk- pressu, hnébeygju og samanlögð- um árangri en alls lyfti hann 630 kg- Freyr Aðalsteinsson setti tvö Akureyrarmet og lyfti samtals 615 kg. Auk þess kepptu á mót- inu Jóhannes Hjálmarsson og Víkingur Traustason og náðu þeir ágætum árangri þó ekki settu þeir met að þessu sinni. Áhöfnin á Svalbak fékk viðurkenningu Sjómannadagsins á Akureyri fyrir að koma með best meðfarinn afla að landi af togurum ÚA. Svalbakur var rétt ókominn að landi þegar verðlaunin voru afhent og tók Olga Guðnadóttir, eiginkona Kristjáns Halldórssonar, skipstjóra, því við verðlaununum. Fa Clvlvl að keppa áHM Stjórn Lyftingasambands ís- lands hefur dæmt þá Gylfa og Garðar Gíslasyni í tveggja mánaða keppnisbann. Bann þetta setur stjómin á vegna þess s»ð bræðurnir mótmæltu yali stjórnarinnar á landsliði íslands á NM sem fram fór nýlega, en þá var maður með lélegri árangur en Garðar val- inn til keppni í 90 kg flokki en Garðari gert að keppa í 100 kg flokki. Bræðurnir sátu því heinia í mótmælaskyni. „Þetta passar alveg hjá þeim, þeir setja bannið á í 2 mánuði til að útiloka okkur frá HM keppni unglinga sem fram fer í Eygypta- landi eftir tæplega 2 mánuði," sagði Gylfi Gíslason er við ræddum við hann í morgun. Við bíðum eftir að fá þetta bann skriflega frá stjórn Lyftingasam- bandsins en munum síðan gera okkar ráðstafanir til þess að reyna að hnekkja þessari ákvörð- un." Mannaflaspá nefndar um þróun iðnaðar á Eyjafjarðarsvæðinu: Atvinnu vantar fyrir 7 II manns Atvinnu vantar fyrir 600-700 manns á Eyjafjarðarsvæðinu fram til ársins 1990. Er þá búið að gera bjartsýnisáætlun um atvinnuaukningu í hinum hefð- bundnu atvinnugreinum, þannig að tala þeirra sem út- vega þarf atvinnu í nýjum greinum getur allt eins orðið mun hærri. Hér er miðað við að nýir kraftar á vinnumark- aðnum fái atvinnu í sinni heimabyggð og íbúafjölgun verði rúmlega landsmeðaltal. Þetta kemur fram í skýrslu sem nefnd um stöðu iðnaðar og fram- tíðarmöguleika hans á Eyjafjarð- arsvæðinu hefur unnið að á veg- um Iðnaðarráðuneytisins. Niður- stöður nefndarinnar verða lagðar fram á næstunni en þessar tölur eru samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins. Þessi könnun kemur heim og saman við þær kannanir sem gerðar hafa verið á undanförn- u m árum, t.d. á vegum Fjórð- ungssambands Norðlendinga. Heimildarmenn blaðsins töldu hér um lágmarkstölu að ræða þar sem reiknað væri með verulegri aukningu í þeim atvinnugreinum sem fyrir eru. Ef dregið er úr þeim bjartsýnisspán getur þörfin fyrir ný atvinnutækifæri tvöfald- ast og rúmlega það. A bls. 8 og 9 er sagt frá heimsokn í Kjarna T0SCA bls. 3 18 húsa- smiðir - bls. 5 A labbinu -Sjá lesendahornið m Vildi verða sjomaöur - bls. 2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.