Dagur - 06.06.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 06.06.1983, Blaðsíða 6
i 3. deild — B-riðill „Háloftaleikur“ r m m m m m a molinni á Króknum Tindastóll og Huginn skildu jöfn eftir „háloftaleik" í b-riðli 3. deildarinnur á laugardaginn. Hvorugu liðinu tókst að skora mark, en heimamenn voru þó nær því að skora. Leikurinn var dæmigerður malarleikur. Mikið var um „há- lofta"-sendingar, langspörk og hlaup, en ekkert kaup fengu leik- mennirnir fyrir puðið. Tinda- stólsmenn voru þó nær því að skora. Þeir áttu m.a. þrjú skot í stangir Hugins-marksins, svo söng í, en inn vildi boltinn ekki. Huginsmenn áttu aðeins eitt umtalsvert færi, þegar einn sókn- armannanna komst á auðan sjó. En Árni Stefánsson, markvörður „Krækinga", bjargaði því auð- veldlega með góöu úthlaupi á réttum tíma. Jafntefli var því niðurstaða leiksins, sent bauð upp á litla knattspyrnu. Huginsmenn virtust sætta sig vel við jafnteflið, því þeir fögnuðu sem sigurvegarar í leikslok. BB/GS. „Áttum að vinna stórt“ — Þingeyingar unnu Sindra 2-1 „Þetta var sanngjarn sigur og við áttum að vinna með meiri mun,“ sagði Gylfi Ingvason, einn af leikmönnum HSÞ, sem lögðu Sindra að velli í 3. deild- inni á heimavelli þeirra síðar- nefndu í Homafirði á laugar- daginn. Já, Þingeyingarnirsigruðu með 2 moiKum gegn 1. Ari Hallgríms- son skoraði bæði mörk HSÞ og að sögn Gylfa hefðu mörkin get- að orðið mun fleiri, þar scm framlínumenn HSÞ fengu hvert tækifærið á eftir öðru til að senda boltann í netið hjá Sindramönn- um. En það tókst ekki oftar en tvisvar, mest fyrir klaufaskap Þingeyinga, að sögn Gylfa. GS. Magnamönnum þótti leikurinn langur: 12 mínútum var „Þetta var langur leikur, stóð 12 mínútum lengur en venjan er - vegna tafa segir dómarinn - en við erum ekki á sama máli,“ sagði Jón Friðriksson, cinn af leikmönnum Magna á Grenivík, sem tapaði með einu marki gegn engu fyrir Þrótti frá Neskaupstað í 3. deildinni á laugardaginn. Leikurinn átti að fara frani á Grenivtk. en völlurinn þar er enn „á floti". þannig að Magnamenn söntdu við Þróttara um að leika á Neskaupstað. Fvrstu 20 mínútur leiksins réðu Þróttarar gangi leiksins og fengu þeir þá tvö mjög góð .færi, sem þeim tókst ekki að nýta. Þegar lfða fór á leikinn réttu Magna- menn úr kútnum og náðu nokkr- um sinnum að skapa sér hættuleg ma-rktækifæri, en f netið vildi boltinn ekki. Sigurmarkið skoraði Sigurður Friðjónsson þegar liðnar voru 5 mínútur fram yfir venjulegan leiktfma. Sigurður er bróðir Þor- leifs Más, sem þjálfar Magna. „Leikurinn tafðist einu sinni vegna meiðsla í seinni hálfleik og í nokkur skipti fór boltinn langt aftur fyrir endamörk. Þetta hefur tafið leikinn eitthvað, en að bæta 12 mfnútum við leikinn var út í hött," sagði Jón Friðríksson.GS. Bessi vann Sjóvá-bikar Bessi Gunnarsson vann Sjóvá- bikarinn í golfmóti að Jaðri í gær. Leikinn var 18 holu högg- leikur og gefinn full forgjöf. Bessi lék á 68 höggum en Páll Pálsson var í öðru sæti á 71 höggi. í 3.-5. sæti á 72 höggum komu Guðjón E. Jónsson, Þórð- ur Svanbergsson og Sverrir Þor- valdsson. Guðjón vann síðan 3. sætið með því að draga hjarta- fjarkann úr spilastokk. Þórður fékk tígulfjarkann en Sverrir náði í þrist. Ragnar fór holu r u mm u i hoggi Sigurður Sigurðsson Golf- klúbbi Suðurnesja sigraði á opnu golfmóti, sem lauk á Garðavelli á Akranesi í gær, á 230 höggum, eftir hörkuspenn- andi keppni við Gylfa Kristins- son og Svein Sigurbergsson. Gylfi fór á 231 höggi en Sveinn á 232. í 4.-5. sæti komu Björgvin I Þorsteinsson og Gunnlaugur H. Jónsson á 237 höggum. Einungis voru leiknar 54 holur, þar sem fresta varð keppni á laugardaginn vegna veðurs. Ragnar Ólafsson gerði sér lítið fyrir í mótinu og fór 5. holuna á höggi. Hann fór sem sé holu í höggi kappinn, 99 Við björguðum andlitinu“ - segir Jóhannes Atlason, landsliðsþjálfari, að afloknum sigri yfir Möltu „Ég kveið mikið fyrir þessum leik, en ég er ánægður að leikslokum. Við björguðum andUtinu með þessum sigri sem vannst fyrst og fremst með sterkri liðsheild, það voru allir ákveðnir I að berjast til sigurs,“ sagði Jóhannes Atlason, þjálfari íslenska landsliðsins í samtali við Dag, að fengnum sigri yfir landsliði Möltu í gær. íslenska landsliðið byrjaði leikinn með miklum látum. Allt kapp var lagt á að sækja fast og gefa ekkert eftir. Fljótlega kom í ljós, að íslendingarnir voru sterkari að- ilinn á vellinum. Þeir náðu tökum á miðjunni og eftir aðeins 7 mínútna leik var Atli allt í einu kominn í dauðafæri. En hann varð jafn undrandi og áhorfendur og var of seinn að átta sig, þannig að markmaður Möltu gat bjargað. Eina mark leiksins kom á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Ólafur Björnsson vann boltann og gaf út á kantinn til Péturs Pét- urssonar. Pétur gaf síðan háa sendingu fyrir markið sem Atli Eðvaldsson tók á móti með þökkum. Hann afgreiddi boltann viðstöðulaust í net Möltumanna, með skoti sem var óverjandi. Fal- legt mark. Á 71. mínútu kom Sigurður Jónsson inn á fyrir Pétur Péturs- son, sem einn leikmaður Möltu- liðsins sparkaði niður. Sigurður er aðeins 16 ára og nýliði í landsliðshópnum. En hann lofar góðu því hans fyrsta verk á vellinum var að gefa sendingu á Janus Guðlaugsson, sem skoraði fallegt mark. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum dæmdi danskur dómari leiksins, markið af, að öðru leyti var dómgæsla hans góð. íslendingar áttu þennan leik. Liðsmenn Möltu náðu aldrei að skapa sér hættulegt færi, enda áttu þeir ekki nema eitt markskot allan leikinn. Atvinnumennirnir okkar stóðu allir fyrir sínu; þeir Atli, Lárus, Pétur Pétursson og Pétur Ormslev. Þá vakti nýliðinn í vörninni Ómar Rafnsson athygli fyrir frábæran leik og Sigurður Jónson gerði marga góða hluti þann stutta tíma sem hann var með í leiknum. Leikmaður sem á framtíðina fyrir sér. SK/GS Jóhannes Atlason. Yngsti íandsliðs- maðurinn „Mér líður alveg stórkostlega vel,“ sagði Sigurður Jónsson, 16 ára Skagamaður og nýliði í landsliðinu, í samtali við Dag að loknum landsleiknum ígær. Sigurður kom inn á sem varamaður fyrir Pétur Péturs- son og setti þar með met sem yngsti leikmaður sem hefur leikið með íslenska landslið- inu, aðeins 16 ára. Fyrra metið átti frændi hans, Rík- harður Jónsson, en hann lék sinn fyrsta leik með landslið- inu 17 ára. SK/GS íslendingar voru betri „íslendingarnir léku betur og þeir áttu sigurinn skilinn,“ sagði Victor Scerri, landsliðs- þjálfari Möltu, í samtali við Dag að loknum landsleiknum í gær. „Veðrið hafði engin áhrif fyrir okkur og völlurinn var góður. Eina ástæðan fyrir óförunum er léleg frammi- staða minna manna, en við getum betur,“ sagði Victor Scerri. SK/GS mmmmmmmmmnmmBmmm Markalaus baráttuleikur á Húsavík: „Ánægðir með jafntefli á móti Fram“ „Við getum verið nokkuð ánægðir með annað stigið út úr þessum leik, gegn einu sterk- asta liði deildarinnar,“ sagði Kristján Olgeirsson, þjálfari og leikmaður með Völsungi á Húsavík, að afloknum leik heimamanna við Fram á föstu- dagskvöldið í 2. deUdinni. Leikurinn var mikill baráttu- og sviptingaleikur. Það var greinilegt að mikið var í húfi fyrir bæði liðin, því ekkert var gefið eftir. Fyrir vikið hljóp harka í leikinn á kostnað knattspyrnunn- ar, sem að nokkru verður að skrifast á reikning heldur mein- lausrar dómgæslu Braga Bergmanns. Jafntefli var sanngjarnt í þess- um leik, en heimamenn áttu þó öllu hættulegri færi. Áhorfendur voru margir og allir stóðu þeir á öndinni á síðustu mínútu leiks- ins, þegar Kristján Olgeirsson tók aukaspyrnu af 25 m færi. Boltinn stefndi í markið - og fagnaðarö skrin voru komin fram á varir heimamanna, en Guð- mundur Baldursson varði meist- aralega. Gunnar Straumland varði mark Völsunga með tilþrifum, en auk hans áttu Helgi Helgason og Kristján Kristjánsson góðan leik. í liði Fram voru Guðmundur Baldursson, Sverrir Einarsson og Guðmundur Torfason bestir. HJ/GS. Mörkin voru á heimsmælikvarða — þegar KA mætti Siglfirðingum á Siglufirði Kristján Olgeirsson gerði sig ánægð- an með annað stigið. „Ég er mjög ánægður með að ná öðru stiginu út úr þessum leik, þar sem KA-menn náðu góðri forystu í fyrri hálfleik. En þeir voru of sigurvissir í seinni hálfleik, á sama tíma og baráttan kom í mína menn,“ sagði BUI Hodgson þjálfari KS í samtali við blaðið að loknum leik Siglfirðinga og KA á Siglu- firði á föstudagskvöldið. KA-menn byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik. Það fyrra gerði Steingrímur Birgisson með hörkuskoti af löngu færi. Mark eins og þau gerast fallegust. Steingrímur kom inn á fyrir Gunnar Gíslason þegar um 10 mínútur voru af leiknum. Seinna markið gerði Hinrik Þórhallsson með því að skalla boltann yfir markvörð Siglfirðinganna eftir „Ölvaðir áhorfendur voru með dólgshátt“ - segir Jóhann Jakobsson um áhorfendur að leik KA og KS á Siglufirði „Leikmenn fengu varla fríð til að spila knattspyrnu fyrír áhorfendum, sem margir hverjir voru við skál og með dólgshátt meira og minna aUan leik- inn,“ sagði Jóhann Jak- obsson, leikmaður KA, eftir leik KA og KS á Siglufírði á föstudags- kvöldið. „Við ætluðum að taka leikinn upp á myndsegul- band, en sá sem ætlaði að sjá um það gafst upp vegna ágangs áhorfenda. Ég varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í fyrri hálfleik og settist á varamannabekkinn. Þar var ekki flóafriður, því áhorfendur rugguðu skýlinu fram og aftur mestallan leik- inn. Engin löggæsla var á vellinum, en ég hafði orð á þessu við einn varamann Siglfirðinga. Hann ætlaði að róa sína heimamenn, en þá munaði litlu að til handalög- mála kæmi. Einnig varð þjálfarinn okkar fyrir að- kasti. Ég vona að Siglfirðing- ar láti þessa sögu ekki endur- taka sig,“ sagði Jóhann Jak- obsson í lok samtalsins. góða aukaspyrnu frá Donna. Einn varnarmanna Siglfirðinga reyndi árangurslaust að bjarga, enda hófust björgunartilraunir ekki fyrr en boltinn var kominn inn fyrir línuna - og urðu ekki til neins annars en að varnarmaður- inn þrykkti boltanum í netið. Siglfirðingar voru daufir í fyrri hálfleik, en eftir að Tómas Kára- son skoraði gullfallegt mark strax í upphafi síðari hálfleiks lifnuðu þeir til lífsins og börðust eins o ljón það sem eftir var leiksins. sama tíma reyndu KA-menn að halda fengnu forskoti og hleyptu Siglfirðingum meira inn í leikinn. Það varð til þess að Siglfirðingar náðu að jafna 3 mínútum fyrir leikslok. Það gerði Hafþór Kol- beinsson með þrumuskoti af 30 m færi. Gullfalleg mörk á heims- mælikvarða. Skömmu áður hafði Friðfinnur Hermannsson, sókn- armaður KA, komist í dauða- færi, en brást bogalistin. í leiknum var frammistaða dómarans ömurlegust. Dómar hans voru margir hverjir gersam- lega út í bláinn og gróf brot lést hann ekki sjá. Fyrir vikið hljóp óþarfa harka í leikinn. Tveir KA- menn fengu að sjá gula spjaldið. Hjá KA voru Hinrik Þórhalls- son og Steingrímur Birgisson einna atkvæðamestir. Hafþór Kolbeinsson var hetja Siglfirð- inga. SB/GS. „Það var úthaldsmeira liðið sem vann, þeir voru orðnir þreyttir í lokin,“ sagði Björn Friðþjófsson, leikmaður með Reyni á Árskógsströnd, eftir að iið hans hafði sigrað Vask á Akureyri 3-0 í 4. deildinni á laugardaginn. Jafnræði var með liðunum framan af leiknum. Boltinn hafn- aði þó í netinu hjá vöskum svein- um í Vaski, en það var ekki leikni Reynismanna að þakka, heldur voru þaö Vasksmenn sem sendu boltann í vitiaust mark! Þegar líða tók á seinni hálfleik misstu „Vaskarar" leikinn í vask- inn og þá skoraöi Tómas Viðars- son tvö mörk fyrir Reyni með stuttu millibili. Eirfkur Eiríksson, þjálfari og mark- vörður Reynis. i 4. deild — E-riðill: Vaskarar misstu í vaskinn Við vinnum 99 okkur upp úr deildinni“ „Þetta gekk mjög vel hjá okk- ar mönnum, strákarnir eru góðir núna og ég hef ekki trú á öðru en við vinnum okkur upp úr deildinni,“ sagði Garðar Guðmundsson hjá Leiftri í Ól- afsfirði, að afloknum leik Ár- roðans og Leifturs í 4. deild- inni í Ólafsfirði á föstudags- kvöldið. Leiftursmenn höfðu algera yfirburði í fyrri hálfieik og skor- uðu þeir þá 3 mörk. Árroðamenn komu heldur meira inn í myndina í seinni hálfleik, en Leiftursmenn bættu við þrem mörkum þrátt fyrir það, gegn einu marki Ár- roðans. Lokatölur urðu þvi 6-1. Halldór Guðmundsson skoraði 2 mörk fyrir Leiftur, en Geir- harður Ágústsson, Friðgeir Sig- urðsson, Hafsteinn Jakobsson og sparisjóðsstjórinn, Þorsteinn Þorvaldsson, skoruðu sitt markið hver. Hilmar Baldursson skoraði mark Árroöans. 55 Við steinlágum fyrir hressum Vorboðamönnum Cífi Vorboðinn vann Dalvíkinga 5-2 „Við steinlágum fyrir Vorboð- anum, enda erum við nýbyrj- aðií að æfa,“ sagði Bergur Höskuldsson á Dalvík, þegar Dagur ieitaði frétta af leik Umf. Svarfdæla og Umf. Vor- boðans í Saurbæjarhreppi í 4. deildinni. Raunar búa nær ailir leikmenn Umf. Svarfdæla á Dalvík og leik- menn Vorboðans eru flestir úr Hrafnagilshreppi eða búsettir á Akureyri. Vorboðinn sigraði í ieiknum með 5 mörkum gegn 2. Raunar stendur 4-2 í leikskýrsiu, en 5-2 er rétta talan. Guðjón og Stefán Jóhannesson skoruöu mörk Dalvíkinganna, en Valdimar Júl- íusson skoraði 3 mörk Vorboð- ans, Þröstur Sigurðsson 1 og Halldór Aðalsteinsson 1. 6-DAGUR-6. júní 1983 6. júní 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.