Dagur - 08.06.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 08.06.1983, Blaðsíða 9
MARKAHÆSTU LEIKMENN: Kári Þorleifsson ÍBV Hiynur Stefánsson ÍBV 2. DEILD: KA 3 2 10 9: :5 5 Fram 3 2 10 4: :1 5 Völsungur 3 2 10 4: :1 5 UMFN 3 2 0 14: :1 4 Fylkir 3 1 0 2 4: :6 2 KS 3 0 2 12 :3 2 Víðir 2 1 0 11: :2 2 FH 3 0 12 1: :3 1 Einherji 2 0 110: :2 1 Reynir S. 3 0 12 1: :6 1 3. DEILD B: Tindastóll 3 2 10 7: :1 5 Austri 2 2 0 0 4: :2 4 Magni 3 1 0 2 3: :3 2 Huginn 2 1 10 3: :0 3 Valur 2 1 0 12: :2 2 Þróttur 2 1 0 11: :3 2 HSÞ 3 1 0 2 2: 4 2 Sindri 3 0 0 3 2: 9 0 Sex leikmenn eru markhæstir með 2 mörk hver. Það eru Ari Hallgríms- son, HSÞ, Guðmundur Árnason, Austra, hilmar Sigurðsson, Huginn og Gústaf Björnsson, Hermann Þórisson og Guðbrandur Guð- brandsson, allir úr Tindastól. sitja Þórsarar einir á botninum — eftir 1:2 ósigur í Keflavík í gærkvöldi í fjörugum og skemmtilegum leik Þórsarar sitja nú einir á botni 1. deildar eftir að hafa tapað fyrir Keflvíkingum í Keflavík í gærkvöldi með einu marki gegn tveimur í fjörugum og skemmtilegum leik. Þórsarar voru þó afar daufir í fyrri hálfleik og Rúnar Georgs- son fékk fyrsta tækifæri leiksins er hann ætlaði að vippa boltanum yfir Þorstein Ólafsson sem sá við honum. Þorsteinn kom hins veg- ar engum vörnum við á 28. mín- útu, en þá skoraði Sigurður Björgvinsson fyrsta mark leiks- ins. Stuttu síðar mátti Þorsteinn Ólafsson svo taka á honum stóra sínum til að verja frá Rún- Þorvaldur kennir golf að Jaðri Þorvaldur Ásgeirsson golf- kennari mun vera við kennslu á golfvellinum á Akureyri í eina viku og tekur hann til starfa nk. föstudag. Hér er kjörið tækifæri fyrir þá sem áhuga hafa á þessari heill- andi íþrótt að ná sér í kennslu í undirstöðuatriðunum, en að sjálfsögðu geta þeir sem þegar hafa tekið á kylfum mætt í tíma hjá Þorvaldi og látið líta á „sveifl- una“ sína. í golfskálanum að Jaðri hanga uppi listar þar sem hægt er að skrifa sig á svo menn geti tryggt sér ákveðinn tíma. ari Georgssyni. Miðjan hjá Þór var alveg steindauð í fyrri hálfleik, en sennilega hefur Björn þjálfari „messað“ í leikhlé. A.m.k. var það gjörbreytt Þórslið sem kom til leiks í síðari hálfleik og Þór tók leikinn í sínar hendur. Uppskeran var mark sem Helgi Bentsson skoraði eftir lag- lega fyrirgjöf Bjarna Svein- björnssonar. Mjög gott mark og vel að því staðið. Þannig var staðan þar til 6 mínútur voru eftir en þá nýtti Rúnar Georgsson sér sofandahátt í vörn Þórs og skor- aði. Leikurinn var köflóttur hjá Þórsurum sem sýndu góðan leik á köflum, sérstaklega þó framan af síðari hálfleik. Bestu menn Þórs voru Bjarni Sveinbjörnsson sem var besti maður vallarins, Þorsteinn í markinu og Þórarinn Jóhannsson sem átti góðan leik í vörninni. Sigurður Björgvinsson var besti maður Keflvíkinga. Önnur úrslit: Valsmenn fengu Skagamenn í heimsókn í Laugardalinn og steinlágu fyrir þeim. Hörður Jó- hannsson, Sigurður Halldórsson og Árni Sveinsson skoruðu mörk Skagamanna og Ingi Björn brenndi af vítaspyrnu fyrir Val. í Vestmannaeyjum unnu heimamenn 3:0 sigur gegn Þrótti. Sveinn Sveinsson, Kári Þorleifs- son sem skorar í hverjum leik og Ómar Jóhannsson skoruðu mörkin. Á ísafirði unnu meistarar Vík- ings sinn fyrsta sigur. Heimir Karlsson skoraði tvö mörk fyrir Víking og Ómar Torfason eitt. Fyrir IBÍ skoruðu Jón Oddson og Kristinn Kristjánsson og úrslitin því 3:2 fyrir íslandsmeistarana. IH-gk Skyttur á skot- skónum Fyrstu leikirnir í D-riðli 4. deildar ísl. mótsins voru háðir um helgina en vegna plássleys- is gátum við ekki sagt frá þeim í blaðinu á mánudag. Á Blönduósi léku Hvöt og Glóðafeykir og sigraði Hvöt með tveimur mörkum gegn engu. Þeir Hermann Arason og Guðjón Rúnarsson skoruðu mörkin og var Hvöt mun betri aðilinn í þess- um leik. Á Hólmavík áttust við HSS og Skytturnar frá Siglufirði og unnu Skytturnar, skutu inn tveimur mörkum gegn einu. Friðfinnur Hauksson skoraði fyrra mark Skyttanna en Sigurjón Erlends- son það síðara úr homspyrnu. Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan höfum við ekki fengið uppgefið markaskorara HSS. Fimmta umferð í 1. deild íslandsmótsins í knattspymu hefst nk. föstudagskvöld með leik Þórs og ÍBV á Akureyri. Leikið verður á grasvelli Þórs kl .20.00. Eyjamönnum hefur gengið vel í 1. deildinni til þessa og unnu t. d. Valsmenn örugglega. En þeir hafa leikið einn útileik, gegn Keflavík og töpuðu þá 1:3. Virðist því sem þeir séu fremur slakt „útilið“ og ættu Þórsarar að hafa möguleika á að nýta sér það. Aðrir leikir eru Þróttur/Valur í kvöld og á sunnudag leika ÍA/ KR, Breiðablik/ísafjörður og Víkingur/ÍBK. Þá hefst fjórða umferðin í 2. deild á föstudag með leik Reynis og Fylkis. Á laugardag eru þrír leikir Fram/Víðir, Njarðvík/KS og Einherji/FH og umferðinni lýkur á sunnudag með viðureign KA og Völsunga á Akureyri kl. 20.00. Þar verður aðalleikur umferðarinnar og án efa hörku- leikir á ferðinni. Fyrsta opna mótið á Jaðarsvellinum Fyrsta opna golfmótið á Norðurlandi á þessu ári verður haldið hjá Golfklúbbi Akur- eyrar um næstu helgi. Er það Coca-cola keppnin og verða leiknar 18 holur bæði með og án forgjafar. Völlurinn að Jaðri hefur tekið daglegum framförum að undan- förnu, eftir að hitna tók í veðri. Um næstu helgi er áformað að taka sumarflatir í notkun og einnig syðri hluta vallarins og má þá segja að allt sé komið í fullan gang að Jaðri. Því miður mun talsvert í það að hægt sé að segja slíkt hið sama um aðra golfvelli í nágrenni Ak- ureyrar. Þannig mun talsverður snjór enn vera á vellinum á Ól- afsfirði og vellirnir á Húsavík, Siglufirði og Sauðárkróki eru ekki heldur orðnir leikhæfir. Félögum í þessum klúbbum er að sjálfsögðu heimilt að taka þátt í Coca-cola keppninni og er ekki að efa að einhverjir keppendur þaðan munu mæta til leiks. Keppnin hefst kl. 13 á laugardag og verður síðan framhaldið kl. 10 á sunnudagsmorgun. Stórleikur á Siglufirði: KS mætir KA Bikarnum i Fyrsta umferðin í Bikar- keppni Knattspymusam- bands íslands á Norðurlandi verður háð í kvöld og verða þá fjórir leikir á dagskrá. Athyglin mun aðallega bein- ast að viðureign KS og KA sem fer fram á Siglufirði, en þessi lið hafa leikið tvo leiki á keppnis- tímabilinu og skilið jöfn í þeim báðum. Fyrst 0:0 í Vormóti KRA og síðan 2:2 í 2. deild um helgina. Það má því gera ráð fyrir hörkubaráttu og leikið verður til þrautar. Það þýðir að verði jafnt að venjulegum leik- tíma loknum verður framlengt og síðan vítaspyrnukeppni ef þarf. Aðrir leikir í Bikarkeppninni í kvöld verða á milli Völsunga og Vorboðans á Húsavík, Tindastóll og Vaskur leika á Sauðárkróki og HSS og Leiftur leika á Hólmavík. í næstu umferð sem háð verður 22. júní leika svo sigur- vegararnir úr leikjum HSS/ Leiftur og Tindastóll/Vaskur annars vegar og sigurvegararnir úr leikjum KS/KA og Völsung- ur/Vorboðinn hins vegar. Þau tvö lið sem þá bera sigur úr býtum komast í aðalkeppnina, en þá koma liðin úr 1. deild tií leiks. -u // <<> f Haukur var bestur i „Lambagöngunni cc Keppendur „gera klárt“ fyrir keppnina. Lambagangan 1983 fór fram nýlega. Þátttakendur voru alls 28 í öllum flokkum: í tímatöku 34 ára og yngrí, 35 ára og eldri og svo þelr sem ekki voru í kapphlaupi við tímann. Mikill snjór og ágætt spor var alla leið að „Lamba“, skála Ferðafélags Akureyrar innst í Glerárdal. Til baka lá slóðin ofurlítið aðra leið niður á Mýrar. Gönguleiðin var samtals 26 km og troðin með góðri aðstoð Flug- björgunarsveitarinnar og snjóbfls hennar. Þess má geta að Lambagangan er ein erfiðasta „trimmgangan", sem haldin er á landinu. Enginn gengur þessa leið óæfður með öllu og hafa margir reyndar haft Lambagönguna bak við eyrað þegar þeir trimmuðu í vetur. Það má því telja afrek útaf fyrir sig að Ijúka göngunni, þótt það sé ekki á mettíma. Þátttakendur og úrsUt: 34 ára og yngri: Heildartími 1. Haukur Sigurðsson 1:30:35 2. Ingþór Eiríksson 1:30:45 3. Gunnar Kristinsson 1:40:18 35 ára og eldri: 1. Sigurður Aðalsteinsson 1:33:01 2. Einar Kristjánsson 2:00:13 3. Finnur Birgisson 2:12:14 8.Júní 1983-DAGUR-9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.