Dagur - 08.06.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 08.06.1983, Blaðsíða 12
Akureyri, miðvikudagur 8. júní 1983 ÞJÓNUSTA FYRIR / r HAÞRYSIISLONGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN A FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA I « £ w Leiktækja- salur í Dynheimum „Þaö er alls ekki hægt að berj- ast á móti þessari þróun, leik- tækin eru staöreynd hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það er einungis spurning um á hvaða hátt þessi leiktæki eru rekin,“ sagði Steindór Stein- dórsson, starfsmaður Æsku- lýðsráðs Akureyrar. Steindór kynnti sér á dögunum rekstur félagsmiðstöðva I Reykjavík og þá einnig rekstur leiktækja- sala. Sauðárkróksflugvöllur: Hitalagnir settar undir flugbrautina í sumar? „Tæknilega ekkert til fyrirstöðu,“ segir aðstoðarflugmálastjóri „Það hafa verið framkvæmdar athuganir á því hvernig útkom- an yrði ef hitalagnir yrðu settar undir flugbrautina á Sauðár- króki og þær athuganir lofa góðu,“ sagði Haukur Hauks- son, aðstoðarflugmálastjóri, í samtali við Dag í gær. „Það er mikill áhugi fyrir þessu hjá bæjarstjórninni á Sauðár- króki og að hefja samvinnu við Flugmálastjórn um þetta. Þeir vilja veita fyrirgreiðslu með vatn, a.m.k. í einhver ár en það er til umframvatn þarna. Með þessu móti yrði hægt að hafa brautina auða en ef kaupa ætti vatn undir venjulegum kringumstæðum væri það ógerlegt rekstrarlega.“ Haukur sagði að flugbrautin á Sauðárkróki væri 2014 metra löng og eru 500 metrar af henni malbikaðir. í sumar er varið einni milljón króna til fram- kvæmda við brautina og sagði Haukur að sú upphæð myndi nægja til þess að malbika 400 metra til viðbótar. Hann sagði að ekki þyrfti að taka það malbik upp sem fyrir er ef hitalagnirnar yrðu settar niður. „Vélin lendir 300 metra inn á brautina svo það yrðu aðeins um 200 metrar sem þyrfti að moka.“ Þegar við spurðum Hauk að því hvort hann hefði trú á því að framkvæmdir myndu hefjast við að leggja hitaleiðslur undir braut- ina í sumar sagði hann: „Pening- arnir ráða öllu en tæknilega er ekkert til fyrirstöðu.“ „Þetta er rekið mjög vel og myndarlega á sumum stöðum í Reykjavík,“ sagði Steindór. „Mér finnst mjög mikið atriði að þeir sem fá leyfi til að reka svona staði sæti eftirliti, það sé reynt að hafa snyrtilegt á þessum stöðum og það sé ekki einungis verið að hugsa um að plokka sem mest af peningum af krökkunum á sem skemmstum tíma. Þessi leiktæki verða sett inn í félagsmiðstöðvar í Reykjavík í haust og trúlega verða svona tæki sett upp í neðri hæð Dynheima í haust. Það sem mér finnst alvarlegast varðandi þessi mál er hvað smá- þjófnaðir hafa aukist síðan þessi leiktæki ruddu sér rúms og það má rekja það beint til þess að krakkarnir eru að komast yfir peninga til að geta spilað í þess- um tækjum. Þetta er algjört pen- ingaplokk og það vill svo vel til að ég þekki inn á þessi mál. Flugdagsnefnd rekur tvö svona leiktæki inn á flugvelli og þau gefa gífurlega af sér. Það kostar 5 krónur að spila í þeim og það er talið að hvert leiktæki geti gefið af sér um 10 þúsund krónur á mánuði. Ég hef rætt þetta mál í Æsku- lýðsráði. Mín skoðun er sú að við þessari þróun verði ekki spornað, það þarf einungis að hafa þetta undir ströngu eftirliti, þannig að þeir sem reka þetta hafi ekki það markmið eitt að græða sem mest á þessu án þess að kosta nokkru til.“ Brjóst 90, mitti 45, mjaðmir 91... nei, ekki eru það nú alveg þessi mál sem tekin eru af þeim kynbótahrossum sem líklegt er talið að eigi erindi á Fjórðungsmót hestamanna á Melgerðismelum um næstu mánaðamót. Hins vegar er tilgangurinn sá sami og í fegurðarsamkeppnum kvenna, nema hvað hér er það graðhestur sem Jón Steingrímsson er að mæla. Hann var á ferðinni á Melgerðismelum um helgina að skoða eyfirsk hross ásamt Þorkeli Bjarnasyni, hrossaræktarráðunaut. Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga: Afkoman varð nokkru betri en árið á undan Aðalfundur Kaupfélags Skag- firðinga var haldinn á Sauðár- króki 31. maí. Fundinn sóttu um 80 fulltrúar úr öllum deildum félagsins. Heildarvelta Kaupfélags Skag- firðinga var á síðasta ári 418 milljónir og er það 63% aukning frá árinu á undan. Heildarsala í 15 söludeildum félagsins varð alls 149 milljónir króna, sala á bensíni, olíu og búvélum nam 75.1 milljón og sala á innlendum afurðum ásamt niðurgreiðslum var 157.1 milljón. Heildarsala á innlendum og erlendum vörum og þjónustu var því 381.2 milljón- ir og hafði hækkað á milli ára um 66%. Afkoma félagsins var nokkuð betri en árið á undan, þegar reiknuð hafði verið verðbreytinga- færsla að upphæð 1.593 þúsund og bókaðar fyrningar kr. 3.830 milljónir og eignaskattur 774 þúsund færður til gjalddaga sýndi uppgjör hagnað 762 þúsund. Hjá félaginu voru 265 fastráðn- ir starfsmenn um síðustu áramót og voru útgefnir launamiðar 1865. Heildar launagreiðslur fé- lagsins námu 57.7 milljónum. Heildar fjárfestingar voru á sl. ári 18.5 milljónir og þar af fjárfest í fasteignum fyrir 14 milljónir. Heildarskuldir viðskiptamanna félagsins námu í árslok 26.4 milljónum en voru í ársbyrjun 17.5 milljónir og höfðu því hækkað um 51%. Innistæður á viðskiptareikningum höfðu hækkað úr 14.7 milljónum í árslok 1982 í 24 milljónir um sl. áramót eða um 63%. Félagsmenn í Kaupfélagi Skagfirðinga voru í árslok 1456 og hafði fækkað um 4 á árinu. Á framfæri félagsmanna að þeim sjálfum meðtöldum er talið að séu 3349 en íbúar í Skagafirði voru 1. desember 1982 4561. Kvöldferðir til Grímseyjar - aðallega hugsað fyrir ferðamenn Flugfélag Norðurlands hefur ákveðið að fljúga þrjár auka- ferðir til Grímseyjar í viku hverri í sumar og eru þessar ferðir þegar hafnar. hugsaðar fyrir ferðamenn, bæði innlenda og erlenda. Má segja að hér sé um „miðnætursólarferðir“ að ræða því farið er á kvöldin og haldið til baka eftir stutta viðdvöl í eyjunni. Ferðir þessar eru viðbótarferð- ir við þær áætlunarferðir sem fyrir eru og eru fyrst og fremst Ferðirnar verða farnar á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum. # í hundaleik Við tökum þennan traustataki úr félagsblaði kennara. Hann er af læriföður 6 ára barna á Suðurnesjum sem skammaði strák einn mlkið fyrir að koma hundrennandi inn úr frímínútum. „Við vorum í hundaleik,“ sagði strákur og lét sér hvergi bregða. „Ekki þurftir þú að verða svona blautur fyrlr það,“ andmælti kennarinn. „Jú, ég var nefni- lega staurinn,“ svaraði stráksi. • Ekkiútibú Á dögunum var sagt frá húsakaupum Iðnaðarbank- ans við Hrísalund. Fylgdi sögunni að bankinn ætlaði að hafa þar afgreiðslu. Það er ekki rétt. Húsnæðið við Hrísalund verður eingöngu notað til að geyma plögg bankans sem nú eru farin að þrengja að starfsemi bank- ans við Geislagötu. Af- greiðslan við Geislagötu verður síðan stækkuð og þjónustan aukin þegar geymsluhúsnæðiö við Hrísa- lund verður tilbúið. # Og enn um banka Nú hafa allar helstu banka- stofnanir landsins, að Út- vegsbankanum, Verslunar- bankanum og Sparisjóði vélstjóra undanskyldum, sameinast um „Vísa“-korta þjónustu (líkingu við þá sem Landsbankinn hefur veitt. Stofnað hefur verið fyrirtæk- ið „Visa-ísland“, sem Einar S. Elnarsson, fyrrum forseti Skáksambandsins, mun veita forstöðu. „Visa-kort“ þessi eru eingöngu til notkunar á erlendri grund. # Debet-kort Sömu bankastofnanir munu hafa í huga að hefja þjónustu í hkingu við „Eurocard“-kort- in hjá Útvegsbankanum með haustlnu. Mun þá verða um einskonar „Debet-kort“ að ræða sem verða notuð eitt- hvað í líkingu við ábyrgðar- tékka Útvegsbankans, en ná lengra. # Á sömu bókina Margfr fóru vonsviknlr úr „menningarhöll“ Akureyr- inga eftir að hafa hlustað á óperuna Tosca í flutningi mætra (slenskra listamanna. Ekki voru það þó listamenn- irnir sem ollu vonbrlgðunum, heldur húslð, sem byggt var sem mennlngarhöll en gagn- ar ekki sem sl(kt enn sem komið er. Allavega er hún ekki fyrlr tónlelka þv( hljómur í húsinu er ekkf til. Sömu sögu mun vera að segja um myndlistarsallnn sem átti að vera í húsinu. „Að ganga um hann er eins og að ganga um kvlðslitna belju“, sagðl ónefndur myndlistarmaður ( samtali við blaðið. Áttl hann þar við loftræstlstokka sem hengdir hafa verið neðan f loftlð ( salnum þannig að hann er ekki nema rétt mann- gengur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.