Dagur - 10.06.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 10.06.1983, Blaðsíða 3
Að gera öllum til hæfis er að öilum líkindum það erfiöasta sern nokkurt blað stendur frammi fyrir. Og iíklega er það einfaldiega ekki hægt. Hvað á að skrifa? Dálkur eins og þessi - hvað á hann að inni- halda? Menn eru mikið gagn- rýndir fyrir ómálefnalega um- fjöllun á flestum sviðum, hvort sem er í ræöu eða riti - þó skammist þeir frekar til þess við ritvélina. í umræðum hættir þeim endajaust til að missa sjálfa sig út í samhengis- lausa og vitlausa langioku um eitthvað sem kernur málinu minna en ekkert við. Stjórn- málamenn eru náttúrlega al- ræmdir fyrir þetta og jafnvel við blaðamenn erum ekki al- veg saklausir af þessum glæp, verður að viðurkenna þótt óljúft sé. Um það má ef til vill deila hvort hægt sé að ætlast til þess aö menn séu málefnalcgir upp á hverja einustu stund dagsins. Pað er við því að búast að mál- efnin gleymist öðru hvoru - sérstaklega þegar við fáunt voriö svona snögglega í haus- inn eins og raun bar vitni nú á undanförnum dögum. Málefn- in detta upp fyrir í vorgalsa mannfólksins sem fer jafnvel að haga sér eins og kýr að vori. Og því hefur verið haldið fram að ástin blómstri fallega um leið og grasið grænkar. (Skyldu barnsfæðingar vera tíðari í febrúar en öðrum mán- uðum? Hvar er nú málefnaleg tölfræði?) Það skyldi þó aldrei vera? Ekki að vita hvað við kynnum að sjá ef við lítum sem snöggvast upp úr peninga- veskinu eitt augnablik. Ef til vill blómstrar lífið hinum meg- in við bflakösina (málefnaleg umfjöllun mín verður ekki dregin í efa). Hafi eitthvað vcriö að þessu vori, er það helst að ljóðrænuna hafi vant- að - málefnin drekktu henni, stjórn eða ekki stjórn og það- an af leiðinlegri vangaveltur. Ég held að flestir geti verið mér sammáia unt að tíðin hef- ur verið lítt skáldleg. (Það minnir á söguna um blaða- manninn sem sendur var út af örkinni að taka viðtal við Hall- dór Laxness. Snápur hugðist taka Halldór með trompi og spurði fyrst: Hvernig líst svo skáldinu á vorið? Halldór reyndist heldur jarðbundnari og svaraði að bragði hvort blaðantaðurinn hefði farið húsavillt og ætlað á veðurstof- una). En þótt skáldskapurinn hafi farið fyrir ofan garö og neðan á þessu vori og grösin fengið að grænka í l'riði íyrir skáldum, er eins víst að haust- ið verði Ijóðrænt, það er aldrei að vita. Þangað til getum við glaðst yfir gengisfellingum, minnkandi kaupmætti launa, uppsögn samninga og verkföll- um; við getum undið peninga- veskið örlítið betur. Það er svo skáldlegt. Kristján G. Arngrímsson, blaðamaður. Föstudagur 10. júní Opið frá kl. 20.00-03.00. Veisluréttir framreiddir til kl. 22.00. Edward og Grímur leika Ijúfa dinnertónlist. Hljómsveitin Upplyfting mætir á svæðið, eldhress. Laugardagur 11. júní Opið frá kl. 20.00-03.00. Edward og Grímur leika dinnermúsik til kl. 22.00. Opið fyrir mat til kl. 22.00. Ingimar Eydal og félagar sjá um fjörið ásamt diskóteki. Sunnudagur 12. júní Diskó frá kl. 21.00-01.00. Gömlu og nýju dansarnir. Akureyri. simi 22770-22970 Borðapantanir fyrir matargesti i síma 22970. , , Kraftaverk4 6 Dagsönn ferðasaga akureyrskra kraftlyftingamanna Lyftingamenn frá Akureyri brutu blað í íslenskri lyftingasögu er þeir lögðu betri fótinn undir sig og héldu vel heppnaða sýning- arkeppni í kraftlyftingum á Seyð- isfirði. Þetta var gjört til kynning- ar á íþróttinni. Hún er reyndar ekki alveg óþekkt fyrirbæri í hug- um fólks á Austurlandi, því sá frægi kappi Skúli Óskarsson, er fæddur á Austfjörðum. í ferðinni voru eftirtaldir lyft- ingamenn: Freyr Aðalsteinsson, Flosi Jónsson, Jóhannes Hjálm- arsson, Kári Elíson og Garðar Gíslason, sem fór með sem dóm- ari og aðstoðarmaður. Hans sér- grein er að lyfta lóðum upp fyrir haus, en slíkum kúnstum átti að sleppa í þessari ferð. Á Seyðis- firði slóst svo í hópinn Víkingur Traustason, Heimskautabangsi, nú oftast kallaður Afdalabangsi, síðan hann tók sér búsetu á Seyð- isfirði. Hér á eftir fer lauslegt ágrip af ferðasögunni og sýning- arkeppninni. Laugardaginn 4. júní, í sól- skinsblíðu klukkan 9.30 árdegis, var lagt af stað með flugvél hins ágæta Flugfélags Norðurlands. Um síðir tókst vélinni að hefja sig á loft. Sumpart var það undursamlegt kraftaverk því far- angur okkar lyftingamanna sam- anstóð af hátt í 300 kílóa útbún- aði í lóðum, stöng og ýmsu fleiru. Nutu menn flugsins með misjöfn- um hætti eins og gengur. Sumir störðu sig sadda af stórfenglegri náttúrufegurð landsins en aðrir fengu sér ýmist fegrunarblund eða lásu í tímariti um barngóðar Grýlur. Lent var á Egilsstöðum um klukkan 10.15 að áætluðum tíma. Óskar Sigurpálsson, sá kunni lyftingamaður og yfirsakarvald á Seyðisfirði, hafði ætlað að taka á móti okkur en komst ekki sökum embættiserinda. í hans stað mætti einn kunningja hans og var sá með yfirráð yfir afar vígaleg- um langferðabíl. Yfirmáta vel fór um okkur í bíldreka þessum á leiðinni til Seyðisfjarðar. Hann sveif hljóðlaust áfram, eins og háþróuð Nilfisk ryksuga, með ótrúlegu öryggi yfir fjöll og firn- indi. Um klukkan 11.30 komum við til Seyðisfjarðar. Við héldum sem leið lá beint til Samkomuhússins en þar átti sýn- ingarkeppnin að fara fram. Þar hittum við síðan Óskar Sigurpáls- son. Hann átti, ásamt Flosa Jóns- syni, allan heiður af undirbúningi fyrir þessa heimsókn. Eftir að menn höfðu heilsast var gengið inn í Samkomuhúsið. Þetta reyndist vera hinn myndarlegasti hjallur og örugglega ekki mikið eídri en 100 ára! Komum við nú útbúnaði okkar fyrir. Héldum við síðan til næsta matsölustaðar, sem raunar var sá eini í bænum. Svo skemmtilega vildi til að hann var einnig í Samkomuhúsinu. Ekki gátum við þó fengið mat þar strax þótt á matmálstíma væri. Það hafði nefnilega ekki verið gert ráð fyrir svona mörg- um óvæntum gestum! Fiskboll- urnar fengum við síðan nýþíddar um hálftíma síðar og brögðuðust þær ágætlega. Klukkan 13.30 hófst keppnin með setningarathöfn sem Öskar sá um með því að kynna kepp- endur fyrir áhorfendum. Hann var einnig dómari ásamt Garðari, sem var yfirdómari. Flosi og Freyr skiptust síðan á um að dæma. Viðstöðu- og stangar- menn voru tveir ungir og þrek- legir piltar frá Seyðisfirði sem eru að byrja í kraftlyftingum undir handíeiðslu Óskars. Hann starf- rækir nú æfingastöð sem er til húsa í Lögreglustöðunni. Hefur það heyrst á skotspónum að fang- ar á Seyðisfirði þurfi ekki að vinna venjulega hegningarvinnu með haka og skóflu, heldur þurfa þeir aðeins að púla með alls kyns lyftingatækjum. Ekki er þessi saga þó seld dýrari en hún var keypt. Á ýmsu gekk í keppninni, sem von var, því lyftingastöngin var þýsk en lóðin hins vegar blanda af finnskum og bandarískum lóðum. Það mátti því segja að þarna hefðu þrjár stórþjóðir att kappi við íslenskt norðurhjara afl. Metin hlutu því að falla hvert á fætur öðru, sem og þau gerðu. Alls voru sett 13 ný Ákureyrar- met og eitt íslandsmet. íslandsmetið setti Kári Elíson f bekkpressu, 162,5 kg í 75 kg flokki. Einnig setti hann 5 Akur- eyrarmet. Óvenjulegt atvik átti sér einmitt stað þegar Kári lauk við eina réttstöðulyftu sína með því að slaka stönginni niður, þá brotnaði hluti gólfsins á hinni glæsilegu senu. Þetta varð til þess að hinir frísku áhorfendur klöpp- uðu meira en efni stóðu til! Ósk- ar setti síðar upp ekta sakarvalds- svip og sagði við Kára að þetta væri allt í lagi - hann fengi bara reikninginn seinna. Aðrir keppendur voru líka í hörkuformi. Freyr bætti Akur- eyrarmetin í hnébeygju og sam- anlögðu í 82,5 kg flokki og Flosi setti 5 Akureyrarmet í 90 kg flokki og margbætti metin sum hver. Jóhannes lyfti einnig meira en hann hefur gert að undan- förnu þótt ekki tækist honum að setja met. Víkingur Afdalabangsi stóð sig vonum framar þar sem hann hefur aðeins trimmað undanfarna mánuði og 300 kílóa lyftur hans í hnébeygju og rétt- stöðulyftu voru sannarlega eitt- hvað fyrir áhorfendur. - Það voru þyngdir sem fólk hafði skilning á að væru hrikalegar. Annars fara úrslit keppninnar hér á eftir: Að vera kynnir á svona móti er afar vandasamt starf þegar það þarf jafnhliða keppninni að upp- lýsa fólk um keppnisgreinarnar og þær flóknu reglur sem farið er eftir. Óskar leysti það af hendi með stakri prýði, eins og hans var von og vísa. Skömmu eftir síð- ustu lyftu Víkings sleit Óskar síð- an þessu vel heppnaða móti með ræðustúf og þakkaði áhorfendum fyrir komuna. Verðlaunaafhend- ing fór síðan fram í umsjón Garðars, yfirdómara. Um kvöld- ið sátum við veglegt kvöldverðar- boð Öskars en heima hjá honum gistu allir nema Jóhannes og að sjálfsögðu Víkingur, sem býr ein- hvers staðar í voldugri verbúð í bænum. Síðari hluta þessa laug- ardagskvölds skruppu menn til Egilsstaða á smá sveitaball og dönsuðu nokkra létta dansa í faðmi austfirskra kvenskörunga. Daginn eftir vöknuðum við hressir og löbbuðum okkur í skoðunarferð vítt og breitt um bæinn í sannkölluðu indælis- veðri. Ætlunin hafði verið að fljúga heim klukkan 16.00 en af því gat ekki orðið þar sem flug- vélin sem átti að sækja okkur bil- aði eitthvað skömmu eftir flugtak og varð að snúa við. Önnur vél var hins vegar send fljótlega á vettvang og flugum við heimleið- is um klukkan 18.00. A Akureyr- arflugvelli lentum við 50 mínút- um síðar. Þar með lauk þessari minnis- stæðu lyftingaferð til Seyðisfjarð- ar sem heppnaðist vel í alla staði og stuðlar vonandi að auknum samskiptum við Seyðisfjörð á lyftingasviðinu í framtíðinni. K-E, Hnéb. Bekkpr.Rstl. Saml. 75 kg. fl. kg. kg- kg- Kári Elísson, KA 237,5 162,5 250 650 Akm. íslm. Akm. Akm. 82,5 kg. fl Freyr Aðalsteinsson, Þór 230 135 250 615 Akm. Akm. 90 kg.fl. Flosi Jónsson, KA 240 145 245 630 Akm. Akm. Akm. 100 kg.fl. Jóhannes Hjálmarsson, Þór 210 115 250 575 125 kg.fl. VíkingurTraustason, Þór 300 162,5 300 762,5 10. júní 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.