Dagur - 10.06.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 10.06.1983, Blaðsíða 8
3ja herb. íbúð í Lundahverfi til leigu frá og með 15. júní. Uppl. í síma 91-79785. 3ja herb. íbúð óskast til leigu, helst ekki dýrari en 4.000-4.500 kr. á mánuði. Uppl. í síma 22756. Einbýlishús til sölu á Ólafsfirði. Uppl. í síma 62259 eftir kl. 7 á kvöldin. Unga konu vantar 1—2ja herb. íbúð til leigu nú þegar. Er á göt- unni. Öruggar greiðslur. Get að- stoðað við húshjálp. Uppl. í síma 25707. Rúmgóð 4ra herb. íbúð til leigu í Glerárhverfi. Uppl. í síma 23790. 2-3 herbergi til leigu í Ásvegi 23. Not af eldhúsi koma til greina. Uppl. í síma 23352. Ég er bráðum orðinn 16 ára röskur strákur og óska eftir að komast á gott sveitaheimili sem allra fyrst. Uppl. í síma 96- 22149. Lítið notað Raleigh telpnahjól til sölu. Uppl. í síma 23892. Hjónarúm til sölu. Uppl. í síma 21419. Timbur. Til sölu 1 x 4 - 1 x 6 o.fl. Selst ódýrt. Uppl. í síma 23640. Rúmlega ársgamalt Beltek bílsegulband til sölu. Tækifær- isverð. Uppl. í síma 25183 á kvöldin. Tveir hestar til sölu; skjóttur stólpagripur, 8 vetra með allan gang, góður gangnahestur og 5 vetra rauður frá Kolkuósi, töltari, alþægur, góður fyrir byrjendur. Uppl. í síma 25970. Hlutavelta og kaffisala (hlaðborð) verður í Freyvangi sunnudaginn 12. júní kl. 3 e.h. Slysavarnardeildin Keðjan. Geðverndarfélag Akureyrar heldurfund að Þingvallastræti 14 mánudagskvöldið 13. júní kl. 20.30. Rætt verður um T-deild- ina og breytingar á starfsemi hennar. Stjórnin. Bifreidir Mazda 818 station árg. '74 til sölu, í góðu lagi. Greiðslukjör. Uppl. í síma 21736. A 2218 Wagoneer árg. '79 til sölu með öllum útbúnaði. Uppl. veitir Kristján í síma 22831 og 24134. Til sölu Datsun Diesel 220 C árg. 1976, einkabíll, sérstaklega vel með farinn. Einstakt tækifæri til að eignast sterkan, sparneyt- inn og góðan bíl. Bílasalan Stórholt, sími 96-23300. Willys jeppi til sölu, 8 cyl., vökvastýri, nýtt lakk, gott verð. Skipti á mótorhjóli koma til greina. Uppl. í síma 21313 eftir kl. 20.00. Bændur athugið! Höfum á söluskrá: Ursus 65 hö. 79, til sýnis á staðnum. Ursus 40 hö. ’80. Ferguson TF20. Farmal Cub. Howard jarðtætara 7”. Gnýblásara öxuldrifinn. Sturtuvagn úr vörubíl og margt fleira. Vantar landbúnaðartæki á söluskrá. Dragi sf Akureyri, sími 96-22466. UR EINUIANNAÐ Rétt nýverið samþykktu borg- aryfirvöld í Reykjavík að skella enn einni hurðinni í andlit ung- linganna og áttu þeir þó ekki innangengt um of margar dyr fyrir. Nú skulu sem sagt tölvu- spilakassarnir vinsælu aðeins vera á stöðum sem bjóða upp á veitingar jafnframt og aldurs- takmark fyrir inngöngu þangað vera 14 ár. Ég vil biðja yfirvöld Akureyr- arbæjar að athuga að það er hreinn óþarfi að apa eftir þeim fyrir sunnan, hvort sem er í þessu eða öðru. Það sem gengur þar þarf ekki endilega að hæfa Akureyringum og öfugt. Nú, Snjólaug Bragadóttir gömlu. Voru þau ekki fjár- plógsstarfsemi á sínum tíma? Setur annars nokkur heilvita maður upp fyrirtæki til þjónustu við almenning í því skyni að tapa á því og borga brúsann úr eigin vasa? Skyldu þau heldur ekkert kosta tölvuspilin og sjónvarps- leiktækin sem fuliorðna fólkið kaupir sér til dundurs? Munur- inn er sá að fyrir aðgang að þeim er greitt í eitt skipti fyrír öll og upphæðin getur numið því sem unglingur eyðir í spila- kassa á tveimur árum. Margt fólk er á móti spila- leyft sér allt sem hugurinn girnist. f spilakassana fara áreiðan- lega ekki meiri peningar frá unglingum en færu hvort sem er, enginn vissi hvert. Ekki væri úr vegi að leyfa hvaða sjoppu sem er að hafa kassa inni, ef einhver hluti ágóðans rynni til ákveðinnar góðgerðarstarfsemi og væri kassinn þá merktur þeim tilgangi. Þegar starfsemin öllum frjálsa! þegar spilakassarnir eru raun- verulega að verða della, er um að gera að lofa sem flestum að stofna spilakassasali. Þar sem fyrirfram er séð að of margir slíkir geta ekki borið sig á líka að lofa þeim sem verða undir í samkeppninni að fara á hausinn með pompi og pragt. Eins verður að gæta og byrja á því strax: Að einhvern veginn sé hægt að fylgjast með tekjum af slíkum kössum og skattleggja þær því þær eru alldrjúgar. Grun hef ég um að í því efni hafi eitthvað þótt á skorta í Reykjavík. Þegar ég kynntist svona spila- kössum fyrst, í Bandaríkjunum fyrir rúmum tíu árum, var þetta laust í reipunum en hlýtur að hafa lagast síðan. Kassarnir voru útslettóttir í gosdrykkjum og tómatsósu, (sem höfð er með öllu ætilegu þar westra), maður óð pappaglös og sælgæltisum- búðir í miðja leggi og var að kafna í tóbaksreyk. Að mínu viti ætti átið og leikurinn að vera aðskilið og vandalaust ætti að vera að kenna unglingum á Akureyri að nota ruslafötur á svona stað, þó þau hafi ekki lært það heima hjá sér. Margir fordæma spilakassana á þeim forsendum að þeir séu til þess eins að hafa fé út úr óhörðnuðum unglingum. Man nokkur juke-boxin góðu, kössunum af því að það sé ekk- ert „gagn“ í því fyrir unglingana að hanga við þá. En hvers vegna eru það alltaf bara ung- lingar sem endilega eiga að gera eitthvað gagnlegt? Ekki er nú mikið gagn í sumu því sem full- orðna fólkið stundar sér til af- þreyingar. Er mikið gagn í því að ráfa um danshúsin helgi eftir helgi, norpa á árbakka með stöng, hálfdrepa sig úr vosbúð með æði um fjöll og firnindi til að myrða saklausar rjúpur eða tæta upp fósturjörðina utan vega með breiðum dekkjum og sterkum vélum? Allt þetta „sport“ vildu eflaust ungling- arnir stunda, en vantar bæði peningana og leyfin. Það veitir útrás fyrir atorku og vissa árásarhvöt að spreyta sig á spilakössunum og keppa við sjáifan sig eða náungann. Við það er einbeiting mjög svo nauðsynleg og hún er kostur sem mörgum fullorðnum hefði ekki veitt af að læra á unglings- aldri. Meðan maður spilar er nefnilega ekki hægt að hugsa um neitt annað, hvað þá gera neitt annað. Unglingunum er sama um það, hjá þeim er nefnilega takmark í sjálfu sér að eyða sem mestum tíma þegar fátt er hægt að gera hvort sem er, vegna boða og banna frá hinum fullorðnu sem sjálfir geta yrði svo komin á veg gæti ég trúað að líknarfélögin yrðu ekki léngi að safna í svo sem eitt sneiðmyndatæki handa sjúkra- húsinu. Þegar þessi leið er farin er tækið meira að segja tollfrjálst. Nei, góðir hálsar, það eru margar hliðar á þessu máli sem öðrum og betra að athuga þær allar áður en farið er að skella hurðum, setja bönn og fuliyrða að hvítt sé svart. Vel að merka, það hefur eng- inn gefið út lög, boð, bann, reglugerð eða ákvæði sem segir að spilakassarnir í sjoppunum eða sölunum séu bara fyrir ung- linga. Hverjum sem er er frjálst að ganga inn og reyna skerp- una. í öðrum löndum hef ég séð fólk á öllum aldri og af báðum kynjum við þessa iðju og allir skemmtu sér konunglega saman. Ef ég þekki landann rétt, segir einhver núna í vand- lætingartón, að það hafi bara verið atvinnuleysingjar og bjór- þambarar sem ekki nenni að gera ærlegt handtak. Gæti vel verið, en mikið lifandis skelfing gat þetta fólk nú verið alúðlegt og blátt áfram. Það þarf að minnsta kosti ekki að loka sig inni og draga fyrir, til að ná- granninn sjái ekki að það er að leika sér. PLONTUSALA Sel f jölærar plöntur og sumarblóm. Opið alla daga frá kl. 13.00-22.00. I símí96-63140. 8 - DAGUR -10. júní 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.