Dagur - 10.06.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 10.06.1983, Blaðsíða 12
8«® Akureyri, föstudagur 10. júní 1983 menn og knattspyrnu-— áhugamenn: Er ekki tilvalið, eftir leikina í sumar, að bjóða konunni, eða kærustunni, út að borða. Bautinn er opinn til kl. 23.30 og sé pantað má koma og snæða í Smiðju, alveg til kl. 22.30. Hitamál á Oalvík: Ákveðið hefur verið að boða til borgarafundar á Dalvík þann 27. júní og verður um- ræðuefni fundarins það hvar staðsetja eigi sundlaug sem fyrirhugað er að byggja. æðstu bæjaryfirvöld sem nú hafa ákveðið að efna til fundarins sem fyrr segir. Hvað ungur nemur, gamall temur. Eggjaþjófar láta til sín taka: Fálkaegg hurfu úr mörgum hreiðrum - „Verid að útrýma sjaldgæfustu fuglategund þessa Iands,6t segir yfirlögregluþjónninn á Húsavík - Vitað er með vissu að fálka- egg hafa horfið úr nokkrum hreiðrum í Þingeyjarsýslum í vor. Frá því var skýrt í einu dagblaðanna fyrr í vikunni að egg hefðu horfið úr einu hreiðri en maður sem kannað hefur fálkabyggðir í Þingeyj- arsýslum á vegum Náttúru- fræðistofnunar hefur vissu fyrir þessu. Veðrið ö tv b Helgin ætlar ekki að verða neitt sérstök. Það hlýnar að vísu sennipartinn í dag og helst sæmilegt fram eftir degi á morgun en snýst þá aftur í norð, norðaustan átt og kólnar. Maður þessi, sem hefur fylgst með fálkahreiðrum undanfarin þrjú ár, hefur fundið spor við óvenju mörg fálkahreiður í vor. Nokkur hreiðranna voru tóm en vissa er fyrir því að verpt hafði verið í þau í vor. Lögreglan á Húsavík segir að óvenju mikið hafi verið um það í vor að bændur hefðu haft sam- band við lögregluna vegna mannaferða í varplöndum. Taldi lögreglan að skýringin væri sú að vegna óvenju mikilla snjóa í vor hefðu menn þurft að ganga langa leið til að komast að varpstöðum og því hefðu bændur meira orðið varir við mannaferðir en oft áður. Þröstur Brynjólfsson, yfir- lögregluþjónn á Húsavík, sagði að það væri hreint ótrúlegt hversu mikið sumir erlendir ferðamenn vissu um varpstöðvar fálkans. „Eg sé ekki betur en þessir menn séu hægt og rólega að út- rýma sjaldgæfustu fuglategund- um þessa lands,“ sagði Þröstur. „Eftirlit með þeim er langt frá því að vera nógu gott.“ - Ævar Petersen, hjá Náttúru- fræðistofnun, sagði að nú færi það í vöxt að menn rændu eggjum þar sem vissir örðugleik- ar væru á því að flytja út lifandi unga. Eggjunum gætu þeir haldið heitum með þar til gerðum tækj- um og auðvelt væri að unga þeim út er þeir kæmu til síns heima. Nefndi hann að straum-i önd verpti hvergi í Evrópu nema hér á íslandi og straumand- aregg eru mjög eftirsótt erlendis. í því sambandi má nefna að lög- reglan á rHúsavík handtók í fyrra þrjá eggjaræningja með fleiri hundruð straumandaregg í fórum sínum. ÞB/gk - Á Dalvík er staðsetning sund- laugarinnar talsvert hitamál og skiptast menn í tvo hópa. Vill annar hópurinn að sundlaugin verði við skólann þar sem önnur íþróttamannvirki eru en hinn hópurinn vill að sundlauginni verði valinn staður ofan við kirkj- una. Á fundi bæjarráðs 24. maí lá fyrir bréf frá 42 bæjarbúum þar sem óskað var eftir borgarafundi um málið og var því erindi vfsað til sundlauganefndar til ákvörð- unartöku. Sundlaugarnefndin tók málið fyrir 29. maí og segir m.a. í fundargerð hennar: „Sundlaugarnefndin lýsir undrun sinni á afgreiðslu bæjarráðs á bréfi 42ja bæjarbúa. Eins og bréfið er stílað hlýtur það að vera bæjarráðs að taka ákvörðun um það hvort halda skuli fund þennan . . . Nefndin tók því ekki afstöðu til málsins en það fór aftur fyrir Frá Dalvík. SendJherra Bretatíl Akureyrar Richard Thomas, nýskipaður sendiherra Breta á Islandi er væntanlegur í heimsókn til Ak- ureyrar nú í vikulokin. Thomas er fæddur í London og menntaður í Oxford háskóla. Hann gegndi herþjónustu á árun- um 1956-1961 og gekk þá í þjón- ustu hins opinbera. Frá 1963 hef- ur hann starfað í utanríkisþjón- ustunni og sem starfsmaður hennar búið víða í heiminum, m.a. á stöðum eins og Róm, Accra, París, Brussel og Nýju Delhí. Á árunum 1966-1969 var hann í sendinefnd Breta hjá Nato en frá 1979 gegndi hann starfi aðalráðgjafa við breska sendi- ráðið í Prag, þar til hann tók við sendiherraembættinu á íslandi. Richard Thomas er kvæntur ástralskri konu Katherine og eiga þau þrjú börn. Á meðan á Akureyrardvöl sendiherrans stendur mun hann skoða bæinn og nágrenni og heimsækja fyrirtæki og ræða við framámenn staðarins. leik- föngin eru í flokki Hvar á sund- laugin að vera?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.