Dagur - 13.06.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 13.06.1983, Blaðsíða 1
STUDENTA- SKEIÐAR OG STÚDENTA- HÚFUR GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 66. árgangur Akureyrí, mánudagur 13. júní 1983 64. tölublað Ný fjárriðutilfelli í Villingadal í Saurbæjarhreppi: Niðurskurður hugsanlegur „Yæntanlega verður ákvörðun um niðurskurð tekín í haust. Ef fá eða engin ný tilfelli hafa þá komið fram verður ákvarð- anatöku væntanlega frestað í eitt ár. Komi hins vegar fram mörg ný tilfelli er ekki um ann- að en niðurskurð að ræða". Þetta sagði Ólafur Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar, aðspurður um riðuveiki sem skotið hefur upp kollinum á bæjum í Saurbæjar- hreppi, nú síðast í Villingadal. Er það í fyrsta skiptið sem riða finnst í fé í Villingadal, en fyrr á árum var riða á nokkrum bæjum í Saurbæjarhreppi og í fyrra komu fram riðutilfelli á Möðru- völlum og Eyvindarstöðum í Sölvadal. Þá tóku ábúendur á Eyvindarstöðum þá ákvörðun að skera allt fé sitt niður. Riðuveiki hefur sannast í þrem kindum í Villingadal; fyrst sl. haust og síðan í tveim kindum í vor. Riðuveiki er erfið viðureign- ar, þar sem kindur geta verið lengi sýktar, jafnvel í 3-4 ár, án þess að sýna sjúkdómseinkenni. Á sama tíma getur hún verið smitberi og það er engan veginn víst að hún sýni nokkurn tíma sjúkdómseinkenni, þar sem ævi kinda er stutt, þannig að hún hef- ur hugsanlega verið felld áður en hún veikist! Riðutilfellin í Saur- bæjarhreppi eru þau fyrstu sem finnast innan Akureyrar í 20 ár. Sjá nánar á bls. 8. „Erfiðasta vor sem ég man eftir" - segir Hermann Aðalsteinsson, á Hóli á Tjörnesi „Yið criun vanir því hér á nesinu að um okkur blási en þetta þótti okkur fullmikið á þessum árstíma, því þetta var með verri hretum sem gerir," sagði Hermann Aðal- steinssori, bóntli á Hóli á Tjörnesi, í samtali við Dag í morgun. „Hér eru öll tún forarblaut og víða skaflar á túnum ennþá, þannig að girðingar standa ekki einu sinni upp úr. í hretinu grán- aði þannig að hýsa þurfti hverja einustu kind. Raunar var fé á mörgum bæjum ekki komið út vegna þess að hér var víða allt á floti þar sem á annað borð var orðið autt. Það má segja að það hafi verið lán í óláni því fyrir vik- ið var fljótlegt að hýsa og mér er ekki kunnugt um að bændur hér um slóðir hafi misst fé í hretinu. „Ég er búinn að búa í 29 ár hér á Hóli og þetta er það erfiðasta vor sem ég man eftir, sem kemur eftir langan og leiðinlegan vetur. Vissulega hefur gert hér slæm vorhret áður en þá oftast á auða jörð. Núna er hér snjór fyrir og mikill snjór þegar kemur hér rétt upp fyrir veg, þannig að það er langt í að við sleppum fé á afrétt. Raunar gerum við okkur ánægða með aðstæður til að koma því út úr húsi til að byrja með," sagði Hermann Aðalsteinsson. Rauða húsið var rifíö upp með rótum á laugardaginn og flutt á leiðis til framtíðarheimkynna að Botni í Eyjafirði þar sem Foreldrafélag barna með sérþarfir og Styrktarfélag vangefinna á Norðurlandi ætla að reisa sumarbúðir. Akureyrarbær gaf félögunum húsið gegn því að fjar- lægja það. Rauða húsið sat sem fastast á grunni sínum en varð að láta sig þegar kranarnir voru orðnir þrir. Ljósm: KGA „Omurlegt ástand - Fé króknaði í Þingeyjarsýslum í hretinu fifi „Nú segja bændur bara pass, það er ekki annað hægt þeg- ar gerir alhvíta jörð þannig að taka verður fé á hús og komið fram í miðjan jiíní," sagði Stefán Skaftason, ráðunautur í Straumnesi í Aðaldal, í samtali við Dag í gærkvöldi. í Aðaldal var jörð alhvít á sunnudagsmorguninn og snjóaði þar fram yfir hádegi í gær. Taka þurfti fé á hús, en dæmi eru þess að fé hafi orðið úti í Þingeyjar- sýslum í hretinu, að sögn Stefáns enda þolir það fé sem rúið var í vetur illa vosbúðina. „Hér var alhvít jörð fram yfir kaffi, en það er aðeins byrjað að éta úr núna. Þetta er ömurlegt ástand og það er enn ömurlegra hér austan við mig. Þetta vor á sér tæplega hliðstæður, því þó oft hafi verið kalt fram undir mán- aðamót júní-júlí þá er núna mun meiri snjór á afréttinum en dæmi eru um á þessum árstíma. Það verður mönnum þungt í skauti þegar fer að líða á að geta ekki komið fénu frá sér. Það er ljóst að komið verður langt fram á sumar þegar það verður því það hefur engin leysing verið til fjalla svo heitið geti enn sem komið er," sagði Stefán Skaftason. Á föstudaginn komu 400 hest- ar af heyi með Ríkisskip til Húsa- víkur. Var því dreift á bæi á Tjörnesi, Aðaldal og Reykja- hverfi. Guðmundur Bjamason ritari Framsóknar- flokksins Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, var endur- kjörinn formaður Framsókn- arflokksins á aðalfundi mið- stjórnar Framsóknarflokksins um helgina. Fékk hann 88 at- kvæði af 91 mögulegu. Halldór Ásgrímsson var endurkjörinn varáformaður með 88 atkvæðum og Guðmundur G. Þórarinsson var endurkjörinn gjaldkeri með 90 atkvæðum. Tómas Árnason gaf ekki kost á sér sem ritari flokksins áfram, en í hans stað var kosinn Guðmund- ur Bjarnason með 76 atkvæðum. Vararitari var kjörin Ragnheiður Syeinbjörnsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir var kjörin vara- gjaldkeri. Helgi Bergs, Þórarinn Þórar- insson og Eysteinn Jónsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í framkvæmdastjórn, en í þeirra stað hlutu Níels Árni Lund, Þor- steinn Ólafsson og Dagbjört Höskuldsdóttir kosningu. Er- lendur Einarsson, Tómas Árna- son, Ólafur Jóhannesson, Hákon Sigurgrímsson, Hákon Hákonar- son og Ragnheiður Sveinbjörris- dóttir voru endurkjörin í fram- kvæmdastjórn. Heimsókn í Niður- suðu K. Jónssonar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.