Dagur - 13.06.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 13.06.1983, Blaðsíða 2
Arna Ágústsdóttir: Nei. Bara svolítið forvitnar, Eru beljur heimskar? jií fjötraður við ritvélina - segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, Ijóðskáld og blaðamaður Sigmundur Ernir Rúnarsson: „Ljóð eru 90% maður sjálfur, afgangurinn utan að komandi áhrif og lærdómur.“ Mynd: Einar Ólason. - Ég býst ekki við að þú yrkir hefðbundið . . .? „Nei, ég yrki í hinum alræmda atómstíl. Mér þykir hann henta yrkisefnunum ákaflega vei. Ég yrki um frelsið í náttúrunni og þessi stíll veitir mér aftur frelsi í Ijóðforminu - þannig að útkom- an verður ákaflega léttleikandi." - Fer ekki óhjákvæmilega mikið af sjálfum þér í ljóðin? „Jú. Þegar maður er í andlegu stuði, ef svo má segja, er maður mikið inni í sjálfum sér, reynir að upplifa þær tilfinningar sem þar hrærast og koma þeim á blað. Þegar ég yrki er ég algeriega einn, tek ekki tillit til neins nema sjálfs mín. Ljóð eru 90% maður sjálfur, afgangurinn utanaðkom- andi áhrif og lærdómur. Það eru ekki nema 14 Ijóð í bókinni, sem telst vera fremur lítið. En þannig er að Valdimar Gunnarsson, menntaskóla- kennari á Akureyri, er minn maður í krítíkinni og ég sendi honum upphafiega handrit að mikilli bók, líklega upp á 200 síður. Og frá honum fékk ég það úrskurðað sem vond ljóð. Svo að ég skar niður og vandaði mig bet- ur og sendi honum síðan aftur. Og frá honum fékk ég það í haus- inn með þeim orðum að helming- urinn myndi birtingarhæfur. Þannig hefur smám saman saxast á þetta og ég er mjög ánægður með útkomuna.“ - Snúum okkur nú að verald- legri efnum, hefur hvarflað að þér að reyna að lifa á skáldskapn- um? „Það er nú svo að maður er fram til fimmtugs að þroskast í ritlistinni, en ef ég næ að lifa svo sem eins og 60 ár í viðbót, þegar maður er farinn að fá hrukkur í andlitið og farinn að verða nokk- uð viss um eigin hæfileika og bú- inn að staðsetja sig nokkurn veginn, þá kemur vei til greina að lifa af þessu um einhvern tíma. Nú sem stendur er ég starfandi blaðamaður og sit við ritvélina allan daginn og mér þykir það ákaflega gott hlutskipti. Ætli ég sé ekki endanlega fjötraður við ritvélina." - Er það satt sem sumir segja, að blaðamennska sé eins og and- leg geldingarstöð? „Það kann að vera að vissu leyti. Þegar skrifað er í atvinnu- skyni og á þessum gífurlega hraða sem er í blaðamennskunni getur maður aldrei vandað sig sem skyldi. Og kannski síast þá inn í mann annað og ógeðslegra viðhorf til stílgæða. Hraðinn á ekki við ritlistina, hún verður að fá að þróast í tíma og rúmi.“ - Ertu að fást við einhvern skáldskap núna? »Ég er mikill túramaður í heimi ritlistarinnar, yrki ef til vill ekkert í 3 mánuði, en síðan kannski 100 ljóð á einum mán- uði. Þessa dagana er ég í andlegri pásu. Ég er kominn með beina- grind að skáldsögu - sem er reyndar á mörkum þess að vera skáldsaga og samstæðar smásög- ur. Svo er maður náttúrulega allt- af að yrkja. Og fólk er yrkjandi allan daginn - bæði Skáld og önn- ur skáld - það eru bara þeir skrítnu sem festa það á blað. Ætli ég teljist ekki til þeirra.“ Moldarhaugarnir við Hjalteyrargötu. Ketill Helgason: Alveg nautheimskar. Bærinn líti í eigin barm Eyrarpúki hringdi: Ég sé að bæjaryfirvöld eru að hvetja bæjarbúa til að taka til umhverfis sig og hýbýli sín og er það í sjálfu sér ekki nema góðra gjalda vert. Hins vegar vil ég að bærinn líti í eigin barm. Vestan við Hjalteyrargötu er opið svæði, sem ekið hefur verið mold í af og til síðan í fyrra- sumar. Gallinn á þessari fram- kvæmd er sá, að moldin er óheft. Þar af leiðandi endar hluti henn- ar í þvotti nærliggjandi íbúa, eða þá inni í stássstofu sem ekki er vel séð. Allavega hef ég fengið marga betri gesti. Þess vegna vil ég skora á garðyrkjudeild bæjar- ins að sjá til þess að moldin haldi sig á sínum stað með því að sá í hana grasfræi eða þekja hana sem væri það besta. „Ætli það hafí ekki verið um það leyti sem ég gekk í tölu kristinna manna, að ég byrjaði að yrkja - já, það eru liðlega tíu ár síðan. Þetta fór hljótt svona til að byrja með, ekkert skrifað niður heldur geymt í kollinum. Svo braust þetta út í Menntaskólanum þegar gamli uppreisnarandinn kom upp í manni. Honum var þannig út- varpað í ljóðum.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson ljóðskáld og blaðamaður á DV er borinn og barnfæddur Akureyr- ingur, sonur þeirra hjóna Rúnars Sigmundssonar og Helgu Sigfús- dóttur. Sigmundur sendi fyrir þremur árum frá sér ljóðabókina Kringumstæður, og nú um miðj- an júní mun bókaútgáfan Svart á hvítu gefa út aðra ljóðabók hans, Óstaðfest ljóð. Ég inni Sigmund eftir yrkisefn- um hans. „í nýju bókinni eru svo til ein- göngu náttúrustemmningar, örlítil rómantík inn á milii. Ég yrki mikið í Iíkingum og náttúran býður upp á margar myndir sem gaman er að binda í ljóð. Og svona til hliðar fjalla ég um tím- ann og áttirnar. Éf til vill er þetta heiiög þrenning í mínum kveð- skap - náttúran, tíminn og áttirn- ar.“ Guðmundur Svansson: Nei, beljur eru skynsamar skepnur. Fíia tónlist - þær mjólka betur ef músík er spiluð í fjósinu. Jón Bjarnason: Nei. Gunnar B. Ólason: Nei, þær eru ansi vitrar. Þær vita hvað þær mega gera og hvað ekki. En þær væru vísar til að gera það sem eigandinn hefur bannað þeim um leið og hann er farinn úr fjósinu. 2-DAGUR-13. júní 1983 '• ' " i’-U k4 í iT* i, 1 ; , < > i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.