Dagur - 13.06.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 13.06.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Vandi byggingariðnaðarins Ingvar Gíslason alþingismaður gerir að umtalsefni í grein í Degi nýlega þann atvinnuvanda sem blasir við byggingariðnaðarmönnum á Akureyri á næst- unni. í greininni er bent á að markaður fyrir nýsmíði íbúða sé mettaður og því verði að leita nýrra leiða í atvinnumálum byggingariðnaðarmanna. í grein sinni segir Ingvar Gíslason að hugsanlegt væri að efla aðra byggingarstarfsemi, einkum hvað varða opinberar byggingar og atvinnuhúsnæði. Á þessum sviðum eru mörg verkefni óunnin og sjálf- sagt að nýta þá möguleika sem þar eru fyrir hendi eftir því sem kostur er. Hins vegar megi ekki ofmeta þá möguleika sem kunna að felast í slíkum verkefn- um. Það mun því miður reynast erfitt að ætla að bæta byggingariðnaðinum upp samdráttinn á íbúðasviðinu með áherslu á opinberar byggingar einni saman. Síðan segir í grein Ingvars Gíslasonar: „Iðnað- armenn verða því að horfa til fleiri átta og leita ann- arra möguleika. M.a. ber að hyggja að því hvort ekki séu ónotaðir mögleikar á sviði viðgerða, endurbóta og breytinga íbúðarhúsnæðis. Ég tel að möguleikar á þessu sviði séu svo að segja ókannaðir hér á landi, ekki síst á Akureyri. Því miður hefur þetta mál oft- ast verið afgreitt sem sérviska og varla umræðu- hæft. Slíkt er þó hin mesta skammsýni og iðnaðar- mönnum lítill greiði gerður með því að vanmeta þá atvinnumöguleika, sem í þessu felast. Mér er kunn- ugt um að þessi mál eru í vaxandi mæli rædd á Norðurlöndum, ekki síst í Danmörku. Þar er greini- legur áhugi og skilningur ríkjandi hjá fagmönnum og sérfræðingum sem tengjast byggingariðnaði, iðnaðarmönnum, verktökum, verkfræðingum, tæknifræðingum og arkitektum. Lánastofnanir eru farnar að gefa þessu máli gaum, sérstaklega „Kred- itforeningen Danmark", sem hefur að eigin frum- kvæði skipað fjölmenna nefnd til þess að fjalla um þessa sérstöku möguleika á sviði byggingariðnað- ar. Ég les það m.a. í blaði danskra tæknifræðinga, Ingeniören, dags. 13. maí sl., að einn af fram- kvæmdastjórum Kreditforeningen Danmark, Uffe Schulz, dragi ekki dul á þá skoðun sína að mikilvæg- asta verkefni byggingariðnaðarins á þessum áratug sé “byfornyelsen", sem er að vísu orð með víðtæk- ari merkingu en ég hef verið að fjalla um, en styður þó það, sem ég er að benda á varðandi atvinnu- möguleika iðnaðarmanna, þótt nýsmíði verði að dragast saman. Ég tel nauðsynlegt að leggja vinnu í að kanna þetta mál til hlítar. Ekki má láta neins ófreistað að finna verkefni fyrir iðnaðarmenn, sem eiga við óvissu að búa, hvað atvinnu varðar. Atvinnuleysi er böl og lítil skynsemi í því að nýta ekki starfskunn- áttu og færni faglærðra manna, þar sem þeirra er þörf. Hér er vissulega um að ræða málefni, sem fag- menn og sérfræðingar í byggingariðnaði verða að fjalla um og átta sig á. En óhjákvæmilegt er að vekja áhuga lánastofnana í þessu efni, bæði almennra banka og sparisjóða og Húsnæðismálastofnunar ríkisins. Síöast en ekki síst er þetta verkefni, sem ríki og sveitarfélög eiga að láta sig miklu skipta. Þetta er málefni, sem stjórnmálamenn ættu að hafa jákvæð afskipti af." I. „Ætli maður reyni ekki að krækja í þann gula“ Hann var kennari á Grenivík fyrir tveimur tii þremur árum. En hætti þá kennslu og keypti sér trillu sem hann var að sjósetja daginn sem blaða- maður Dags staldraði við á staðnum. Hann heitir Árni Helgason og er úr Reykjavík. „Munurinn er ekki ýkja mikill á Grenivík og Reykjavík," sagði Árni. „Það var bara stærðin. Hér sýnist mér fólk ekki síður taka þátt í lífsgæða- kapphlaupinu en fyrir sunnan." - Hað ætlar Árni að fara að veiða? „Ætli maður reyni ekki að krækja í þann gula. - Er þá eitthvað eftir af honum? „Það sakar ekki að athuga það hvort hann sé til staðar því ekki þýðir að liggja með svona báta bundna við bryggju, slíkur er kostnaðurinn." - En af hverju að hætta kennslu og fara í fiskinn? „Mig langaði að reyna, því þetta hefur alla tíð loðað við mig. Sem sagt gamal! draumur," sagði Árni að lokum. „Snap í kring- um frystihúsio“ Ásgeir Kristinsson. Mynd: GEJ „Þetta er bara snap í kringum frystihúsið þessa daga enda má ekkert flytja vegna þungatak- markana,“ sagði Ásgeir Krist- insson vörubflstjóri á Grenivík, er blaðamaður hitti hann þar fyrir stuttu. „En útlitið er alveg þokkalegt, það verður farið í Víkurskarðið og þá erum við Þingeyingar sjálfkjörnir til þess starfs, svo það verður einhver reitingur, en veg- irnir verða að þorna fyrst.“ Ásgeir sagði líka að „útgerð á svona tæki væri mjög dýr, þunga- skatturinn er hár og öll viðgerð og tölum ekki um dekkin. Það væri geysilegur peningur sem færi í þetta.“ »Ef ég skrepp á frístundir ég í bæinn“ «#*#**; Stefán með son sinn, Kristján. Mynd: GEJ „Ég er eini útivinnandi starfs- maður hreppsins,“ sagði Stefán Kristjánsson, verkstjóri hjá Grýtubakkahreppi, þegar blaðamaður Dags tók hann tali á Grenivík á dögunum. „Á veturna sé ég aðallega um snjóruðning af helstu samgöngu- leiðum hér á staðnum. Á sumrin er ég aðallega við undirbúning og nýlagnir í götur, undirbý fyrir malbik, sé um hreinsun og fleira. Svo er sundlaug hreppsins opin yfir sumartímann og þá sé ég um hana. Svo náttúrlega er það nýi skólinn. En í sambandi við hann er mjög mikið eftir. Svo ef ég á frístundir þá skrepp ég í bæinn,“ sagði Stefán Kristjánsson. V í»-v. 4-DAGUR-13. júní 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.