Dagur - 13.06.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 13.06.1983, Blaðsíða 5
c ÞRU M USKALLI Guðjóns tryggði Þór annað stigið - Það var sannarlega ánægju- leg tilfínning að sjá boltann í netinu. Það var allt opið og óvaldað þegar boltinn kom fyrir markið og ég náði að skalla hann í jörðina og efst í markhornið fjær, sagði Guð- jón Guðmundsson, miðvallar- leikmaður Þórs eftir leikinn gegn ÍBV en Guðjón skoraði hið þýðingarmikla jöfnunar- mark Þórsara í leiknum. Vegna stórrigningarinnar að- faranótt laugardagsins var ekki hægt að leika leik Þórs og ÍBV á grasi og um tíma leit út fyrir að fresta þyrfti leiknum að nýju, en upphaflega átti hann að fara fram á föstudagskvöldið. Þá komust Eyjamenn ekki norður og því var leikið á laugardegi. Það voru Eyjamenn sem hófu leikinn heldur betur en smátt og smátt komu Þórsararnir meira inn í myndina og það voru þeir sem áttu fyrsta hættulega mark- tækifærið. Helgi Bentsson komst þá inn fyrir vörn ÍBV og lagði boltann fyrir Bjarna Sveinbjörns- son sem skaut rétt framhjá. Næsta marktækifærið féll svo Eyjamönnum í skaut. Kári Þor- leifsson „stal“ boltanum af varn- armönnum Þórs og gaf langa sendingu fyrir markið, þar sem Ómar Jóhannsson var einn og óvaldaður á hægri kantinum og gott skot hans fór undir Þorstein Ólafsson, markvörð og í markið. 1-0 fyrir ÍBV og 23 mínútur bún- ar af leiknum. Það sem eftir var hálfleiksins sóttu Þórsarar heldur meira en Vestmannaeyingarnir áttu einnig sín tækifæri. T.d. komst Tómas Pálsson einn inn fyrir Þórsvörn- ina, lék á Þorstein en laust skot hans rataði ekki rétta leið. Hin- um megin á vellinum komst Hall- dór Áskelsson svo í dauðafæri á 35. mínútu en Aðalsteinn varði gott skot hans í horn. í síðari hálfleiknum léku Þórs- arar undan norðanstrekkingnum og voru öllu meira með boltann. Jöfnunarmark Þórsara kom svo á 67. mínútu leiksins en þá tók Bjarni eina af sínum mörgu horn- spyrnum í leiknum. Er boltinn kom fyrir markið, stökk Guðjón Guðmundsson hæst og þrumu- skalli hans skall í jörðinni og þeyttist síðan efst í markhornið, gjörsamlega óverjandi fyrir Áðalsteinn í ÍBV-markinu. Eftir markið þyngdist sókn Þórsara en þeir höfðu santt ekki árangur sem erfiði upp við mark andstæðinganna. Hættulegustu marktækifæri Vestmannaeying- anna komu svo eftir slæm mistök í Þórsvörninni. Fyrst missti Árni Stefánsson boltann klaufalega til Kára Þorleifssonar sem skaut að marki en Þorsteinn varði og á 84. mínútu var markaskorarinn Guðjón Guðmundsson svo næst- um búinn að gera sjálfsmark en boltinn hafnaði beint í fanginu á Þorsteini markverði. Þessi leikur er tvímælalaust besti leikur Þórsliðsins það sem af er sumrinu en betur má ef duga skal. Að þessu sinni var það baráttan sem sat í fyrirrúmi með þá Helga Bentsson og Halldór Áskelsson sem frískustu menn en ekki var knattspyrnan sem liðið sýndi upp á marga fiskana. Mikið um kýlingar en lítið samspil. Um Vestmannaeyjaliðið er það að segja að það hlýtur að hafa valdið öllum þeim sem komu til að sjá góða knattspyrnu frá efsta liði deildarinnar, mikl- um vonbrigðum. Liðið átti í vök að verjast lengst af en það er greinilega skipað mjög jöfnum einstaklingum og heimavöllurinn virðist vera þeirra uppáhald, a.m.k. ef marka má úrslitin fram að þessu. Dómari var Magnús Theódórs- son og hafði hann góða stjórn á leiknum. -ESE Halldór Áskelsson sýndi loks hvað I honum býr og barðist vel í leiknum gegn ÍBV. Hér er hann í baráttu um boltann gegn einum af vamarmönnum Vest- mannaeyinga. Mynd: KGA 1. deildin: Þrjú lið efst og jöfn Skagamenn heppnir í a - KR 1-1 Skagamenn voru heppnir að hreppa annað stigið í þessum leik. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik, þá tóku KR-ingar öll völd á vellinum í sínar hendur og áttu þá fjölda dauðatækifæra. Eina mark hálfleiksins kom á 55. mínútu og var Sigurður Indriða- son þar að verki. Nafni hans Lár- usson skoraði fyrir íA með skalla eftir aukaspyrnu á 33. mínútu fyrri hálfleiks og úrslitin því jafn- tefli. Jafnt í Kópavogi UBK - ÍBÍ 1-1 ísfirðingar urðu fyrri til að skora og var þar að verki Kristinn Kristjánsson. Breiðabliksmenn gáfu sig þó ekki og undir lok fyrri hálfleiksins náði Trausti Ómars- son að jafna fyrir Blikana. Leik- urinn var vel leikinn og sköpuðu leikmenn sér aragrúa marktæki- færa en mörkin urðu samt aðeins tvö. Áhorfendur voru 608. Dýrmæt stig til Þróttara Þróttur 3 - Valur 2 Þróttarar byrjuðu leikinn mun betur og komust í 3-0 með mörk- um Kristjáns Jónssonar, Sverris Péturssonar og Bjarna Harðar- sonar. Eftir að þessari forystu var náð drógu Þróttarar sig meira í vörnina en Valsmenn sóttu þvi meira. Ingi Björn Albertsson skoraði fyrra mark Vals undir lok fyrri hálfleiks og bætti svo öðru við í síðari hálfleik. Þrátt fyrir sterka sókn Valsmanna tókst þeim ekki að bæta við mörkum og Þróttarar bættu því tveim dýrmætum stigum í safnið. Frestað Leik Víkings og ÍBK hefur verið frestað til 29. júlí að ósk Víkinga vegna leiks „Stjörnuliðsins" og Stuttgart. Coca cola golfmótið: Þórhallur Pálsson varð sig- urvegari í Coca Cola golf- mótinu sem fram fór á Jað- arsvelli á Akureyri um helg- ina. Þórhallur lék á 163 höggum, eða jafn mörgura og þeir Jón Þór Gunnarsson og Magnús Birgisson. En ár- angur Þórhalls á þremur síð- ustu holunum var betri en hjá hinum og það nægði honum til sigurs. Nokkrar sviftingar voru í keppninni. Þeir Jón Þór og Kristján Hjálmarsson, frá Húsavík, voru bestir eftir 18 holur, Magnús Birgisson hafði tekið þriggja högga forustu eftir 27 holur en undir lokin lék Þórhallur best allra. Með forgjöf sigraði Guð- mundur Finnsson á 147 höggum, Bessi Gunnarsson var á sama skori og Sverrir Þorvaldsson þriðji á 150 höggum. Fjögur Akureyrar- met á afmælismóti Akureyrskir kraftlyftingamenn eru iðnir við kolann og nú líður vart sú vika að þeir haldi ekki mót af einhverju tagi. Nýjasta mótið sem við höfum frétt af er áfmælismót Kára Elísonar, en hann varð þrítugur á laugardag. Á mótinu voru sett fjögur ný Akureyrarmet og setti afmælisbarnið tvö þeirra. Flosi Jónsson setti hin metin og hafa þeir Kári og Flosi nú sett ein 15 Akureyrarmet samanlagt á nokkrum dögum. Stigamót í golfi: Björgvin sigraði með yfirburðum Björgvin Þorsteinsson, GA, varð yfirburðasigurvegari í stigamótum Golfsambandsins en fjórða og síðasta stigamótið sem gaf stig til landsliðs fór fram á Grafarholtsvellinum um helgina. Björgvin varð í þriðja sæti á þessu móti með 316 högg samtals en sigurvegari varð Sigurður Pét- ursson, GR, með 310 högg. Hannes Eyvindsson varð annar með 315 högg. Kjartan L. Pálsson, landsliðs- einvaldur í golfi, valdi í gær landsliðið sem keppa á á Evrópu- mótunum og tók í því sambandi mið af stigamótunum. Að sögn Kjartans þá skipa eftirtaldir karlalandsliðið sem keppir í París: Björgvin Þorsteinsson, GA, Sigurður Pétursson, GR, Sveinn Sigurbergsson, GK, Ragnar Ólafsson, GR, Gylfi Kristinsson, GS og Hannes Ey- vindsson, Gr. Varamenn eru Sig- urður Sigurðsson, GS og Gylfi Garðarsson, GV. ESE Sagt eftir leikinn Björn Árnason: - Ég verð að segja að það er ansi skítt að við skuluin puða í 90 mínútur og vera mun betri aðil- inn í leiknum og ná svo bara í annað stigið, sagði Björn Árna- son, þjálfari Þórs í samtali við Dag eftir leik Þórs og ÍBV. - Þetta er annars allt á uppleiö hjá okkur og það er greinileg framþróun með hverjum leik, sagði Björn og bætti því við að ÍBV-liðið hefði komið honum á óvart. - Ég átti von á þeim mun sterkari miðað við þessa sigra sem þeir hal'a verið að vinna að undanförnu en nú voru þeir mun lakari en við, sagði Björn. • Jóhannes Atlason: - Þeir komu mér svo sannar- lega á óvart Eyjainennimir í þessunt leik, sagði Jóhannes Atlason, lundsliösþjálfari, sem fylgdist með leik Þórs og ÍBV á iaugardaginn. - Þetta er daufasta Eyjalið sem ég hef séð um dagana og ég hef þó séð þau mörg, sagði Jó- hannes og bætti því við að Þórsliðið hefði ekki komið hon- um á óvart og hvorki verið betra eða verra en hann átti von á. - Voru það framlínumenn ÍBV sent þú komst til að sjá í þessum leik? - Nei, ekkert frekar. Ég er hérna á yfirreið og stefnan er sú að reyna að sjá eins marga leiki utan Reykjavíkursvæðisins og kostur er, sagði Jóhannes Atlason. ESE í 13. júní1903 - DAGUR-5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.