Dagur - 13.06.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 13.06.1983, Blaðsíða 6
Gunnar fékk að I íta rauða spjaldið Völsungar unnu sanngjarnan sigur á KA Baráttuglatt og léttleikandi lið Völsungs vann sanngjarnan sigur yfir daufu KA-liði er liðin mætt- ust á nýja grasvellinum við Þingvallastræti í gærkvöldi. Völs- ungar sigruðu 1-0 og var sá sigur fulllítill því Húsvíkingarnir bein- línis óðu í marktækifærum í seinni hálfleiknum og voru nær því að bæta við tveim til þrem mörkum en að KA næði að skora. Fyrri hálfleikurinn í þessum fyrsta „alvöruleik“ á hinum nýja grasvelli KA-manna, var annars óvenju dapur og mér liggur við að segja að allt hafi verið á frostmarki. Skítakuldi og norðan kaldi og sú knattspyrna sem var leikin einkenndist af stöðugu en jafnframt árangurslausu miðju- hnoði. KA-menn voru heldur frískari í þessum hálfleik en þeim voru vægast sagt mislagðir fætur uppi við mark andstæðinganna. Gunnar Gíslason, Hinrik Þór- hallsson og Steingrímur Birgis- son komust allir í sæmileg marktækifæri undir lok hálfleiks- ins en ýmist hittu þeir ekki boltann eða skutu framhjá. Völs- ungar áttu aðeins eitt marktæki- færi í hálfleiknum en þá lenti boltinn ofan á KA-markinu eftir hornspyrnu. í byrjun síðari hálfleiks mættu Völsungarnir ákveðnir til leiks og á fyrstu fjórum mínútunum áttu þeir ekki færri en þrjú dauðafæri sem nýttust ekki. Á 52. mínútu leiksins gerðist svo umdeilt atvik. Gunnar Gísla- son og Pétur Pétursson, bakvörð- ur Völsungs voru að kljást um boltann og hrinti Pétur Gunnari frá sér. Gunnar þakkaði fyrir sig með því að sparka Pétur niður aftan frá og Róbert Jónsson, dómari sá sér ekki annað fært en að sýna Gunnari rauða spjaldið og víkja honum þar með af leikvelli. Hárréttur dómur en hins vegar komst Pétur átölulaust upp með sitt brot. Eftir þetta atvik hertu Völs- ungar enn sóknina og hvað eftir annað skall hurð nærri hælum við KA-markið. Kristján Kristjáns- son átti hörkuskot að marki en Þorvaldur varði vel. Á 66. mínútu átti Kristján Olgeirsson sannkallað þrumuskot að marki KA af löngu færi en Þorvaldur var vel á verði og náði að slá boltann í stöngina. Sigurmark Völsungs kom svo sex mínútum síðar en þá sendi Kristján Ol- geirsson boltann vel fyrir markið beint á kollinn á Jónasi Hall- grímssyni sem nikkaði boltanum til Björns Olgeirssonar sem skall- aði hann í netið. Óverjandi fyrir Þorvald í KA-markinu Nokkur harka færðist í leikinn undir lokin og var þá Sveinn Freysson bókaður hjá Völsungi. Ekki náðu KA-menn að skapa sér nein umtalsverð tækifæri það sem eftir var leiksins en tíu mínútum fyrir leikslok fengu Völsungar tvö stórhættuleg tæki- færi. Fyrst varði Þorvaldur frá Kristjáni Kristjánssyni og síðan björguðu varnarmenn KA á línu. Lið Völsungs kom mjög á óvart í þessum leik og má segja að allir leikmenn liðsins hafi leikið vel, a.m.k. í síðari hálfleik. Mest bar þó á bræðrunum Kristjáni og Birni en Kristján Kristjánsson átti einnig góðan leik. Hjá KA sköruðu fáir fram úr nema þá helst Þorvaldur markvörður og Guðjón Guð- mundsson sem aldrei gefst upp þó á móti blási. - ESE Gunnar Gíslason sem hér sés* í baráttu við tvo leikmenn Völsungs varð að yfirgefa völlinn eftir ijótt brot. Mynd: KGA. MR Jóhannes Atlason fylgist með leiknum íbygginn á svip. Mynd: KGA Jóhannes Atlason: 55 ir ao na 11 - Það er alveg greinilegf að Völsungamir eiga eftir að ná langt í snmar. Þcir ero með mjög skipulagt lið og hvergi veikan hlekk að sjá. Þetta sagði Jóhannes Atla- son, landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu, eftir leik KA og Völs- ungs í 2, deildinni í gærkvöldi, en Jóhannes hefur dvalið hér á Akureyri undanfarna daga í því skyni að fylgjast með leikj- um helgarinnar. Jóhannes Atlason sagði að honum hefði fundist KA-menn- irnir daufir í miðjunni og þeir hefðu jafnvel verið það áður en þeir misstu Gunnar Gíslason út af. - Hvað fannst þér um þann dóm? - Þefta var réttlátur dómur en hins vegar finnst mér að dómarinn hefði mátt spjalla að- eins við línuvörðinn í þessu til- viki. Ég sá ekki hvað gerðist áður en Gunnar braut af sér en hitt veit ég að svona brjóta menn ekki af sér að ástæðu- lausu, sagði Jóhannes Atlason. ESE 2. deildin: Slæmt tap hjá KS Siglfirðingar sóttu ekki gull í greipar Njarðvíkinga er knatt- spyrnulið þessara bæja mættust í 2. deildarkeppninni í knattspyrnu á laugardag. Leikurinn fór fram fyrir sunnan og var hann sannkallaður rokleikur en úrslit urðu þau að UMFN sigraði með þrem mörkum gegn einu. Lengi vel leit út fyrir að leikmenn KS kæmust ekki í leikinn því það var á mörkunum að vél þeirra gæti lent á Keflavíkurflugvelli sökum vindhraðans. Það tókst þó að lok- um og leikurinn hófst á réttum tíma. Fyrsta mark leiksins kom eftir u.þ.b. fimm mínútna leik en þá fengu Njarðvíkingar dæmda víta- spyrnu. Haukur Jóhannsson skor- aði úr vítinu af öryggi. Skömmu Önnur úrstlit í 2. deild Reynir - Fylkir 2-1 Mörk Reynis gerðu þeir Jón Pét- ursson og Sigurður Guðnason en Jón Bjarni Guðmundsson skoraði fyrir Fylki. Með þessum fyrsta sigri 3. deildin: sínum í 2. deildinni lyftu Sandgerð- ingarnir sér af botni deildarinnar. Fram - Víðir 1-0 Frammarar halda sínu striki í deild- inni og bættu tveim stigum í safnið síðan fengu KS-menn svo á sig ann- að mark en UMFN lék undan rok- inu í fyrri hálfleik. Þetta mark gerði Ólafur Björnsson og var staðan 2-0 í hálfleik. Njarðvíkingar héldu svo upp- teknum hætti í síðari hálfleik og byrjuðu á því að skora. Var þar Jón Halldórsson að verki en hann brenndi síðan af úr vítaspyrnu sem er þeir mættu Víði úr Garði á Laug- ardalsvellinum. Mark Fram skoraði Viðar Þorkelsson þegar langt var liðið á síðari hálfleik. Leikurinn var nokkuð jafn en Frammarar höfðu þó alltaf frum- kvæðið. KS-menn fengu dæmda á sig. Það var svo Björn Ingimarsson sem minnkaði muninn fyrir KS með góðu marki en leikurinn einkennd- ist allur af aðstæðunum - bálhvassri norðanáttinni. Eftir þennan sigur er staða UMFN mjög góð í 2. deildinni, 6 stig eftir 4 leiki en KS er aðeins með 2 stig. -SB/ESE Frestað Leik Einherja og FH var frestað sökum slæmra vallarskilyrða á Vopnafirði. -ESE Tindastóll á toppnum - Við höfðum talsverða yfirburði i þessum leik og áttum að bæta við nokkrum mörkum, sagði Árni Stef- ánsson, þjálfari Tindastóls eftir leik þeirra við HSÞ-b sem fram fór á heimavelli Þingeyinganna. Fyrsta mark leiksins kom eftir u.þ.b. 20 minútur en þá skoraði Gunnar Guðmundsson fyrir Tinda- stól. Leikmenn Tindastóls sóttu nær látlaust að marki HSÞ-b þannig að það kom eins og þruma úr heið- skíru lofti þegar Ara Halldórssyni tókst að jafna fyrir heimamenn undir lok fyrri hálfleiks. Sauðkrækingar gerðu þó út um leikinn fljótlega í síðari hálfleik er Gústav Björnsson skoraði úr víta- spyrnu og Sigurfinnur Sigurjónsson gulltryggði svo sigur Tindastóls er^ hann skoraði þriðja markið. - Nér líst vel á þetta, sagði Árni Stefánsson í samtali við Dag er hann var spurður hvernig honum litist á byrjunina í þriðju deildinni. - Það verður þó á brattann að sækja úr þessu því við eigum úti- leiki gegn Austfjarðaliðunum í seinni umferðinni og þurfum því að leika tvo leiki í röð a.m.k. tvær helgar, sagði Árni Stefánsson. - ESE Staðan ÍBV 5311 12:4 7 ÍA 5 3 11 7:2 7 KR 5 2 3 0 7:5 7 Þróttur 5 2 1 2 7:10 5 ÍBK 4 2 0 2 7:6 4 UBK 5 1 2 2 3:4 4 ÍBÍ 5 1 2 2 6:9 4 Valur 5 2 0 3 6:11 4 Víkingur 4 112 4:6 3 Þór 5 0 3 2 4:6 3 Markahæstu lcikmenn: Kári Þorleifsson, ÍBV 4 Hlynur Stefánsson, ÍBV 3 2. deild: Fram 4 310 5:1 7 Völsungur 4 3 1 0 5:1 7 UMFN 4 3 0 1 7:2 6 KA 4 211 9:6 5 Reynir 4112 3:7 3 Víðir 3 10 2 1:3 2 Fylkir 4 1 0 3 4:7 2 KS 4 0 2 2 3:6 2 FH 3 0 1 2 1:3 1 Einherji 2 0 11 0:2 1 Markahæstu leikmenn: Gunnar Gíslason, KA 3 Jón Halldórsson, UMFN 3 3. deild Tindastóll 4 3 10 10:2 7 Austri 3 3 0 0 8:2 6 Þróttur 3 2 0 1 4:4 4 Huginn 3 111 4:3 3 Magni 3 1 0 2 3:3 2 Valur 2 10 1 2:2 2 HSÞ-b 4 1 0 3 2:4 2 Sindri 4 0 0 4 2:3 0 Markahæstu leikmenn: Gústaf Björnsson, Tindastóll 3 Ari Hallgrímsson, HSÞ-b 3 GuðmundurÁrnason, Austra 3 Sigurður Friðjónsson, Þrótti 3 Leiknum - Það var ekki um annað að ræða en að fresta leiknum. Völlurinn var alhvitur og auk þess snjóaði, sagði Guð- mundur Davíðsson, hjá Knattspyrnufélaginu Skytt- urnar á Siglufírði er hann var inntur eftir leik Skyttnanna og Glóðafeykis. Guðmundur sagði að enn væri ekki búið að setja leikinn á að nýju en útlitið væri ekki gott. Snjókoma og komið fram í miðjan júní. - Hinum leiknum í riðlinum sem fram átti að fara um helg- ina, leik HSS og Hvatar var einnig frcstað en þeir sðgðu mér hjá HSS að þar hefði verið blindbylur, sagði Guðmundur Davíðsson. 4. deild E Vorboðinn - Árroðinn Mörk Vorboðans: Halldór Ör- og Sigursteinn v vouiihjiii, IVlUi A AHUUðllb. Helgi Örlygssön (2) og Hilmar son, Tómas Viðarsson og Arnar Gústafsson -ESE Leiftur - Vaskur 3-1 Priftja deild: Mörk Leifturs: Stefán Jakob- Austri - Sindri 4-3 son, Halldór Guðmundsson og Austri vann þarna öruggan sig- Hafsteinn Jakobsson. Mark Vasks: Jóhannes Bjarnason. ur á Hornafjarðarliðinu. Sófus Hákonarson gerði fyrsta markið Svarfdælir - Reynir 0-3 en síðan bættu þeir Bjarki Unn- arson og Guðmundur Árnason tveim mörkum við fyrir hálf- ivioik Keynts: Björn Friðþjófs- ieik. Bjarnt Kristjánsson skor- aði svo fjórða markið í síðari hálfleik en átti auk þess skot í slá og rétt framhjá. Þróttur N. — Huginn 3-1 Smári Guðjónsson skoraði fyrsta mark leiksins fýrir Hugínn en síð- an tóku Þróttarar leikinn í sfnar hendur og skoruðu þrívegis. Þjálf- arinn, gamli Víkingurinn Jóhann- es Bárðarson skoraði eitt mark og Siguröur Friðjónsson skoraði tvö mörk. Fyrir þj óðhátíðardaginn Sjaldan eins glæsilegt fataúrval. Fatnaður frá toppframleiðendum. Sumarfatnaður á dömur Aðeins viðurkennd merki. Nýjar og stórglæsilegar dragtir í vorlitunum. Clúim. Bómullarpeysur, vesti og kjóla, allt í nýjustu litunum og á fínu verði. Eurocoat dömufrakkar og stakkar á frábæru verði. Brandtex kvenfatnaðurinn er auðvitað alltaf á jafn ótrúlega góðu verði. a . . . pils og buxnapils. cashi MODESTfí/K . . . prjónasett, pils og peysur. Nýjar kápur og stakkar frá Jensens Coat. Catáete Bamafatnaður alls konar, buxur, peysur, bolir, kjólar og stuttbuxur. Cbltorí Nýjar blússur og vesti Sumarfatnaður á herrana Ljósir sumarjakkar, Ijósar buxur. Bolir og stuttermaskyrtur. Buxur, sumarstakkar, húfur og hattar. Ný sending af Lee Cooper og Brittanía. Herrapeysur, einnig bindi, sokkar og nærbuxur í ýmsum gerðum og litum. Herraskyrtur í mörgum litum. Verslið þar sem úrvalið er. Herradeild. t&CotfenP BRXTTANlfl Stórglæsileg sænsk glervara. Vorum að fá mjög glæsilegt úrval af sænskri glervöru. qEN Pq Sjón er sögu ríkari. ^ ^ ili Fyrir garðeigendur: iGR° Garðslöngur, garðsláttuvélar og garðverkfæri alls konar. Járn- og glervörudeild. Fischer og Thomson vídeótæki í VHS og BETA á verði fyrir gengisbreytingu. Hljómdeild. Bing og Gröndal vörurnar ávallt í úrvali. & o o elefonten barnaskór í stórkostlegu úrvali í nr. 21-39. Falleg og vönduð vara. Kvenskór. Hvítir, svartir og bláir. Skódeild. Komið við á neðri hæðinni í Hrísalundi 5 eftir matarinnkaupin. Eigum nú gott úrval af hinum vinsælu Combiflex raðsettum. Möguleikarnir óteljandi í samsetningu. Selko fataskápar, íslenskir, vandaðir og ódýrir. Góðir greiðsluskilmálar. Ert þú að storma í útilegu? Sólhúsgögn frá Hollandi, vönduð, falleg og ódýr. Tjöld Tjöld Tjöld Allar stærðir af tjöldum, m.a. göngutjöld með himni. 6 —DAGUR —13. júní 1983 13. júní 1983-DAGUR-7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.