Dagur


Dagur - 15.06.1983, Qupperneq 1

Dagur - 15.06.1983, Qupperneq 1
66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 15. júní 1983 65. tölublað STÚDENTA- SKEIÐAR OG STÚDENTA- HÚFUR GULLSMIDIR , SIGTRYGGUR AKUREYRI Jógurt á fernur? „Erum að athuga með kaup á pökkunaivér „Við erum með sams konar pökkunarvél og þeir á Húsa- vík og þess vegna ættum við að geta pakkað jógúrt á sama hátt og þeir, í fernur,“ sagði Þórarinn Sveinsson, hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Eyfirðinga, í samtali við Dag. „Hitt er annað mál að þessi pökkunarvél okkar gengur í 9 klukkustundir á dag og einnig á laugardögum þannig að vélin er fullnýtt. Þess vegna erum við með í athugun að kaupa nýja pökkunarvél og eigum von á tveimur tilboðum í mjólkurpökk- unarvélar. Það má segja að þegar létt- mjólkin kom þá hafi það gert það að verkum að pökkunarvélin fyrir fernurnar var orðin fullnýtt og vel það. Það verður tekin ákvörðun um það áður en langt um líður hvoru tilboðinu verður tekið og með nýrri pökkunarvél eykst afkastagetan verulega. Við getum þá mætt aukningu í þeim vörum sem við erum með og þá farið að pakka jógúrt á fernur. Það má segja að það sé ýmis- legt í deiglunni, m.a. er verið að hugsa um að framleiða drykkj- arjógúrt sem er þynnra og einnig „grennra“ jógúrt sem er ekki eins fituríkt. Éins og ég sagði áðan er ástæðan fyrir því að við erum ekki farnir út í það að pakka jóg- úrt í fernur sú að pökkunarvélin er fullnýtt og það hefur verið nóg við peningana að gera. Við erum með sama verð á okkar jógúrt og Mjólkursamsal- an og það mun að sjálfsögðu lækka sem nemur umbúðakostn- aði. Þangað til við getum farið út í þetta ætlum við að setja allar helstu jógúrttegundirnar á 500 gr. dósir því það er mun hagstæð- ara fyrir fólk að kaupa jógúrt í þeim pakkningum. En ætli það verði fyrr en á næsta ári sem nýja pökkunarvélin verður komin í gagnið." Frábær — bl$i 10 Samkvæmt áttavita - hls. 2 Verðandi nýstúdentar gróðursettu í gær 3500 trjáplöntur að Þelamörk. Það verða án efa orðin hin myndarlegustu tré þegar stúdentamir júbflera hér eftir tíu ár. Ljósm.: KGA. Rís vatnsátöppunarverksmiðja á !liL-ÉUJim Fé króknaði — Harðindin á Norðurlandi leggjast þungt á bændur „Það er ekkert um annað að gera en að reyna að þrauka, við erum nú ýmsu vanir hér,“ sagði Haukur Ástvaldsson, bóndi að Deplum í Fljótum, er við spjölluðum við hann en þótt ástandið sé víða slæmt hjá bændum á Norðurlandi þessa dagana er það óvíða jafn erfítt og í Fljótunum. „Fé er mikið til inni og kom auðvitað allt inn í hretinu um helgina,“ sagði Haukur. „Ég hef heyrt að menn hafi misst fé en engar áreiðanlegar tölur um það. Það er ekkert í sjónmáli að fara að bera á tún og allar líkur á einhverju kali hér, a.m.k. á minní jörð. Það má segja að það hjálpist allt að og ekkert hægt að gera annað en að þrauka." „Það drapst eitthvað af lömb- um og ám hér úti í Höfðahverfi í þessu áhlaupi um helgina," sagði Ævarr Hjartarson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarð- ar, er við ræddum við hann. „Ég hef ekki heyrt neinar tölur en mér þykir líklegt að þetta hafi átt sér stað víðar, enda hvítnaði alveg niður í sjó hér norðan með. Ég var að tala við bónda í Ólafsfirði og hann sagði að þar væri ekki búið að taka upp nýja snjóinn sem féll um helgina. Það er klaki í túnum víða enn og þetta er heldur leiðinlegt allt saman. En ef hlýnar þá tekur ekki langan tíma að koma upp gras. En þótt það skfni sól í dag þá er kuldi mikill á næturnar og spretta mjög lítil." Dagsmenn brugðu sér austur í S-Þingeyjarsýslu í fyrradag og ræddu þar við bændur og einnig við Stefán Skaftason, ráðunaut í Aðaldal. Sjá opnu. Vilja Arabarleggja fé í fyrirtækið? í athugun er nú að reisa verk- smiðju á Húsavík þar sem neysluvatni yrði tappað á flöskur með útflutning I huga. Fyrirspurn þessa efnis hefur borist bæjaryfirvöldum frá tveim innlendum mönnum en heyrst hefur að arabískir aðilar muni leggja fé í þetta fyrirtæki ef tilskiUn leyfi fást. Það er rétt að okkur hefur borist fyrirspurn varðandi mögu- leikana á að reisa slíka vatns- verksmiðju hér á Húsavík og þessi fyrirspurn hefur fengið já- kvæðar undirtektir af hálfu bæjaryfirvalda, sagði Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri á Húsavík í samtali við Dag en Bjarni taldi ekki rétt að tjá sig nánar um málið á meðan formleg umsókn hefði ekki borist. Samkvæmt heimildum Dags er fyrirhugað að reisa verksmiðju sem gæti afkastað 60 þúsund tonnum af vatni á ársgmndvelli og hafa aðstandendur fyrirhug- aðrar verksmiðju farið fram á að fá vatn frá Húsavíkurkaupstað gjaldfrítt, a.m.k. fyrstu árin en á móti komi útflutnings- og skatta- tekjur auk þess sem verksmiðjan komi til með að veita fjölda fólks atvinnu. Það eru þeir Erlendur Guð- mundsson í Garðabæ og Amljót- ur Sigurjónsson á Húsavík sem standa á bak við umrædda fyrir- spurn en í hvorugan þeirra náðist í morgun.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.