Dagur - 15.06.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 15.06.1983, Blaðsíða 2
Pétur Pétursson: - Mér líst illa á þessa ríkis- stjórn. Ég get ekki betur séö en að þarna sé leiftursóknin opinberuð í allri sinni nekt. Spurt á Húsavík. Hvernig iíst þér á nýju ríkisstjórnina? Hlífar Karlsson: - Ég vii helst ekki svara þess- ari spurningu, mér líst svo hræðilega illa á hana. Stefán Örn Ingvarsson: - Ef verkalýðshreyfingin situr á sér til haustsins þá er ég bjartsýnn. Erla Hreiðarsdóttir: - Það er of snemmt að dæma hana strax, það verður bara að koma i Ijós. Fríða Rúnarsdóttir: - Illa, mjög illa. „Samkvæmt áttavita í norðanátt og stórhríð" - Spjallað við Ingólf Tjörva um skíðagöngu o.fl. Árið 1979 gerði Skíðasamband íslands áætlun um almennt skíðatrimm og voru í því sam- bandi settar reglur um skíða- merki sem einstaklingar geta unnið til. Hægt er að vinna til ákveðinna merkja á einu ári, 5, 10, 15, 20 og allt upp í 25 ár og eru áfangaverðlaunin á fimm ára fresti. Fyrstur til að Ijúka fimm ára áfanga varð Ingólfur Tjörvi Einarsson, 19 ára menntaskólanemi á Akur- eyri. „Ég keypti mér gönguskíði um páskana ’78, kunni þá náttúru- lega ekkert á þau,“ segir Ingólf- ur. En hann hefur verið duglegur við gönguna og farið margar skíðaferðir, aðallega í hópi skáta. „Fyrsta gangan sem ég tók þátt í var inn í Laugafell 1979, þetta er líklega um 100 kílómetra ganga fram og til baka.“ Og Ing- ólfur sýnir blaðamanni leiðina á íslandskorti. „Við fengum leið- indaveður, sunnanátt og rigningu á leiðinni inneftir. Og ekki var það skárra á heimleið, norðanátt og stórhríð, við urðum að ganga samkvæmt áttavita. Með okkur í ferðinni var Finni sem var nær dauða en lífi af kulda, honum hafði ekki litist meira en svo á ullarfötin okkar og hafði meiri trú á eigin nælonfötum. En ég er ekki frá því að hann sé núna bú- inn að skipta yfir í föðurland og lopapeysu." Ingólfur hefur líka farið í göngur inn að Dyngjufjöll- um og Bræðrafelli, þá gengu þeir skátar frá Kröflu yfir Peysta- reykjabungu og til Húsavíkur. Og þegar Ingólfur hefur sýnt mér á kortinu allt sem þeir hafa geng- ið á undanförnum árum, sýnist mér helst að þeir eigi fáa metra Norðurlands ógengna. „Við höf- um farið um hverja páska 4-5 daga ferðir,“ segir Ingólfur. - En hvernig komu skíða- merkin til? „Við vorum með myndakvöld eftir ferðina inn að Laugafelli og Hermann Sigtryggsson kom til okkar. Hann lét okkur hafa kort til að fylla út og síðan hef ég gert það - sennilega sá eini sem hefur nennt því. Maður skráir þar hjá sér hversu mikið maður hefur gengiö, í mínum aldurshópi þurf- um við að ganga 150 kílómetra á ári og fáum þá rétt til að kaupa okkur gullmerki. Maður hefur nú reyndar gengið rösklega það. Fyrir það fær maður þrjú stig og náist 15 stig á 5 árum nær maður í viðurkenningarskjöld. Pannig eru áfangaverðlaun á 5 ára fresti.“ - Og ætlarðu að ná í 25 ára áfangann? „Ætli ég reyni það ekki, þó er ekki að vita hvernig málin snúast þegar maður verður upptekinn við annað í framtíðinni." Ingólfur er fæddur í Skotlandi, sonur hjónanna Einars Tjörva Elíassonar og Inge Elíasson. „Við fluttumst hingað til Akur- eyrar um áramótin '15-16, þá kunni ég ekki baun í íslensku. Én hún lærðist smám saman. Ég lauk barnaskólanum úti, það var geysilega strangur agi þar, maður þurfti að klæðast sérstökum skólabúningum og hvaðeina. Og sami aginn ríkti hjá skátunum þar - ég byrjaði í þeim félagsskap 7 ára - á fundum stóðum við í flokkum með foringjann fremstan. Skátastarfið úti er tölu- vert öðruvísi en hér. Úti gera þeir mun meira af því að vinna til ýmiss konar merkja og eru ekki eins mikið fyrir útilegur og þess háttar eins og við. Og svo gera þeir ekkert af því að syngja.“ Ingólfur útskrifast sem stúd- ent úr eðlisfræðideild frá MA nú í vor og var að lesa fyrir stjörnu- fræðipróf þegar ég heimsótti hann. Og næsta haust ætlar hann í Háskólann. „Ég ætla í læknis- fræði, ef þeir hleypa mér inn. Það eru ekki nema 36 nemendur sem komast áfram af hverri önn, þannig að þetta verður geysilega erfitt. Ég er þegar búinn að kaupa mér nokkrar námsbækur og ætla að byrja að lesa í sumar - ekki veitir af.“ Ingólfur Tjörvi var að lesa undir próf í stjömufræði. Ég ætla í Háskólann í haust, ef þeir hleypa mér inn,“ sagði Ing- ólfur Tjörvi. Mynd: KGA „Eg er tryggur lesandi Dags“ - Bréf frá Steingrími J. Sigfússyni, alþingismanni Hr. ritstjóri Hermann Svein- björnsson og annað starfsfólk. Þar sem kosningar eru nú nokk- uð að baki og mesti móðurinn af mönnum ákveð ég að senda ykk- ur línu. Ég vil byrja með því að taka fram, til að forða hugsanleg- um misskilningi, að ég er tryggur lesandi Dags frá barnsaldri og sem Norðlendingur stoltur af stöðu blaðsins sem höfuðblaðs utan Reykjavíkursvæðisins. Pað var því með nokkruin semingi sem ég varð að viðurkenna fyrir sjálfum mér að ákveðin atriði í málflutningi ykkar nú fyrir kosn- ingar gengu nokkuð á skjön við þá víðsýnu og heiðarlegu blaða- mennsku sem ég vil gjarnan sjá á síðum Dags. Ég á hér ekki við pólitísk skrif undir fullu nafni, leiðara eða fréttaskýringar á ábyrgð blaðsins. Slíku eru menn sammála eða ósammála eftir atvikum og heyrir allt þetta undir skoðanaskipti eða margblessað tjáningafrelsi. Nei, ég á hér við nafnlausar skreytnisögur í bak- dálkum þar sem farið er út á þær hálu brautir, sem það vill oftast verða, að gera sjálfan sig fyndinn eða upphefja á kostnað annarra. Gömul regla-segir að það sé einfaldast, áhættuminnst og oft- ast árangursríkast að gera grín að sjálfum sér og mættu stjórnmála- menn jafnt sem blaðamenn hafa þetta í huga. En til þess að skýra nú hvað ég á við, ágæta Dagsfólk, og lesendur í leiðinni, þá er ég einfaldlega ekki sáttur við það þegar Dagur fer rangt með aðsókn á fundi eða á ráð- stefnur á vegum Alþýðubanda- lagsins, heldur því fram að skipu- lagt klapplið hafi mætt á okkar vegum á sameiginlegan fram- boðsfund á Þórshöfn, nú eða spáir mér þeim frama helstum á Alþingi að ég muni reynast þar liðtækur skemmtikraftur af ódýr- ara tagi. Pað kann vel að vera að einhverjir hafi ekki aðrar óskir mér til handa í nýju starfi en reynslan mun ólygnust þegar kemur að því að meta störf manna og málflutning jafnt á Al- þingi sem annars staðar. Ég held gott fólk að það sé sér- staklega vandmeðfarið að segja persónulegar gamansögur af stjórnmálaandstæðingum rétt fyrir kosningar. Þá er stutt í það að álykta að sagan sé sett fram, sögð eða samin í pólitískum til- gangi, en hafi ekkert sjálfstætt líf sem gamansaga eða frétt. Þá er og hægt að draga í efa pólitískan ávinning af slíkri blaðamennsku. í því sambandi má benda á að við í Alþýðu- bandalaginu, sem stóðum að út- gáfu Norðurlands í kosningabar- áttunni, höfðum engan slíkan bakdálk (smátt og stórt, sand- kassa eða satt og logið) og merkj- um þö ekki að það hafi bagað okkur á nokkurn hátt. Nú nú, en nóg um þetta, ég er ekki hörundssárari en það að ég hafði meira gaman en raun af því að Dagur skyldi verja dýr- mætu plássi á síðum sínum rétt fyrir kosningar til slíkra hluta. Auk þess treysti ég óhræddur les- endum Dags til að dæma fyrir sig sjálfa það sem þeir heyra og sjá. Á þessu kalda vori þar sem stjórnmálalegur jafnt sem veður- farslegur bati lætur á sér standa mun okkur Norðlendingum ekki veita af að snúa bökum saman. Ég óska Degi alls hins besta og vænti góðs af samskiptum við blaðið í framtíðinni. Með ósk um vor í dal. Steingrímur J. Sigfússon. 2-DAGUR-15.júní 1983 ‘ .. ■Ji'.t.' - ’U‘ ri:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.