Dagur - 15.06.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 15.06.1983, Blaðsíða 7
Fallegt hár í Sjallanum Þrjár af þeim 42 glæsilegu hárgreiðslum sem sýndar voru i Sjallanum. Fyrir stuttu fór fram glæsileg- asta hárgreiðslusýning sem boðið hefur verið upp á hér á Akureyri. Fór sýningin fram í Sjallanum að viðstöddu miklu fjölmenni. Það voru hárgreiðslumeistarar og hárskerameistarar hér í bæ ásamt nemum þeirra, sem stóðu fyrir þessari sýningu og sýndu allt það nýjasta í hártískunni fyrir sum- arið. 42 módel komu fram með nýjar greiðslur og nýja snyrtingu sem unnar voru af snyrtistofum hér í bæ. Auk þess að sýna allt það nýjasta í hárgreiðslu og förð- un voru öll módelin klædd í fatn-! að frá tískuverslunum bæjarins. Áhorfendur kunnu vel að meta þetta framlag hárgreiðslumeist- ara og klöppuðu sýningarfólki og öðrum sem að sýningunni stóðu lof í lófa. Þar mátti sjá margan glæstan gæðinginn — Undirbúningur fyrir Fjórðungsmótið í fullum gangi meðal hestamanna Mikið hefur veríð um að vera hjá hestamönnum á Akureyri að undanförnu. Laugardaginn 28. maí fór fram gæðingakeppni Léttis á Sanavellinum. Var þetta jafnframt úrtak fyrir væntan- legt fjórðungsmót í sumar, Milli 50 og 60 hestar tóku þátt í keppninni og mátti þar sjá margan glæstan gæðing- inn. Var það mál manna að ekki hefðu komið fram hér áður jafn góðir og fallegir hestar. Enda var hart barist um 7 efstu sætin í hvorum flokki sem veittu rétt tíl þátt- töku á væntanlegu Qórð- ungsmóti. Einnig fór fram keppni ung- linga í tveimur flokkum, eldri og yngri og kepptu þau einnig um sæti til fjórðungsmóts. í eldri flokki unglinga voru aðeins tveir keppendur, Sonja Grant og Jón Páll Tryggvason. Hlaut Sonja 7,63 í einkunn en Jón Páll 7,55 og unnu þau bæði til þátttöku í fjórðungsmótinu. í yngri flokki urðu úrslit þessi: 1. Geisli, eigandi og knapi Eiður Guðni Matthíason 7,95. 2. Sindri, eigandi Svanberg Þórð- arson knapi Kristinn Svanbergs- son 7,78. 3. Glói, eigandi Sigmar Bragason knapi Viðar Bragason 7,60. 4. Ottó, eigandi og knapi Börkur Hólmgeirsson 7,58. 5. Perla, eigandi Óli G. Jóhanns- son knapi Orn Ólason 7,29. 6. Kópía, eigandi Matthías Gestsson knapi Muggur Matt- híasson 7,13. Fimm efstu í þessum flokki öðluðust þátttökurétt á fjórð- ungsmótinu. í A-flokki gæðinga urðu úrslit þessi: 1. Dimmalimm, eigandi og knapi Björn Þorsteinsson 8,31. 2. Sámur, eigandi og knapi Reyn- ir Hjartarson 8,27. 3. Abba, eigandi Elísabet Skarp- héðinsdóttir knapi Ragnar Ing- ólfsson 8,18. 4. Logi, eigandi og knapi Hösk- uldur Jónsson 8,11. 5. Skjóni, eigandi Porvaldur Hallsson knapi Reynir Hjartar- son 8,04. 6. Fjöður, eigandi Óli G. Jó- hannsson knapi Matthías Eiðs- son 8,01. 7. Fróði, eigandi og knapi Örn Grant 8,01. Þessir 7 hestar verða fulltrúar Léttis á væntanlegu fjórðungs- móti. Auk þess að hljóta Tómas- arbikar Léttis hlaut Dimmalimm einnig hryssubikar Léttis. í B-flokki urðu úrslit þessi: 1. Kristall, eigandi og knapi Gylfi Gunnarsson 8,60. 2. Aron, eigandi Aldís Björns- dóttir knapi Birgir Árnason 8,38. 3. Jörfi, eigandi Halldór Rafns- son knapi Ragnar Ingólfsson 8,33. 4. Smellur, eigandi og knapi Matthías Ó. Gestsson 8,16. 5. Kópur, eigandi Hólmgeir Páls- son knapi Björn Þorsteinsson 8,14. 6. Léttir, eigandi Gunnlaugur Þráinsson knapi Birgir Ámason 8,12. 7. Freyr, eigandi Örn Birgisson knapi Gylfi Gunnarsson 8,07. Þessir 7 hestar hlutu hin eftir- sóttu sæti og hlaut Kristall klár- hestabikar Léttis til varðveislu í eitt ár. Gylfi Gunnarsson á Kristal. Veiðisvæði Hörgár verður opnað til veiða laugardaginn 18. júní. Veiðileyfasala fer fram á sama stað og áður, Leik- fangadeild KEA. Veiðisvæðum hefur nokkuð verið breytt og eru veiðimenn vinsamlega beðnir að kynna sér þær breytingar, en upplýsingar þar að lútandi er að finna á veiðileyfunum og á sölustað. Veiðimenn eru vinsamlega minntir á að skila út- fylltum veiðikortum á sölustað að loknum veiði- degi. Stjórn Veiðifélags Hörgár. Siglinganámskeið Nú fara siglinganámskeiðin að hefjast í öllum flokkum. Þ.e. byrjendaflokki barna og fullorðinna og framhaldsnámskeið fyrir sömu flokka. Innritun fer fram að Hafnarstræti 22 (gamla tunnuverk- smiðjan) nk. laugardag frá kl. 13-16. Nökkvi félag siglingamanna. Málarar athugið Tilboð óskast í að mála húseignina Hafnarstræti 88 að utan að undanskildu þaki. Tilboðunum skal skilað eigi síðar en 24. þ.m. á Skó- vinnustofu Akureyrar, Hafnarstræti 88, milli kl. 9 og 18. Frá Þelamerkurskóla! Sundlaugin verður opnuð fimmtudaginn 16. júní kl. 1 e.h. Laugin verður opin í sumar sem hér segir: Þriðjudaga - föstudaga kl. 13-19, laugardaga og sunnudaga kl. 10-19. Lokuð á mánudögum. Húsvörður. Útboð á Norðausturvegi Auglýsing um útboð Vegagerð ríkisins Akureyri auglýsir eftir til- boðum í lagningu 1.6 km langs kafla af Norð- austurvegi frá Laxá að Laxamýri. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.r. Mið- húsavegi 1 Akureyri gegn 2.500 kr. skilatryggingu frá kl. 13.00 fimmtudaginn 16. júní 1983. Skila- frestur tilboða er til hádegis 27. júní 1983. Akureyri 14. júní 1983 Vegamálastjóri. Auglýsendur athugið Þær auglýsingar sem birtast eiga í Degi mánudaginn 20. júní þurfa að hafa borist auglýsingadeild fyrir kl. 16.00 fimmtu- daginn 16. júní. .15. júní 1983 - QAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.