Dagur - 15.06.1983, Blaðsíða 10

Dagur - 15.06.1983, Blaðsíða 10
Högg á fingurinn og þá kom lítið Svona á að saga. Myndir GEJ. tár. Og þeir komu að versla, Oddur Rúnar og Valli. Mamma gaf pening. Siggi bflstjóri keyrir ókeypis og farþegamir bíða. „Nei nei, það er ekkert erfitt að fá lóð hérna, við förum bara inn til umsjónarkon- unnar og hún lætur okkur fá lóð og svo byrjum við bara að byggja.“ Það voru ungir athafnamenn og konur í Frábæ, sem höfðu þetta að segja um lóðaúthlutun í nýj- asta hverfi bæjarins, sem rís árlega á athafnasvæði ungra byggingamanna í Frábæ, sunnan og vestan Lundar- skóla. Það var ekki barlómur í þessu Þeir byggðu búð, Valdi, Bogi og Jóhann. - Hvernig gengur svo rekstur- inn? „Þetta gengur fínt,“ sögðu þeir allir, „við seldum frá kl. 9-12 fyrir 300 krónur.“ • Allir til í „salíbunu“ - Hvað gerið þið við peningana sem koma inn í búðina? „Við kaupum auðvitað birgðir til næsta dags fyrir þá.“ En það var margt fleira en þessi verslun, sem var forvitnilegt í Frábæ. Ein aðalgatan í bænum heitir Aðalstræti og eftir þeirri götu kom akandi leigubíll bæjar- ins. Siggi er bílstjóri og var hann með farþega í bílnum. - Siggi sagði að það kostaði ekkert að ferðast með leigubílnum í Frábæ - enda vantaði ekki farþega. Það voru allir til í að fá eina „salí- bunu“ í flotta bílnum hjá Sigga bílstjóra. Við eina götuna var verið að smíða mannvirki sem blaða- manni varð starsýnt á. „Ég er að byggja útsýnisturn," sagði herramaðurinn sem átti þá lóðina, „en þessi er í vinnu hjá mér.“ Að vísu vinnur hann í Frábæ sá og heitir Kiddi, eins og hann sagði. „Það er fjör að vinna hér,“ sagði Kiddi smiður. Þannig gekk lífið fyrir sig í Frábæ, hamarshöggin, hlátur, hróp og köll. En oft kemur grátur eftir skellihlátur því einn smiður- inn fékk hamarshögg á fingur og var ekki vel hress með það. Að vísu komu bara tvö lítil tár, en síðan var hann byrjaður að smíða að nýju, enda veitti ekki af að halda áfram, ef ljúka átti við höll- ina fyrir kvöldið. unga fólki, þar sem það hamaðist við smíðarnar. Þarna voru alls konar mannvirki á mismunandi byggingarstigum. Allt frá uppi- stöðum, sem síðan verða hús og upp í glæstar hallir með turnum og viðbyggingum. Þeir sem lengst voru komnir voru búnir að smíða stærðar verslun sem þegar var tekin til starfa og seldi grimmt. Viðskiptavinirnir voru flestir af yngri kynslóðinni. Þó sögðu þeir félagar, sem sáu um rekstur verslunarinnar, að fullorðnir kæmu þarna líka. „Þá reynum við að selja þeim kaffi, því það er það helsta fyrir fullorðna. Ann- ars seljum við tyggjó á 6 kr. pakkann, brjóstsykur á 11 kr. en hann kostar 12 kr. út úr búð,“ sagði einn kaupmaðurinn. 0 „Við erum líka með sleikjó á 6 krónur“ - Hvernig farið þið að því að selja brjóstsykur undir búðar- verði? „Sko, við seljum líka gos f búðinni, en það er ekki alvöru- gos, heídur „Soda stream" sem við gerum heima. Það er ódýrara en venjulegt, svo þannig getum við selt Soda streamið á 7 kr. og slegið af brjóstsykrinum, ekki satt?“ Þetta er þó nokkur speki hjá ungum viðskiptajöfrum framtíð- arinnar og athugandi fyrir lands- feðurna. - En hvað er fleira til sölu í þessari glæsilegu verslun, sem ekki tók nema 2 daga að byggja upp og mála svona skínandi hvíta? „Við erum líka með sleikjó á 6 kr., töggur á 70 aura og kúlur á 50 aura og kaffið seljum við á 7 kr.“ Á þessari glæsilegu verslun er skilti sem á er letrað KFF sem þýðir víst Kaupfélag Frábæinga. En hafa þessir ungu verslun- armenn verslunarleyfi? „Verslunarleyfi til hvers? Ef löggan kemur þá bara gefum við henni kaffi,“ sagði einn kaup- maðurinn. 10 - DAGUR -15. júní 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.