Dagur - 15.06.1983, Blaðsíða 15

Dagur - 15.06.1983, Blaðsíða 15
Norræn umferðaröryggisvika á Akureyri: „Fullorðnir mættu vera börnum betri fyrirmynd" Vegfarendur hafa vafalaust veitt því athygli að mikið hefur borið á lögreglumönnum við Ðílaeigendur Ðílaverkstæði Bílamálarar Seljum og blöndum lakk á bíla. Bjóöum hið viðurkennda I.C.I. lakk sem hefur slegið í gegn í Reykjavík og á Suðurlandi. Reynið gæði I.C.I. lakksins. Höldur sprautuverkstæði Fjölnisgötu 1b, sími 25075. fjölfarin gatnamót undanfarna daga en ástæðan fyrir þessu er sú að nú stendur yfir ein af fjórum umferðaröryggisvikum á vegum Norræna umferðarör- yggisársins. - Pað sem við erum að gera er að við fylgjumst sérstaklega með því hvort ökumenn virði umferð- arljósin og noti þau rétt og að gangandi vegfarendur geri það ekki síður, sagði Porsteinn Pét- ursson, lögreglumaður, er blaða- maður Dags hitti hann að máli þar sem hann stóð vakt við gatna- mótin á Þingvalla- og Þórunnar- stræti. Að sögn Þorsteins hafði að vísu ekki verið mikil umferð þann rúma klukkutíma sem hann og Eiríkur E. Eiríksson, lög- reglumaður, höfðu staðið þarna sitt hvorum megin við gatnamótin en þeir sem þarna hefðu átt leið um hefðu nær undantekningar- Íaust farið eftir settum reglum. - Þetta hefur gengið vel og börnin virða umferðarreglurnar algjörlega en hins vegar virðist fullorðna fólkið vera óþolinmóð- ara og það má oft ekki vera að því að bíða etir græna karlinum í gangbrautarljósinu. Þeir full- orðnu mættu því gjarnan vera börnunum betri fyrirmynd, sagði Þorsteinn. Samkvæmt upplýsingum lög- reglumannanna þá virðist nær- vera lögreglumannanna virka þannig á ökumenn að þeir fara allir eftir settum reglum. - Ég verð a.m.k. aldrei var við að menn aki yfir á rauðu ljósi ef ég er í einkennisbúningi og lög- reglubíllinn er einhvers staðar í nágrenninu en hins vegar hefur maður séð það þegar ekið er um á einkabílnum að gula ljósið er orðið ansi rauðleitt hjá mörgum ökumannanna, sagði Þorsteinn og bætti því við að svo virtist vera sem venjuleg gangbrautarljós, t.d. ljósin við Hrísalund, væru frekar virt að vettugi en t.d. um- ferðarljós á gatnamótum. - Það er eins og ökumenn sjái ekki þessi gangbrautarljós og e.t.v. er þörf á því að stækka þau eða gera skýrari á einhvern hátt, sagði Þorsteinn Pétursson. Æfingar hjá yngri flokki kvenna, 14 ára og yngri, eru að hefjast. innritun fer fram fimmtudaginn 16. júní kl. 17.15-18.30 við Lundarskóla sími 23482. Jafnframt minnum við á æfingar annarra flokka sem eru hafnarog upplýsingar um æfingatíma fást einnig í síma 23482. Loks minnum við á leikja- og íþróttanámskeiðin sem standa yfir í tvær vikur hvert. Knattspyrnudeild. Ritstjórn Auglýsingar Afgreiðsla Sími (96) 24222 Skrifstofa Framsóknarflokksins Strandgötu 31, verður opin á eftirtöld- um dögum í júní: Mánudaga, þriðju- daga og fimmtudaga kl. 15-17. Síminn á skrifstofunni er 21180. Einnig er tekið við skilaboðum á afgreiðslu Dags, sími24222. I Eigum nokkra banka- borgaða bíla af gerðinni Datsun Nissan árgerð 1983 á mjög hagstæðum kjörum Komið og skoðið og kynnið ykkur kjörin. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5a, Akureyri, sími (96) 22520. Sements- verksmiðjan Krossanesi óskar eftir að ráða meiraprófsbifreiðarstjóra til sumarafleysinga í 21/2 mánuð. Upplýsingar í síma 25355 á daginn. Erum- fluttir N.T. umboðið h.f. (áður Norðlensk trygging h.f.). Ráðhústorgi 1 erflutt i Verslunarmiðstöð ina Sunnuhlið. Við bjóðum: (1) Vatryggingar. Umboð. TRYGGING H.F, Veitum fyrirtækjum og eínstaklingum al- hliða vátryggingaþjónustu. Enn fremur: (2) Ljósritunarþjónustu. Ljósritum í stærðunum A-4 og A-3 auk smækkunar. Ljósritum á venjulegan pappir, löggiltan skjalapappir eða glærur. (3) Skattskilaþjónustu fyrir einstaklinga. REYNIÐ OKKAR ÞJÓNUSTU. GMBOÐIÐ HF Sunnuhlíð Pósthólf 383 602 Akureyri Sími 2 18 44 Nafnnr. 6594-5312 _ 15, júní 1983 - DAGUR -15

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.