Dagur - 15.06.1983, Blaðsíða 16

Dagur - 15.06.1983, Blaðsíða 16
ÞJÓNUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN A FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Tugir laniba hafa króknað Á bænum Hraunum ■ Fljótum hafa tugir lamba króknað í síð- asta norðanáhlaupi, einnig hafa margar fullorðnar ær drepist og auk þess ein hryssa. Enn eru ekki öll kurl komin til grafar sökum snjóa og ófærð- ar. Þarna er um gífurlegt tjón að ræða. Bændur í Fljótuih eru flestir orðnir heylausir og lítið sem ekk- ert hey er að hafa í nágrenninu. Nokkuð er um að ær hafi geldst í kuldunum og fóðurkostnaður er orðinn gífurlegur. Nýfallinn snjór er á láglendi og var þó nóg- ur fyrir. Ef ekki rætist úr tíðarfar- inu á næstu dögum er útlit fyrir neyðarástand hjá bændum í Fljótum. RP/KGA Dregið hefur úr Nokkuð hefur dregið úr atvinnuleysi á Akureyri að undanförnu og samkvæmt upplýsingum Hauks Torfa- sonar hjá Vinnumiðlunarskrif- stofunni hefur gengið þokka- Iega að útvega fólki vinnu það sem af er þessum mánuði. - Það voru 143 á atvinnuleys- isskrá um síðustu mánaðamót, þar af 56 verkamenn en þessi tala hefur lækkað nokkuð nú í júní, sagði Haukur. Að sögn Hauks Torfasonar voru nokkrir skólapiltar meðal hinna atvinnulausu en nokkuð bæri einnig á því að menn sem hefðu verið á vertíð t.d. fyrir sunnan, hefðu snúið heim og vantaði nú vinnu. Haukur sagði að alls hefðu 410 umsóknir borist um vinnu við Vinnuskólann í sumar en tals- verður hluti þessara umsókna hefði ekki borist fyrr en eftir að umsóknarfrestur rann út 13. maí sl. - Ég veit þó ekki betur en það hafi átt að útvega öllum þessum unglingum vinnu, sagði Haukur Torfason. Yeðrið ''77m'YX Á veðurstofunni fengum við þær fréttir að næstu tvo sólarhringana yrði sunnan og suðvestanátt. „Það verður bjart, hlýtt og úr- komulaust að mestu,“ sagði Eyjólfur Þorbjörnsson, veður- fræðingur. Veiðimannsefnið Tryggvi Þór Guðmundsson og Stefán Om Ingvarsson að gera sig klára við Laxá. Lítið líf í Laxá „Veiðin er alveg ömurleg núna. Ætli það séu ekki komnir 7-8 fiskar á land síðan 10. júní,“ sagði Stefán Örn Ingv- arsson, en hann var að veiða í Laxá í Aðaldal ásamt Guð- mundi Guðjónssyni og Tryggva Þór Guðmundssyni „sem er framtíðarveiðimaður með mikla hæfileika,“ að sögn Stefáns. Þeir félagar voru að veiða í svokölluðum Bakkastreng. „Þetta er bara upphitun,“ sagði Stefán. „Við erum að veiða upp i vinnudagana sem við Húsvíking- arnir fáum fyrir þá vinnu sem við framkvæmum á veiðisvæðinu við málningu á prömmum og bátum og fleira sem þarf að gera til að allt sé tilbúið er veiðitíminn hefst fyrir aivöru 15. júní. - Hvaða agn notið þið? „Við notum allt, spún, maðk og flugu, en það virðist ekkert hafa að segja. Ætli fiskurinn sé nokkuð genginn almennilega í ána,“ segir Stefán og vippaði sér niður á bakkann til að kasta fyrir þann stóra. KEA-skyrið í plastöskjur - Jarðaberjaskyr einnig væntanlegt „Skyrinu frá okkur hefur verið handpakkað í sellófanpappír en á morgun erum við að byrja að dreifa gamla góða KEA- skyrinu í plastöskjum,“ sagði Þórarinn Sveinsson, hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Eyfírðinga, í samtali við Dag í gær. Þórarinn sagði að skyrinu yrði pakkað í 200 og 500 gramma plastöskjur og yrði pökkunardag- ur stimplaður á lokin en geymslu- þol skyrsins er um vika frá pökk- unardegi. „Þá erum við einnig að hefjast handa um að setja á markaðinn jarðarberjaskyr, en það er gamla góða KEA-skyrið okkar bragð- bætt með jarðarberjabragði,“ sagði Þórarinn. „Þegar kreppir að vilja allir allt fyrir okkur gera“ - segir Árni Steinar Jóhannsson, garðyrkjustjóri Þó sumarið sé fyrir löngu komið, samkvæmt almanak- inu, þá hefur farið heldur lítið fyrir því hingað til. Margt bendir þó til þess að það sé handan við hornið og meðal þess sem minnir okkur á sumarkomuna eru sumarstörf bæjarvinnumanna. Þá hafa þægilegir garðbekkir af dönsk- um uppruna einnig vakið at- hygli manna. - Það er rétt að geta þess í upphafi að það var byrjað að panta þessa bekki árið 1979 og hinir síðustu þeirra komu til landsins í ágúst í fyrra, sagði Árni Steinar Jóhannsson, garð- yrkjustjóri, er við slógum á þráðinn til hans og spurðum um dönsku bekkina. Að sögn Árna Steinars voru bekkirnir á mjög hagstæðu verði þegar byrjað var að panta þá, 1979, en þá vildu jafnframt fá eða engin innlend fyrirtæki taka þessa smáframleiðslu að sér. - Við pöntuðum því bekkina milliliðalaust frá Danmörku og það er meðal annars ástæðan fyrir hinu góða verði. Síðan þetta gerðist hefur þróun gengismála hins vegar verið mjög óhagstæð og nú er ekki lengur hagstætt að kaupa þessa bekki erlendis. ís- lensk fyrirtæki eru orðin sam- keppnisfær og það sem hefur í rauninni gerst er það að dregið hefur úr verkefnum fyrirtækja hér og því eru þau orðin nógu góð til að framleiða fyrir okkur. Þetta er nákvæmlega það sama og t.d. hjá Vörubílastöðinni Stefni svo annað dæmi sé tekið. Þegar þeir eru í stórum verkefnum og allt leikur í lyndi þá hafa þeir engan tíma til að sinna okkur en þegar það kreppir að þá vilja þeir allt fyrir okkur gera, sagði Árni Steinar Jóhannsson. # Afveðri Það tekur á taugar Norölend- inga að hírast í kulda og trekki dag eftir dag þegar líða fer að lengsta sólargangi. Margir hafa spáð, en fáír reynst sannspáir nema þá Drauma-Jón í Degi. Hann spáði erfiðu sumri með snjó- komu f hverjum mánuði sem stenst enn. Hrafn Sveinbjarnarson á Hallormsstað hefur alltaf ver- ið til með að spá, enda grallari mikill að eðlisfari. Hann segir þá nákvæmlega til um veður- breytingar, oftast upp á mín- útu. Eitt vorið spáði hann veðurbreytingum og töldu flestir að þar væri Hrafn að spá fyrír um sumarkomu. En þá brá svo við að það brast á með norð-austan og snjó- komu á Héraði á þeim tíma sem Hrafn hafði spáð veður- breytingunum. Gárungarnir höfðu þá orð á þvf við „Krumma“, að ekki væri hann mikill spámaður. „Nú“, svar- aði Krummi, „ég spáði aldrei sól og blfðu, ég sagði bara að veðrið myndi breytast“. • Slófyrir aksturinn Bóndi nokkur f Eyjafiröi fékk fyrir nokkrum árum vörubfl- stjóra nokkurn til þess að flytja fyrir sig hross, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur fær- andi. En þegar kom að því að greiða fyrir flutninginn bar bóndi sig illa, kvartaði um peningaleysi og einnig það að hann hefði svo mikið að gera, hann ætti eftir að slá túnið hjá sér og fleira f fram- haldi af því. Fór svo að bíl- stjóranum fór að leiðast þessi „mæðusöngur“ bónda og bauð honum að slá fyrir hann fyrir aksturinn. Bóndi tók því vel og skildu þeir sátt- ir að slætt! loknum. • Hálft folald... Nokkru síðar þurfti bóndi aftur á flutningi á hrossum að haida og að sjálfsögðu hafði hann samband við sama bfl- stjóra. Lofaði bóndi að greiða honum fyrir flutninginn að þessu sinni með hálfu svíni. Hrossin voru flutt og ein- hverjum mánuðum síðar hugðist bflstjórinn sækja hálfa svfnið sitt. En í millltfö- inni hafði bóndinn hætt með svfn og gat því ekki staðið við loforð sitt. Bauð hann bílstjóranum þess f stað að láta hann hafa hálft folald og féllst bflstjórinn á það. Þegar hann hugðist svo sækja hálfa folaldlð sitt tók bóndi á móti honum, en kvaðst þvf miður ekki vita hvernig hann ætti að fara að því að slátra hálfu fol- aldl. Um framhaldið vitum við ekki en sennilega hefur bóndi þessi haft sæmilega afkomu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.