Dagur - 20.06.1983, Blaðsíða 15

Dagur - 20.06.1983, Blaðsíða 15
Sykursýkisrannsóknir á Norðurlandi: 17 fundust með sýkingu Fjöldi út- Móttekin svör: Sykur 'þvagi: Sykursjúkir úrskurðað: sendra bréfa: fjöldi % Konur Karlar Alls Konur Karlar Alls Akureyri (1980) 5.543 3.120 56,3 59 136 195 7 3 10 Sveitir í nágrenni Ak. 1.112 547 49,2 9 18 27 1 2 3 Akureyrar-læknishérað 6.655 3.667 55,1 68 154 222 8 5 13 Dalvíkur-læknishérað 889 473 53,2 8 13 21 2 1 3 Ólafsfj arðar-læknishérað 481 237 49,3 5 8 13 0 0 0 Siglufj arðar-læknishérað 919 351 38,2 6 14 20 0 1 1 8.944 4.728 52,9 87 189 276 10 7 17 Niðurstöður þvagsykurrann- sókna sem Samtök sykursjúkra á Akureyri og nágrenni geng- ust fyrir hafa nú verið birtar. Alls var leitað til 8.944 ein- staklinga og sendi um helming- ur þeirra inn svarblöð. Rann- sóknin eða leitin beindist að íbúum á Akureyri, í Akureyr- arlæknishéraði og í læknishér- uðum Dalvíkur, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Rannsóknir þessar fóru fram á árunum 1980 og 1981 og voru niðurstöður þeirra þessar: „Ef Neytendasamtökin geta ekki gert greinarmun á einka- sölu og einokun, þá er rétt að taka það fram að einkasala þekkist í landbúnaðinum, en einokun ekki,“ segir m.a. í frétt frá Stéttarsambandi bænda, sem blaðinu hefur bor- ist varðandi umræður í fjöl- miðlum vegna verðhækkana á búvörum. Telja samtökin, að inn í þær umræður hafí spunn- ist ásakanir um einokun land- búnaðarins og sjálfvirkt verð- lagskerfí. Síðan segir í fréttinni frá Stétt- arsambandinu: Tíðrætt hefur verið um fyrir- komulag á sölu búvara. Sem kunnugt er, eru nokkrar helstu búvörur framleiddar hér á landi, verðlagðar af svokallaðri sex- mannanefnd, en í henni eiga sæti 3 fulltrúar neytenda og jafnmarg- Alls tókst því að koma rann- sóknargögnum (bréfum) til 8.944 einstaklinga, en samanborið við manntal 1. des. árið á undan rannsóknarsumri höfðu um 250 manns skipt um búsetu eða voru ir fulltrúar framleiðenda. Þetta ætti flestum sem fjallað hafa um þessi mál, m.a. stjórn Neyt^nda- samtakanna, að vera ljóst. Margir sem látið hafa í sér heyra telja að búvörur hafi hækk- að meira en aðrar vörur. Þetta er furðuleg afstaða til mála, einkum og sér í lagi ef litið er til Neyt- endasamtakanna sem hafa talið sérstaka ástæðu til að gagnrýna hækkanir á búvöru, en ekki hækkun á öðrum vörum. Stjórnarformaður Neytenda- samtakanna fullyrðir að verð á nýmjólk hafi hækkað helmingi meira en laun sl. 9 ár. Þá miðar hann við niðurgreitt smásölu- verð, en réttara væri að miða við óniðurgreitt smásöluverð, þar eð þar kemur fram raunverulegur kostnaður við vöruna og þær verðhækkanir sem samþykktar hafa verið í sexmannanefnd. fjarverandi þær vikur, sem rann- sóknirnar stóðu. Svör með niður- stöðum þvagsykurrannsóknar tókst að fá frá 4.728 einstakling- um (52,9%) og eru þau í vörslu héraðslæknisembættisins á Akur- Niðurgreiðslurnar eru hins vegar mjög breytilegar og gefa því vill- andi mynd í slíkum samanburði. Sé miðað við óniðurgreitt smásöluverð, hefur nýmjólk hækkað um 2,975% sl. 9 ár, en laun um 2,119%. Mjólkin hefur því ekki hækkað helmingi meira en launin, heldur um 40% sé miðað við laun skrifstofu- og verslunarmanna. Það er hins vegar einnig fróð- legt fyrir neytendur að vita að dilkakjöt hefur hækkað um 24% umfram laun, kartöflur um 38%, nautakjöt um 42%, ýsuflök um 43%, bensín um 56% og svína- kjöt um 59% umfram laun. Ekki verður af þessu séð, að hinar hefðbundnu búvörur hafi hækkað umfram ýmsar aðrar al- gengar vörur, sé miðað við laun. eyri. En fullvíst er að miklu fleiri framkvæmdu hana, en hirtu ekki um að senda svarblöð þrátt fyrir margar ítrekanir þar um. Þeir 276 einstaklingar, sem höfðu syk- ur í þvagi eftir neyslu kolvetna- ríkrar máltíðar, mættu nær allir til blóðsykurrannsóknar. Þeir sem þá höfðu meira en 130 mg % í blóðsykri fóru síðan í langt syk- urþolspróf. Eftir það úrskurðaði Þórir Helgason, yfirlæknir, hverjir væru sykursjúkir. Þeir voru alls 17 úr þessum hópi og enginn þeirra vissi áður að hann/ hún gengi með sjúkdóminn, sem nú er í öllum tilfellum í meðferð lækna og viðkomandi einstakl- inga. N.T. umboðið h.f. (áður Norðlensk trygging h.f ), Ráðhústorgi 1 erfluttí Verslunarmiðstöð ina Sunnuhlið. Við bjóöum: (1) Vátryggingar. Umboð: TRYGGING H.F. Veitum fyrirtækjum og einstaklingum al- hliða vátryggingaþjónustu. Samtök sykursjúkra á Akur- eyri og nágrenni hafa þar með lokið leit sinni að sykursjúkum á Eyjafjarðarsvæðinu. Ekki er kunnugt um, að leit sem þessi hafi nokkurs staðar áður verið framkvæmd. Aðferðin er ekki sú öruggasta en án núnnsta vafa sú hagkvæmasta og ódýrasta í fram- kvæmd í dag og hún skilar árangri. Þetta framtak hefur eflt Samtökin félagslega og vakið at- hygli almennings og hjúkrunar- fólks á sykursýkinni - og komið 17 manns í lífsnauðsynlega lækn- ismeðferð. - Samtökin færa öll- um aðilum, sem hjálpuðu þeim í þessum aðgerðum, bestu þakkir fyrir veittan stuðning. Enn fremur: (2) Ljósritunarþjónustu. Ljósritum i stærðunum A-4 og A-3 auk smækkunar. Ljósritum á venjulegan pappir, löggiltan skjalapappir eöa glærur. (3) Skattskilaþjónustu fyrir einstaklinga. 20. júní 1983 - DAGUR -15 REYNIÐ OKKAR ÞJÓNUSTU. NÍX GMBOÐIÐ HF Sunnuhlíð Pósthólí 383 602 Akureyri Sími 2 18 44 Naínnr. 6594-5312 _ í tilefni 1 árs afmælis Sjallans opnum við fyrír mat í hádeginu og á kvöldin í 3ju hæð, frá og með fimmtudeginum 23. júní. Húsið opnað fyrir hádegisverð kl. 11.45 og kvöldverð kl. 19.00. Dinnermúsik. Því miður lakþað útað við værum að opna svo að föstudags- og laugardagskvöld eru þegar fullbókuð en viljirþú tryggja Frá fimmtudeginum 23. júní til fimmtudagsins 30. júní þér borð í tíma þá er síminn 22970 og 22770. verður matvælakynning á ýmsum veisluréttum frá Kjötiðnaðarstöð KEA auk listauka (on the House). Glæsilegur matseðill og réttur dagsins. Verði stillt í hóf. Annars vonumst við ávallt til að geta fyrirvaraiaust átt borð fyrir þig (þó það nú væri). Geislagötu 14, gengið inn að norðan (aðaldyr). 000 Bdd fi ÓÓD BOD ÓDD : 000 □□□ 3DC Stéttarsamband bænda: Ásakanir um einokun Erum- fluttir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.