Dagur - 22.06.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 22.06.1983, Blaðsíða 1
STÚDENTA- . SKEIÐAR OG STÚDENTA- HÚFUR GULLSMIBIR j SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 22. júní 1983 67. tölublað Sieinullarverksmiöja Framkvæmdir hefjast iagust Framkvæmdir við jarðvegs- flutning á lóð Steinullarfélags- ins á Sauðárkróki munu hefj- ast í ágúst nk. og er reiknað með að þeim verði lokið í haust þannig að unnt verði að hefjast handa við byggingu Steinullarverksmiðjunnar næsta vor. Á fundi í bæjarráði Sauðár- króks þann 1. júní var lagt fram bréf frá Steinullarverksmiðjunnií hf. þar sem því er beint til bæjar- yfirvalda að hafist verði handa við undirbúa lóðina fyrir jarðvégs- flutning. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að gera þeim að- ilum, sem haft hafa not af um- ræddu landi, að víkja af því í júlí. Engar byggingar eru á þessari lóð og einungis er um að ræða hreins- un á landinu. Alagninga- seðlarnir í lok júlí „Ég reikna ekki með því að menn muni fá álagningarseðl- ana fyrr en síðari hlutann í júlí," sagði Jón Dalmann Ár- mannsson hjá Skattstofu Norðurlandsumdæmis eystra er við ræddum við hann um álagningarseðla og hvenær þeirra væri að vænta. „Þetta gengur sinn vanagang. Við erum að skila af okkur fram- tölum einstaklinga til Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar þessa dagana og síðan eigum við eftir félögin. Þar fer þetta í út- reikning og ég reikna með að öll umdæmin verði keyrð út í einu þannig að það má búast við því að niðurstöður liggi ekki fyrir fyrr en undir lok júlí." Jón Dalmann sagði að þetta væri svipaður tími og undanfarin ár. „Þetta rétt slapp í fyrra fyrir mánaðamótin júlí/ágúst þannig að það var hægt að taka af mönn- um um þau mánaðamót, en þó gæti þetta orðið nokkrum dögum fyrr á ferðinni núna." Trjákvoðuverksmiðja við Húsavík: „Einstaka þættir eru enn ókannaðir" — segir Guðmundur Bjarnason alþingismaður Á fyrsta íuiidi í stóriðjunefnd sem Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, hefur skipað og haldinn verður í dag, mun iðnaðarráðherra leggja það fyrir nefhdina að hún kanni það sérstaklega hvort ekki sé unnt að reisa trjákvoðuverk- smiðju á Húsavík. Mun ráð- herra óska eftir því við nefnd- ina að fá skýr og skjót svör við því hvort ekki sé grundvöllur fyrir því að reisa verksmiðj- una. Sverrir Hermannsson leggur á það áherslu að vcrk- smiðjan verði reist á Húsavík, verði hún reist hér á landi. „Það sem þarf að gerast í þessu máli er að fá úrskurð um hag- kvæmni þessarar verksmiðju og hvort það er yfir höfuð skynsam- legt að fara út í byggingu hennar," sagði Guðmundur Bjarnason, alþingismaður, er við höfðum samband við hann til að forvitnast um hvað væri að frétta af verksmiðjunni. „Einstaka þættir þessa máls eru ókannaðir þótt allt sem til þess hefur verið gert hafi verið jákvætt. Það þarf að skoða málið betur svo hægt sé að segja af eða á með framhaldið. Verði svarið jákvætt er það auðvitað mjög gott en verði það neikvætt verða menn að hafa ráðrúm til þess að snúa sér að einhverju öðru." Hjörleifur Guttormsson lagði fram í vor áfangaskýrslu varð- andi trjákvoðuverksmiðjuna við Húsavík og var hún m.a. kynnt alþingismönnum í kjördæminu. Síðan fóru kosningar í hönd og málið lagðist til hliðar. Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri á Húsavík, mun síðan hafa átt við- ræður við Sverri Hermannsson, iðnaðarráðherra, fyrir stuttu varðandi framhald málsins. í fyrri viku voru tvö skemmtiferðaskip á ferð hér við Akureyri. Um borð voru samtals 900 farþegar, sem fóru í skoðunarferðir vítt og breitt um Norðurland. í sumar er alls að vænta 15 slíkra skipakoma.." Hér stíga farþegar úr Maxim Gorkí á land. Mynd: KGA. Minna um mink í Þingeyjarsýslum? „Þeir minkar gjóta ekki sem hafa verið drepnir" „Við höfum mjög Iítið farið af stað í vor, það hefur verið snjór yfir öllu og illt við þetta að eiga," sagði Arnkell Þór- ólfsson í Hraunkoti í Aðaldal en hann og Vilhjálmur Jónasson á Sflalæk hafa stundað minka- veiðar undanfarin ár með mjög Þannig skutu þriðja an góðum árangri. þeir á síðasta hundrað dýr. „Við höfum frekar lítið fundið á þeim stöðum sem við höfum farið á núna, en við höfum farið á Sléttuna og í Laxamýrareyjarn- ar, þar sem vörp eru. Ég reikna með að við förum að fara í þetta af krafti á næstunni og við mun- um fara á sömu svæði og undan- farin ár, í Kinnina, Aðaldal, Reykjadal, Reykjahverfi, Húsa- vík, Tjörnes og eitthvað á Slétt- una. Okkur virðist hverfandi lítið af mink á þeim slóðum sem við höf- um farið á núna miðað við það sem verið hefur. Það hefur meira verið drepið undanfarin ár en áður og þeir minkar gjóta ekki sem hafa verið drepnir, það er engin hætta á því. Það hlýtur að liggja í augum uppi að minknum fækkar þegar hann er drepinn." H6i" bláir putta- lingar JlsJt=Z . - ¦ ¥. „Sælu- húsið" Dalvík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.