Dagur - 22.06.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 22.06.1983, Blaðsíða 2
Hólmfriður Pálmadóttir, 8 ára: Ég held að ég ætli að vinna á sjúkrahúsinu, það er svo gaman. Andri IVfár Sigurðsson, 7 ára: Ég er ekki búinn að ákveða það. Dagur Hvað ætlar þú að vinna þegar þú verður stór? (Spurt á Frábæ) Ómar Arnarson, 6 ára: Kannski að verða gröfu- maður. Bjarni Már Jóhannesson, 6 ára: Vinna á beltagröfu. Tómas Veigar Sigurðsson, 5 ára: Lögga, það er svo gaman að veiða bófa. 2 - DAGUR - 22. júní 1983 ■ 'iV. ■ - - (V >. > í i U i ... • „Það hafa allir tekið mér mjög vel og ég er ánægður“ - segir Guðmundur „Kubbi“ Pétursson, ráðhúsherra „Ég tel mig nú Innbæing, enda fæddur og uppalinn í Fjörunni til 18 ára aldurs er ég fór að byggja úti í Þorpi og fluttist þangað tvítugur. Svo er ég líka KA-maður þó ég fari ekki hátt með það norðan við brú. Enda voru engir Innbæingar í Þór á þessum árum og eru líklega engir eða fáir í dag. En þegar ég er spurður í hvoru félag- inu ég sé, segi ég alltaf að ég sé í Skautafélaginu, það hef- ur reynst vel.“ Það er hann Guðmundur Pét- ursson, eða Kubbi, eins og marg- ir þekkja hann sem hefur tekið á móti blaðamanni á skrifstofu sinni á efstu hæð Ráðhússins. „Þetta herbergi tilheyrir starfi húsvarðar,“ segir Guðmundur er hann býður blaðamanni sæti. - Þú segist vera í Skautafélag- inu? „Já, ég er búinn að vera við- loðancfT skautaíþróttina frá barn- æsku er ég átti heima í Innbæn- um. Á þeim árum var rennsli Eyjafjarðarár öðruvísi en það er nú. Þá rann hún með landinu að vestan og brást það ekki að það var góður ís á ánni langtímum saman á vetrum og vorum við krakkarnir í Innbænum mikið á skautum, enda stutt að fara. Við bundum á okkur skautana í eld- húsinu heima hjá okkur og skrið- um svo nokkra metra yfir götuna og þar vorum við komin á gott sveli. En rennsli árinnar breyttist með byggingu flugvallarins og þá hvarf svellið að mestu á vetrum, svell sem við höfðum haft árum saman." - Nú hefur farið gott orð af Innbæingum hvað varðar skaut- ana. „Innbæingar hafa alltaf verið góðiri skautamenn og eru reynd- ar enn. Síðan farið var að stunda íshokky á Akureyri hefur uppi- staðan í liði okkar norðanmanna verið Innbæingar. Það er ekki fyrr en á seinni árum sem dreifing kemur í liðið með breyttri búsetu manna sem þó vilja halda áfram í þessu.“ - Stundarðu skautana enn? „Já, ég er töluvert á skautum enn þrátt fyrir að ég sé hættur að keppa í hokký. Ég hef frekar snúið mér að dómgæslu og fór ásamt Hallgrími Indriðasyni til Noregs þeirra erinda að læra dómarastörf. Hin síðari ár hef ég frekar snúið mér að skíðaíþrótt- inni og stunda skíðagöngu grimmt, en svigskíðin hafa orðið, kannski allan námstímann annað hvort við innivinnu, að smíða eldhúsinnréttingar, eða allan námstímann við útivinnu, upp- slátt og slíkt. Þetta hefur breyst, sem betur fer, með tilkomu kennslunnar í iðnskólunum og fá þá nemarnir meiri reynslu, t.d. í notkun véla sem er eitt það farinn að hugleiða þann mögu- leika að fara í annað starf. En hvað það átti að vera vissi ég ekki enda ekki farinn að taka þetta alvarlega þrátt fyrir að læknir var búinn að ráðleggja mér að fá mér eitthvað rólegra en smíðavinnu. Síðan sá ég auglýsinguna varð- andi þetta starf og sótti um.“ Guðmundur Pétursson. Mynd: GEJ útundan að undanförnu. Svo var ég lengi í stjórn Skautafélags Ak- ureyrar, en er hættur þar núna.“ - Hvað um starfið? „Ég byrjaði að læra trésmíði 1957. Þá var ég búinn að ganga þennan venjulega menntaveg, úr barnaskóla, gegnum gagnfræða- skóla og tók að sjálfsögðu iðn- skóla samhliða trésmíðinni. Á þeim tíma sem ég var í trésmíðanáminu var töluvert erf- itt að komast að í námi. Þá var þetta sterka meistarakerfi við lýði sem nú er að ganga sér til húðar með tilkomu kennslunnar í Iðnskólanum. Það var líka erfitt að komast að á þessum árum. Þetta þóttu þá mjög trygg störf, en stundum þóttu þau nokkuð einhæf. Á þessum árum kom það oft fyrir að nemar í trésmíði voru nauðsynlegasta í þessu starfi." - Hvar lærðir þú húsasmíði? „Ég var einn af þeim heppnu og komst á samning hjá Einari Eggertssyni og Guðjóni Guð- laugssyni en þeir voru saman með verkstæði á þessum tíma. Annar þeirra varð að vera skrif- aður fyrir samningnum og er varpað var hlutkesti kom upp hlutur Guðjóns og var hann því skrifaður fyrir samningnum.“ - Hvar kemur svo nýja starfið sem húsvörður ráðhússins inn í dæmið? „Það er náttúrlega tilviljun, eins og margt annað í lífinu," segir Guðmundur. „Ég var búinn að berjast í þessari smíðavinnu í öll þessi ár og er einn af þeim sem eru með þjóðarsjúkdóm íslend- inga, sem sagt bakveiki, og var ég - Hvað um möguleika á að fá starfið? „Upphaflega vissi ég ekki frek- ar en aðrir hversu margir sæktu um en ég taldi mig eiga jafna möguleika og aðrir en það hvarfl- aði ekki að mér að allur þessi fjöldi sækti um og sýnir það kannski vel hve slæmt ástand er í atvinnumálum á þessu landi.“ - Hvernig leggst svo nýja starfið í þig? „Það leggst mjög vel í mig, það hafa allir tekið mér mjög vel hér og ég er ánægður með það sem komið er. Starfið virðist bjóða upp á ýmis verkefni þar sem fyrra starf mitt sem smiður kemur í góðar þarfir og það virðist vera nóg að gera, svo ég er ánægður," segir Guðmundur „Kubbi“ Pét- ursson að lokum. Vatnið er ekki nema um 60 gráðu heitt Valdimar Pétursson hringdi: Mig langar til þess að taka undir það sem kom fram í bréfi Ólafs Birgis Árnasonar er hann skrifaði í Dag um samskipti sín við Hita- veitu Akureyrar. Ég bý í Einholti og fæ ekki nægilega heitt vatn inn til mín. Vatnið sem ég fæ inn er 61 gráðu heitt og tel að ég hafi ekki fengið nema 66 gráðu heitt vatn í vetur. Ég bý í einbýlishúsi og húsin við hliðina fá heitara vatn inn. Þegar ég hef kvartað er þeim kvörtunum í sjálfu sér ekki illa tekið, en það er ekkert gert í málinu. Ég hef verið ákaflega prúður við þá hjá Hitaveitunni en Húsmóðir hringdi: Mig langar til þess að þakka fyrir þá miklu at- hygli sem vakin hefur verið á erf- iðleikum okkar gangandi vegfar- þar sem þeir viðurkenna að vatn- ið sem ég fæ sé ekki nógu heitt og að hin húsin fái heitara vatn enda við að komast yfir merktar gangbrautir. Þótt þeirri herferð sem í gangi var á dögunum sé finnst mér furðulegt að ég skuli ekki geta fengið þetta lagfært þrátt fyrir kvartanir mínar. lokið er það ósk mín að bílstjórar haldi áfram að sýna aðgæslu við merktar gangbrautir. Bílstjórar sýni aðgæslu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.