Dagur - 22.06.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 22.06.1983, Blaðsíða 11
Ræktunarsamband Norðurlands 80 ára Það voru alls um 350 bændur sem sóttu Ræktunarsamband Norðurlands heim, þegar 80 ára afmæli sambandsins var haldið hátíðlegt, dagana 9., 10. og 11. júní. Auk þess voru um tvö hundruð manns í loka- veislu að kvöldi afmælisdags- ins, hvaðanæva af að landinu og var landbúnaðarráðherra Jón Helgason meðal gesta. Formlegur stofnunardagur fé- lagsins er 11. júní 1903. Ákvörð- un um þann stofndag var tekin er félagið „fæddist“ ef svo má segja, á bændanámskeiði á Bændaskól- anum á Hólum hinn 26. mars það ár. Frumkvöðull að stofnun fé- lagsins var Sigurður Sigurðsson, þá skólastjóri á Hólum og síðar búnaðarmálastjóri. Með honum í hinni fyrstu stjórn voru þeir Páll Briem, amtmaður og Stefán Stef- ánsson skólameistari. Núverandi stjórn er skipuð þeim Agli Bjarnasyni, ráðunaut, Helga Jónassyni, Grænavatni og Ævarri Hjartarsyni, ráðunaut. Félagssvæðið hefur frá önd- verðu náð yfir Húnavatnssýslur, Skagafjörð, Eyjafjörð og Þing- eyjarsýslur. Það starfar sem tengiliður milli búnaðarsamband- anna á Norðurlandi og vinnur að því að útbreiða meðal almenn- ings þekkingu á öllu því er að landbúnaði lýtur og sem að gagni getur komið. Tilgangi sínum hefur félagið leitast við að ná með tilrauna- og leiðbeiningastarfsemi, ásamt þjónustuefnagreiningum á j^irð- vegi og heyi fyrir bændur. Pá hef- ur Ársrit Ræktunarfélagsins komið út óslitið frá upphafi en það mun vera annað elsta land- búnaðarrit landsins, næst á eftir Búnaðarriti Búnaðarfélags íslands. í tilefni 80 ára afmælis félagsins var bændum og öðru félagsfólki af Norðuriandi boðið til Akur- eyrar til að skoða aðstæður fé- lagsins og húsakynni, þar sem er rannsóknarstofa og búnaðar- bókasafn, en safnið er rekið í fé- lagi við Tilraunastöðina á Möðruvöllum og Búnaðarsam- band Eyjafjarðar. Auk þess var skoðuð sérstök sýning í máli og myndum, sem komið hefur verið rir í húsakynnum félagsins að seyri 2 á Akureyri. í samræmi við stefnu félagsins frá öndverðu, að nýta vel heima- fengin gæði á hverri jörð, var veislan mjög að því sniðin og var mysa, grasagrautur, njólajafning- ur og ábrystir auk kinda- og nautakjötsrétta meðal þess sem fram var borið. Við þetta tækifæri var frú Guð- rún Halldórsdóttir, ekkja Ólafs Jónssonar, sem starfaði óslitið sem framkvæmdastjóri félagsins í yfir 40 ár, kjörin heiðursfélagi Ræktunarfélagsins fyrir dyggð og tryggð við félagið við hlið manns síns og alla tíð. Ræktunarfélagið vill koma á framfæri alúðarþökk fyrir höfð- inglegar gjafir því til handa, en allur matur var reiddur fram af Iðnaðardeild Sambandsins á Ak- ureyri, Kaupfélagi Eyfirðinga Akureyri og Kaupfélagi Sval- barðsstrandar og kaffiveitingar af búnaðarfélögunum í Hrafnagils-, Saurbæjar-, Öngulsstaða-, Sval- barðsstrandar-, Arnarnes- og Glæsibæjarhrepp. Góðar gjafir og skeyti bárust frá bændaskólunum og ýmsum stofnunum og félagasamtökum bænda og einstaklingum, sem of langt mál er upp að telja. Strigaskór Ódýrir reimaðir strigaskór á sannkölluöu hagkaupsverði kr. 199-8 litir. Einnig Kínaskór, óreimaðir, 4 litir - kr. 230. Hafnarstræti 88, sími 22150. Sími25566 Á söluskrá: Ægtsgata: Einbýllshús 3ja herb., ca. BO fm ásamt 32 fm bflskúr. Hrísalundur: 3|a harb. íbúö í fjölbýllshusl, ca. BO fm. Ástand ágætt. Laus 1. sept. Tjarnartundur: 2ja herb. fbúö f fjðlbýlishúsl, ca. S0 fm. Laus fljótlega. Skarðshllð: 2Ja herb. fbúð á jarðhhæö, ca. 60 fm. Laus strax. Hrafnagilsstræti: 4ra herb. jarðhæð f tvfbýllshúsi, ca. 100 fm. Bílskúr. Tjarnarlundur: 3ja herb. fbúð f fjölbýllshúsl. Sklptl á 2ja herb. fbúð æskileg. IAS1EIGNA& II SKIPASAUSSI NORÐURLANDS íl Amaro-húslnu II. hæð. Síminn er 25566. Benedikt Ólafsson hdl. Sölustjóri Pétur Jósefsson. Er við á skrifstofunni alla virka daga kl. 16,30-18,30. Kvöld- og helgarsími: 24485. ISW ■*"*!(•* Þórarinn Lárusson, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands NorAurlands. Mynd: GEJ Hjólhýsastæðin í Vaglaskógi verða opnuð laugardaginn 25. júní kl. 14.00. Réttur til eldri stæða rennur út kl. 18.00. Skógrækt ríkisins. Hestamenn Félagsmenn Funa, Léttis og Þráins. Lokaátakið í undirbúningi á Melgerðismelum fyrir fjórðungsmótið er hafið. Unnið verður á melunum öll kvöld þessa viku frá kl. 5 og laugardag 25. og sunnudag 26. frá kl. 10 f.h. Sýnum framtak á lokasprettinum og stuðlum að vinningsvon í starfsmannahappdrættinu. Melgerðismelastjórn. JC Akureyri mun nú á næstu vikum endurnýja Vegvísa sína, er standa beggja vegna bæjarins, við flugvöll og Lónsbrú. Verður þeim fyrirtækjum og stofnunum á Akureyri, sem áhuga hafa, gefinn kostur á að skrá nöfn sín og aðrar upp- lýsingar á Vegvísana. Nánari upplýsingar verða gefnar í síma 25726 á milli kl. 17 og 19 dagana 23., 24. og 27. júní. .2£, jÚ0,í,1983-DAGUR-nt1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.