Dagur - 24.06.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 24.06.1983, Blaðsíða 5
Þangað var komið um kl. 10.40 og þá snúist að því að ná sam- bandi við Jón Hermannsson, einn hinna síðustu Flateyinga, sem fluttu í land. Hafði hann tek- ið að sér leiðsögn úti í eyjunni. Einnig Óskar Karlsson, skip- stjóra og bátseiganda, en farkost- ur hans, Guðrún Björg, 16 tonna fley flutti leiðangurinn út í eyju. Kl. 11 var lagt út úr Húsavíkur- höfn og kom sér nú vel, að veður var lognkyrrt og gott í sjóinn. Varð þess ekki vart, að sjóveiki glettist til við nokkurn ferðalang- anna. Eftir tæplega tveggja stunda ferð var lagst að bryggju í Flatey. Efst á henni lá þversum hryggur af snjó, þöktum þara og sandi. Grásleppuveiðimenn, sem stunda veiðar sínar frá eyjunni, höfðu mokað mjó göng gegnum torfæru þessa. Hraðbátur ailmikill var fyrir við bryggjuna og nokkrir menn voru fyrir í eyjunni í helgarheim- sókn, m.a. fyrrverandi eyjar- skeggjar. Flest þau hús, sem í eyjunni voru, þegar hún var yfir- gefin haustið 1967, standa enn og er fáeinum þeirra haldið við, máluð og hirt, önnur verða smátt og smátt eyðingu tímans og nátt- úruaflanna að bráð. Stefnan var fyrst tekin á samkomuhús eyjar- skeggja, sem byggt var um 1940, myndarleg bygging á sinni tíð í fámennu byggðarlagi og stendur enn í sæmilegu ástandi. Þar fékk fólk sér nestisbita í húsaskjólinu. Síðan var gengið að kirkju eyjar- innar. Hún kom hingað frá Brett- ingsstöðum á Flateyjardal 1960, en hafði 1894 verið flutt þangað úr eyjunni. Brettingsstaðir fóru í eyði 1954, svo að kirkjan fékk að una mannlífi í eyjunni álíka lang- an tíma og hún áður hafði verið yfirgefinn í landi. Frá kirkjunni var stefnan tekin á vita eyjarinnar, sem stendur rétt að segja á miðri austurströnd hennar. Orfáa metra frá vitanum er borhola sú, sem boruð var í fyrrasumar að kanna líkur á olíu- lindum djúpt í jörðu undir eyj- unni og nálægum sjávarbotni. Ekki ber mikið á henni, svolítil steinahrúga hefur verið hlaðin yfir holuopið. Flestir komu við í vitanum og nutu þar útsýnis, enda birti frekar eftir því sem á daginn leið, og héldu svo lengra norður með að Skjólsvörðu. Hún stendur fremst fram á sjávar- bakka á þriðja metra á hæð, fer- köntuð, vel hlaðin og stæðileg. Sagt er að hún hafi verið reist vegna sjómælinga Dana hér við land um síðustu aldamót. Á leið- inni þangað kynntust menn lundabyggð, en lundinn nam þarna land eftir að fólk flutti burtu. Frá vörðunni lá leiðin yfir óræktarland norðan á eyjunni, varpland fugla, en fátt var þar um hreiður. Vorkuldarnir leyndu sér ekki, skaflar þöktu stór svæði en tjarnir af leysingarvatni við þá og hvergi sá grænan lit. Fuglar voru margir í eyjunni, en kunnu auð- sjáanlega ekki við sig á þessari vorköldu jörð, kríur stóðu til dæmis tugum ef ekki hundruðum saman á einum skaflanna og höfðust ekki að. Á leið til lands var ekki siglt beinustu leið, heldur farið upp að fjöllunum vestan Skjálfanda. Gafst ferðamönnum því kostur á að virða fyrir sér eyðibýli á Vargsnesi og í Naustavík og yfir- höfuð tröllsskap landslagsins á þessum slóðum. Um sexleytið síðdegis var aftur stigið á fast land á Húsavík. Náðu flestir því væntanlega að sjá heima hjá sér á skjánum þá ágætu menn, Vilhjálm Hjálmars- son og Ómar Ragnarsson, stikla um Mjóafjörð bæði í sumarsól og Austfjarðaþoku. Bátar viA bryggju í Platey, séð til lands. ■ m "áC mm mm Veióiley rf / ám og vötnum Útvegum einnig ánamaðka fyrir veiðimenn. Opið á ly| laugardögum frá kl. 10-12. I Eyfjörð Hjalteyrargötu 4, sími 25222 Staða organleik- ara og söngstjóra við Akureyrarkirkju er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júlí nk. Umsóknir skulu sendar formanni sóknarnefndar, Gunnlaugi P. Kristinssyni, Hamarstíg 12, Akureyri. Sóknarnefnd Akureyrarsóknar. Frá Garðyrkjustöðinni: Eigum enn ágætt úrval plantna. Fróðasund opið laugardaginn 25. júní, síðasti dagur. Opið í Garðyrkjustöðinni laugardag og sunnudag til kl. 18. Eftir 26. júní, opið virka daga til kl. 17.00. Garðyrkjustöðin Laugarbrekka. I> IAkureyríngar-Nærsveitamenn Athugið að láta gera við skóna tímanlega - það borgar sig. Sendum í póstkröfu. Skóvinnustofa Akureyrar Hafnarstræti 88, sími 23450. og hindrar / Engin ■ n mi aili ii i .lt sam«eyti NOXYDE gúmmíteygjanlea samfelld fyrir málmj • Ervatnsheld. • inniheidur cinkromat ryðmyndun. • ódýr LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLi S. Sigurösson hf. Hafnarfirói, símar 50538 og 54535.. Verðum með kynningu á Akureyri í byrjun júlí. 24. júní 1983 - DAGUR-5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.