Dagur - 27.06.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 27.06.1983, Blaðsíða 1
STUDENTA- SKEIÐAR OG STÚDENTA- HÚFUR GULLSMIDIR l SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI \X0 66. árgangur Akureyri, mánudagur 27. júní 1983 69. tölublað Innbrota- faraldur helgina - m.a. brotist inn i fimm hús á Eyrinni Þeir höfðu nóg að starfa hjá lögreglunni yfir helgina. Að sögn Daníels Snorrasonar, rannsóknarlögreglumanns, var töluvert um innbrot og þjófn- aði en þau mál eru flest upplýst. Aðfaranótt laugardags var til- kynnt um innbrot í 5 hús á Eyr- inni. Farið var inn um glugga, inn á sofandi fólk. Það var eitthvað tekið af peningum og í einu til- fellinu var bíllyklum stolið og síðan bílnum sem lyklarnir pöss- uðu að. Rannsóknarlögreglan er búin að upplýsa þetta og var þar að verki 29 ára gamall maður sem ekki hefur komið við sögu lög- reglunnar í langann tíma. Brotist var inn í verslunina í Vaglaskógi en það innbrot er upplýst. Bensínþjófnaður var kærður í Aðaldal og var þar að verki 16 ára unglingur sem fór þangað í bíl en komst ekki lengra og þurfti bensín. Hann var ölv- aður. í Kjarnaskógi voru unnin spjöll. Þar var farið í dráttavélar sem skógræktin á og þeim ekið um svæðið á og yfir allt sem fyrir var og unnar skemmdir á gróðri og húsum. Um töluverðar skemmdir er að ræða. Þarna voru að verki allmargir unglingar og er þetta mál upplýst. Eina málið sem ekki er upplýst er bílþjófn- aður sem varð í gærmorgun. Stol- ið var gulum WV 1200, A-5381 frá Strandgötu 35 og eru allir sem hafa orðið varir við þann gula beðnir að láta lögregluna vita. Vatnsátöppunarverksmiðjan á Húsavík: „Framkvæmdir geta hugsan- lega hafist á þessu ári" - segir Arnljótur Sigurjónsson, á Húsavík - Það eina sem við bíðum eftir núna er endanlegt svar frá þeún aðUum sem vonir standa til að muni fjármagna fyrirtæk- ið og ef það svar verður já- kvætt er okkur ekkert að van- búnaði varðandi byggingu þessarar vatnsátöppunarverk- smiðju á Ilúsavík, sagði Arn- Ijótur Sigurjónsson í samtaU við Dag en Arnljótur hefur, ásamt Erlendi Guðmundssyni, unnið að undirbúningi þessa máls. Að sögn Arnljóts þá eru allar horfur á að vatnsátöppUnarverk- smiðja á Húsavík geti veitt 30-35 manns vinnu en fyrirhuguð árs- framleiðsla er áætluð 60 þúsund tonn af drykkjarvatni. - Við höfum augastað á frönskum tækjum fyrir verk- smiðjuna en auk þess sem vatn- inu verður tappað á umbúðir í verksmiðjunni þá munum við sjálfir framleiða ílátin, eins og hálfs lítra plastflöskur, en þeim verður svo pakkað sex saman í öskju. Miðað við afkastagetu verksmiðjunnar munum við tappa um 250 tonnum af vatni á flöskur á dag en það þýðir að við verðum að framleiða a.m.k. 166 þúsund plastflöskur á sólarhring. Þetta á að geta gengið og ekki kvíði ég markaðsleysi, sagði Arn- ljótur. - Hvert hyggist þið selja vatnið? - Vatnið mun fyrst til að byrja með fara aðallega til Saudi Ara- bíu en þar í landi eru 90% af öllu drykkjarvatni flutt inn. Þetta er geysistór markaður og því er heldur ekki að leyna að við hyggjumst leita fyrir okkur á fleiri stöðum, t.a.m. í Bandaríkj- unum. í því sambandi get ég nefnt að útflutningur til Banda- ríkjanna ætti að geta verið mjög hagkvæmur því að þegar Trjá- kvoðuverksmiðjan á Húsavík kemst í gagnið þá getum við not- að skipin sem koma með hráefn- ið fyrir Trjákvoðuverksmiðjuna til þess að flytja vatnið vestur um haf. Þetta er allt á umræðustigi ennþá en mér líst vel á möguleik- ana, sagði Arnljótur Sigurjóns- son. - Ef allt gengur að óskum hvenær getið þið þá hafist handa við að reisa verksmiðjuna? - Þetta er erfið spurning á þessu stigi en ætli ég svari henni ekki eins og félagi minn Erlendur Guðmundsson gerði þegar bæjar- stjórinn okkar spurði hann að þessu fyrir skömmu. Erlendur svaraði því þá að að framkvæmd- ir gætu hafist á þessu ári en ég tek það fram að það er í mörg horn að líta og margs að gæta þegar verksmiðja upp á tæpa 400 fer- metra er reist, sagði Arnljótur Sigurjónsson. Ólafsfjarðarmúli er ekki árennilegur þessa dagana, bcljandi vatnsföll á veginum og aurskriður. í giidrögum er víða snjór, eins og til dæmis þetta snjóbjarg sem gnæfir hátt yfir blaðamann Dags. Starfsmenn Vegagerðarinnar unnu að því að hrein.su veginn. Mynd: KGA. Númerin klippt af þeim óskoðuðu „Það vantar aUtaf töluvert af bflum þegar aðalskoðun lýkur, en ég hef ekki nákvæma tölu yfir þá bfla," sagði starfsmaður BifreiðaeftirUtsins á Akureyri í samtali við Dag fyrir helgina. „Mæting manna með bíla sína í aðalskoðun sem lauk 15. júní mun ekki hafa verið nógu góð svo nú er ekki um neitt annað að ræða fyrir okkur en taka fram klippurnar og aðgerðir munu hefjast strax eftir helgina," sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn er við ræddum við hann fyrir helgina. „Menn hafa fengið nokkurra daga frest eftir að aðalskoðun lauk, en nú verða allar óskoðaðar bifreiðar teknar hvar sem til þeirra næst og númerin klippt af þeim," bætti Olafur við. "1 „Ekki ¦ „Lítið Allt alveg um um rólegur ferða- íþróttir i menn helgar- maganum" ennþá" innar 1 -bls.2 -bls.4 -bls.6-7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.