Dagur - 27.06.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 27.06.1983, Blaðsíða 2
Ert þú einhvern tíma hrædd(ur) við að fara fyrir Óiafsfjarðarmúlann? (Spurt á Ólafsfirði) Sigríður Jónsdóttir: „Nei, aldri, mér finnst hann ekkert óttalegur. Við erum vön honum Ólafsfirðingar." Víðir Bjömsson: „Nei, en ég vil helst ekki þurfa að fara hann þegar ástandið er slæmt eins og oft er á vet- urna.“ Kristinn Ásmundsson: „Þegar snjóþungt er á veturna fer ég ekki Múlann nema ég nauðsynlega þurfi þess.“ ÍHPk Halldóra Gottlibsdóttir: „Aldrei, en ég fer hann aldrei nema þegar gott er vcður.“ Bjöm Steinar Sveinsson: „Já, ég er það, t.d. þegar ástandið er eins og það er núna. Ég hef festst í snjóflóði aarna uppi.“ 5 J i la 3 BB ■HEI el kl <i al IVf Bí 1 - rætt við Þórodd Þóroddsson, jarðfræðing hjá Náttúrugripasafninu „Ég hef aldrei viljað kalla mig Reykvíking þó ég sé borinn og barnfæddur í Reykjavík. Þeg- ar ég var yngri var ég mikið í sveit í Mývatnssveit og Þing- eyingurinn er ákaflega sterkur í mér.“ Þóroddur Þóroddsson, jarðfræðingur, hefur nú verið fastráðinn hjá Náttúrugripa- safninu en þar hefur hann ver- ið lausráðinn síðustu tvö ár. „Ég sinni hér aðallega útseld- um verkefnum á sviði umhverfis- mála, náttúrufarskönnunum, ýmsum eftirlitsstörfum á vegum náttúruverndarráðs í sambandi við vega- og mannvirkjagerð í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum Eiginlega má segja að ég hafi tek'- ið við þessum störfum af Helga Hallgrímssyni." Þóroddur lauk jarðfræðinámi við Háskólann árið_1975 og starf- aði það sumar hjá Náttúrufræði- stofnun íslands en síðan hjá Orkustofnun á svonefndri jarð- könnunardeild þangað til hann kom til Náttúrugripasafnsins 1981. „Ég fór reyndar til Svíþjóð- ar veturinn ’76-’77 og las vatna- fræði í Uppsala, aðallega með hliðsjón af neysluvatni, mengun og því um líku, kynnti mér grunnvatnsvandamál í sambandi við skólp og sorp.“ - Fáum við Akureyringar á einhvern hátt að njóta góðs af því námi þínu? „Þetta mál er náttúrlega alltaf í umræðu. En til að taka sorpmái hér föstum tökum þá þýðir ekk- ert að vera sífellt að gera ein- hverjar ályktanir hér og þar eða að einhver einn maður sé að leggja eitthvað til, heldur þarf að skipa samstarfsnefnd innan bæjarins sem myndi gefa ákveð- inn grundvöll til að vinna eftir. Það er margt sem þarf að skoða í þessu sambandi, ekki aðeins náttúrusjónarmið, heldur einnig landrými og flutningaleiðir m.a.“ - Én hvað rak þig til að fara að læra jarðfræði? „Ja, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á umhverfinu - ég er nú Mývetningur í annan fótinn, var þar í sveit og vinnu í fjöldamörg ár þannig að það hafði mikil áhrif á mig. Eins var það hitt að þar voru margir jarðfræðingar og aðrir vísindamenn á ferðinni og maður varð fyrir áhrifum af þess- um mönnum þegar ég var að vinna í grennd við þá. Síðan var það kennari minn, Guttormur Sigurbjarnarson, sem kveikti í mér og reyndar vakti hann áhug- ann hjá mörgum okkar sem, vorum þarna saman í Mennta- skólanum í Hamrahlíð." - Hvernig leggjast í þig þau störf sem þú ert að sinna og kem- ur til með að takast á við? „Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er býsna fjölbreytt verkefni og það er í rauninni talsverð ábyrgð sem maður tekur á sig. Ég geri tillögur til náttúruverndar- ráðs, bæði um minniháttar og stærri framkvæmdir. Og maður er ekki alltaf rólegur í maganum út af því. Megin gallinn við þetta starf er líklega sá að allar vett- vangsskoðanir og önnur stærri verkefni fáum við á okkur yfir sumarið. Og flestir aðilar vilja fá skýrslu sem fyrst þannig að það er á okkur nokkur pressa. Svo er það líka að þegar við gerum okk- ar fjárhagáætlun fyrir árið þá vit- um við ekki alltaf hversu mikil verkefnin verða yfir sumarið. En það er óhætt að segja að þau eru alltaf næg.“ - Hefurðu hug á einhverju sérstöku umfram annað? „Það væri þá helst að vinna meira fyrir safnið sjálft, sinna þeim gripum sem hér eru og því um líkt. Mér þykir almenningur ekki notfæra sér safnið nógu mikið. Það er ákaflega takmark- aður tilgangur í því að safna hlut- um og geyma ef enginn hefur hug á að skoða þá. Það er allt of lítið um að skólar notfæri sér þá að- stöðu sem hér er, bæði bókasafn- ið og sýningarsalinn. Hér er geysilegt gagnasafn hvað viðkem- ur náttúrufræði. Hingað kemur frekar fátt fólk miðað við hvað þetta er í raun og veru gott safn.“ Þóroddur Þóroddsson: nógu mikið.“ „Mér þykir almenningur ekki notfæra sér safnið Mynd: KGA. ... En til hvers að setja lög? Til lesenda Dags, þó aðallega hundaeigenda. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar er hundahald bannað hér í bænum, en hægt er þó að fá leyfi fyrir hunda og þurfa þá eigendur þeirra að hlýða tilsettum Iögum, greiða af þeim tilskylið gjald, láta hreinsa þá reglulega o.s.frv. Þessir hundar sem fá þessa undanþágu eiga að bera merki með númeri í hálsól sinni. En hvað um alla hina ómerktu? Hafa ekki yfirvöld bæjarins leyfi til að lóga þeim hvar og hvenær sem er? En það er annað mál. Enginn hundur má ganga laus hvort sem hann er merktur eða ekki. En hvað höfum við orðið vör við undanfarna daga, urmull af lausum hundum, stórum sem smáum, merktum sem ómerkt- um. Þetta er alls ekki leyfilegt og gengur alls ekki lengur. Við búum á Brekkunni og hér yfir lóðina hjá okkur fara á milli 6 og 10 lausir hundar á dag og margar ferðir koma sömu hund- arnir, þeir eru mígandi og skít- andi um alla lóð. Flestir eru þess- ir hundar af stærri gerðinni og fullorðin manneskja á fullt í fangi með að hemja svona stóra skepnu. En hvað um börnin sem eru saklaus úti að leika sér, ekki ráða þau neitt við þessa stóru hunda sem eru miklu stærri en þau sjálf. Ekki þekkjum við neitt þessa flækingshunda, skyldu þeir vera góðir eða vondir. En hvað ætlar eigandinn að gera í málinu ef hundurinn hans bítur barnið mitt? Þá er það að sjálfsögðu allt mér að kenna, eða hvað? Hvað segja aðrir foreldrar? Gaman væri að þeir létu álit sitt í ljós á þessu máli. Ef barnið mitt yrði bitið af hundi og ég léti nú lóga honum að eigandanum forspurðum, það væri nú annað mál, sennilega ætti ég ekki sjö dagana sæla þyrfti trúlega að greiða honum skaða- bætur, en gæti hann bætt mér barnið? Eða barninu bitið? Að ég tali nú ekki um ef hundurinn bæri með sér hundaæði sem eng- inn veit um ef hundurinn er ekki leyfilegur, ekki hreinsaður reglu- lega o.s.frv. Hver veit hvað hann ber með sér. Sem betur fer er þetta ekki algengt hér, en hvað vitum við, allt er til og því meira sem farið er á bak við lög Iands- ins er meiri hætta, svo sem með óleyfilegum innflutningi hunda og eru til í sögunni dæmi þess, t.d. hvað var ekki með skjaid- bökurnar sem fluttar voru inn í leyfisleysi. Já, þetta er þjóðfélagið sem við byggjum. Enginn þarf orðið að bera neina ábyrgð á nokkru, alveg sama hversu alvarlegt það er og ef eitthvað fer úrskeiðis í þjóðfélaginu þá er auðvitað að kenna stjórnmálamönnunum um mistökin, eða hvað? Við ætlum saklausum börnun- um okkar að erfa þetta land sem við erum að reyna að byggja upp, en það er svo furðulegt að það virðast alltof fáir skilja það, að fyrir einn þorskhaus fæst ekki Benz í sléttum skiptum, en hvað getum við, ekkert mál, við fáum bara lán fyrir mismuninum, ekki satt? Og erfingjar okkar sitja svo í allri súpunni. Nei, nú er nóg komið, hvernig væri nú að taka tillit til nágrann- ans meira en gert er, ekki standa bara saman þegar náttúruöflin eða annað sem við ráðum ekkert við dynur yfir okkur. Það er hægt að gera mikla bót í þessu máli hundanna á mjög auðveldan hátt. Hafðu hundinn þinn aldrei lausan. Taki þeir til sín sem eiga. 3921-0770. P.S. Tekið skal fram að undirritaður er enginn hundahatari, en til hvers að setja lög? 2-DAGUR- 27. júní;1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.