Dagur - 27.06.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 27.06.1983, Blaðsíða 8
Myndsýn opnar á Húsavík Fyrir skömmu var stofnað fyrirtækið Myndsýn hf., á Húsavík. Fyrirtækið mun ann- ast alhliða filmuvinnslu s.s. framköllun, kóperingu og stækkun litmynda. Að sögn Árna Haraldssonar prent- smiðjustjóra, stjórnarfor- manns hins nýja fyrirtækis, er verið að ganga frá kaupum á mjög fulkominni vélasam- stæðu frá Bretlandi. Búist er við því að tækin komi til lands- ins innan skamms og stefnt er að því áð starfsemin geti hafist í ágúst. Árni taldi rekstrargrundvöllinn góðan og menn væru bjartsýnir á framtíð fyrirtækisins. Hann sagði að þótt aðal markaðssvæðið yrði trúlega Norðurland, væri samt sem áður ekkert því til fyrirstöðu að aðrir landshlutar gætu notið góðs af. Hann benti á að daglegar flugferðir væru nú frá Akureyri til ísafjarðar og Egilsstaða, auk þess að flogið er daglega milli Reykjavíkur og Húsavíkur og margar ferðir á dag milli Akur- cyrar og Reykjavíkur. Þessa dagana er unnið að því að fá umboðsmenn víðsvegar um Norðurland og stefnt er að því að afgreiða myndirnar til umboðs- manna daginn eftir að þær berast til framköllunar. Roy Philips, filmufræðingur, hefur verið ráð- inn til þess að veita fyrirtækinu forstöðu. Hann er vel menntaður í sínu fagi og hefur starfað árum saman í Englandi við samskonar störf, auk þess hefur hann starfað í Reykjavík. Árni sagði að lokum að hlutafjársöfnun gengi vel og þeir sem áhuga hefðu að gerast stofnaðilar yrðu að bregða skjótt við, því fá hlutabréf væru óseld. Pau fást keypt hjá formanni stjórnar. Deildarmót íþróttadeildar Léttis: Úr hinni nýju verslun. Mynd: KGA Chaplin flutt í Haf narstræti Tískuverslunin Chaplin á Ak- ureyri hefur flutt úr Skipagötu 5 þar sem verslunin hafði verið í tæplega 3 ár, í nýtt og þrisvar sinnum stærra húsnæði að Hafnarstræti 88. Eigandi verslunarinnar, Alfreð Almarsson, tjáði Degi að hið aukna húsnæði verslunarinnar byði heim þeim möguleika að auka vöruúrval verslunarinnar, en Chaplin verslar með tískufatn- að fyrir dömur og herra. Herbert krækti í sjö gullverðlaun! Starfsemi íþróttadeildar Léttis hefur verið með miklum blóma í vetur og vor. Þrátt fyrir hið erfiða tíðarfar hefur deildinni tekist að halda þrjú mót. ísmót 10. apríl. Páskamót sem var hið fimmta í röðinni og segja má því að páskarnir sé þar með orðnir árvissasti keppnistími deildarinnar. Deildarmótið tókst loks að halda 11.-12. júní og hafði því þá tvívegis verið frestað vegna tíðarfars. í fyrsta sinn var keppt í öllum greinum hestaíþrótta og er ÍDL þar með fyrst deilda til þess að halda uppi keppni í öllum greinum á sama mótinu. Herbert Ólason var sigurvegari mótsins, hann hlaut sjö gullverð- laun af ellefu mögulegum. Verð- ur það að teljast einstakur árang- ur. Stigahæsti unglingur 13-15 ára var Sonja B. Grant. í hestaíþróttum er mest not- aður einkunnarskali frá 1-15 í forkeppni. í úrslitum er síðan raðað í sæti og gefur hvert sæti frá 1 .—10. ákveðinn stigafjölda, mismunandi eftir greinum eins og sjá má á meðfylgjandi úrslitum. Víðavangshlaup: Stig 1. Herbert Ólason 40 2. Jónsteinn Aðalsteinsson 36 3. Birgir Árnason 32 Hindrunarstökk: 1. Herbert Ólason, Kládíus 9v. Rang. 70 2. Matthías Gestsson, Smellur 8v. Ak. 63 Hlýðnikeppni B: 1. Matthías Gestsson, Smellur 8v. Ak. 40 2. Herbert Ólason, Kládíus 9v. Rang. 36 llnglingakeppni: Tölt: 1. Sonja B. Grant, Sokki lOv. brúnsokk. 80 2. Heimir Guðlaugsson, Barón 9v. rauður 72 Það er stfll yfir þeim Herbert og Gunnfaxa, enda báðir með samskonar „samkvæmisgreiðslu“ og má ekki á milli sjá hvorum hún fer betur. Fjórar gangteg.: 1. Sonja B. Grant, Sokki lOv. 50 2. Heimir Guðlaugsson, Barón 9v. rauður 45 Tölt: 1. Herbert Ólason, Gunnfaxi 8v. jarpskj. 80 2. Ragnar Ingólfsson, Jörvi 7v. brúnskj. 72 3. Birgir Árnason, Aron 64 4. Jón Már Snorrason, Flani 5v. brúnn 56 5. Aldís Björnsdóttir, Ýri 15v. rauðble. 48 Fjórar gangteg.: 1. Herbert Ólason, Gunnfaxi 8v. 50 2. Birgir Árnason, Aron 45 3. Ragnar Ingólfsson, Jörvi 7v. brúnskj. 40 4. Sig. Á. Snorrason, Lýsingur 5v. ljós 35 5. Jón Már Snorrason, Flani 5v. brúnn 30 Fimm gangteg.: 1. Ragnar Ingólfsson, Þorri 9v. brúnn 60 Sonja B. Grant sem varð stigahæst i unglingakeppninni. Hér er hún á 2. Birgir Árnason, Dimmalimm lOv. brún 54 Sokka. 3. Svanberg Þórðarson, Sindri 6v. jarpur 48 4. Ingólfur Sigþórsson, Brúnn 6v. 42 5. Öm Grant, Náttfari 7v. brúnn 36 Ólympíutvíkeppni: 1. Herbert Ólason, Kládíus 9v. rauður 106 2. Matthías Gestsson, Smellur 8v. 103 Skeiðtvíkeppni: 1. Birgir Amason, Dimmalimm lOv. 124 2. Ragnar Ingólfsson, Þorri 9v. 116 Islensk tvíkeppni: 1. Herbert Ólason, Gunnfaxi 8v. 130 2. Ragnar Ingólfsson, Jörvi 7v. 112 Stigahæsti knapi mótsins: Herbert Ólason Stig samtals 334. Stigahæsti unglingur: Fimm efstu hestar og knapar í töltkeppninni. Sonja B. Grant Stig samtals 130. Gæðingaskeið: 1. Birgir Ámason, Dimmalimm lOv. brún 70 2. Sigurður Á. Snorrason, Spóla 5v. rauð 63 3. Ragnar Ingólfsson, Þorri 9v. brúnn 56 Árbók sjávar útvegsins Hjá Iceland Review er nú komið út nýtt hefti af árbök sjávarútvegsins á Islandi. Bókin er á ensku og í henni er fjallað um allt það helsta sem varðar fískveiðar, fískvinnslu og markaðsmál á árinu 1982. Þar að auki er í bókinni ýmiskonar fróðleikur um ís- lenskan sjávarútveg almennt. Af efni bókarinnar má nefna yfirlitsgreinar eftir fjölmarga frammámenn og sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum sjávarútvegs- ins, - töflur yfir afla, vinnslu og útflutning, - lista yfir opinberar stofnanir og fyrirtæki á Islandi, sem með einum eða öðrum hætti tengjast sjávarútveginum, - sölu- skrifstofur erlendis og þannig mætti lengi telja. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra sem gegndi embætti sjávarútvegs- ráðherra þegar bókin fór í prentun, ritar inngang að bók- inni. Fisheries Yearbook 1983 er 64 blaðsíður að stærð og prýdd fjölda mynda, kostar krónur 240.00 að viðbættum söluskatti. Ritstjóri er sem fyrr Haraldur J. Hamar. 8 - DAGUR - 27,.iýní 1983,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.