Dagur - 27.06.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 27.06.1983, Blaðsíða 9
Trjá og runnasafn á Akureyri: „Má líkja þessu við stofnun Lystigarðsins“ „Eg tel þetta með því merkara sem unnið hefur verið að í þessum málum í langan tíma,“ sagði Árni Steinar Jóhanns- son, garðyrkjustjóri, er blaða- maður hitti hann í gömlu Gróðrastöðinni í Innbænum. „Það má líkja þessu við stofn- un Lystigarðsins á sínum tíma.“ Það er nýstofnað trjá- og runnasafn sem Árni Steinar á Fyrsta tré trjá- og runnasafnsins gróðursett t • Ámi Steinar garðyrkjustjóri ávarpar gesti. við. Þetta safn var formlega stofnað 18. júní sl. „Arboret- um“, eins og trjá- og runnasafn heitir á góðu máli er ekki nýtt af nálinni. 2.800 árum fyrir Krist blómstruðu þau í austrænum löndum. Það var samt ekki fyrr en um miðja 18. öld að menn, sem eitthvað máttu sín, veittu fé til stofnunar slíkra garða í hinum vestræna heimi. „Arboretum“ er staður þar sem tré og runnar eru ræktaðir til skrauts á vísindalegan hátt og eða til þekkingarauka, þ.e. sá hluti grasgarðs sem samansettur er af trjám og runnum. í safni sem þessu er trjám og runnum oftast nær raðað upp eftir ættum. Einnig er mjög oft miðað við landfræðileg skilyrði á uppruna- legum vaxtarstað plantnanna og má þá sjá á sama stað plöntur frá hinum ýmsu álfum sem þrífast við svipuð skilyrði. Enn aðrar uppsetningar eru þær að raða saman plöntum eftir efnahags- legu mikilvægi (timbur, matvæli, gerviefni, vín o.s.frv.). Einnig vinna slík söfn að plöntugrein- ingu fyrir almenning, svara fyrir- spurnum og gefa út ýmis konar bæklinga um starfið í kringum trén og runnana og þannig mætti lengi telja. í ræðu sem Árni Steinar Jó- hannsson, garðyrkjustjóri, flutti við opnum safnsins minntist hann meðal annars þess að 80 ár væru liðin síðan skipulögð ræktun trjáa hófst hér á staðnum. Og meðal annars minntist Árni þess starfs sem Jón Rögnvaldsson, sem lengi var forstöðumaður Lystigarðs Akureyrar, hefur unn- ið að í sambandi við stofnun „ar- boretum" og sagði að það hafi verið hans hjartans mál að koma slíku safni á fót hér og hefði hann unnið ötullega að því. Þess vegna væri það með virðingu fyrir starfi Jóns Rögnvaldssonar sem trjáa- og runnasafnið er stofnað þann 18. júní, sem er afmælisdagur hans. Fjölbreytt starf Æskulýðsráðs fyrir börn og unglinga Æskulýðsráð Akureyrar gengst, eins og undanfarin ár, fyrir fjölbreyttu sumarstarfi fyrir börn og unglinga í bænum. Er úr mörgu að velja og fylgja hér á eftir upplýsing- ar frá Æskulýðsráði um það sem á boðstólum er. Dynheimar Dynheimar verða opnir í allt sumar. Diskótek verður flestar helgar, ýmist á föstudags- eða laugardagskvöldum. Opið hús verður á þriðjudagskvöidum kl. 21.00 til kl. 23.30. Aldurstak- mark er f. 1969 og fyrr. Af árviss- um sumarviðburðum má nefna hlöðuball sem verður um miðjan ágúst. Síminn í Dynheimum er 22710. Forstöðumaður er Helgi Már Barðason. Upplýsingar eru einnig veittar á skrifstofu Æsku- lýðsráðs, simi 22722. Félagsmiðstöðin Lundarskóla Félagsmiðstöðin í Lundarskóla verður opin í allt sumar. Opið hús verður á fimmtudagskvöld- um fyrir unglinga fædda 1970 og fyrr og er auglýst hverju sinni. A opnu húsi er leikin danstónlist, sýndar kvikmyndir af myndbandi og ýmislegt annað gert til fróð- leiks og skemmtunar. Einnig er fyrirhugað að hafa barnaböll á laugardögum annað slagið í sumar og verða þau einnig aug- lýst hverju sinni. Forstöðu- maður er Steindór G. Steindórs- son. Síminn í félagsmiðstöðinni er 24802. Upplýsingar um starf- semi hennar eru einnig veittar á skrifstofu Æskulýðsráðs, sími 22722 og í Dynheimum, sími 22710. Félagsmiðstöðin Glerárskóla Félagsmiðstöðin í Glerárskóla verður ekki strafrækt í sumar. Unglingum utan Glerár er bent á starfsemi félagsmiðstöðvanna í Dynheimum og Lundarskóla. Reiðskóli Þrjú námskeið í hestamennsku fyrir börn 8 ára og eldri verða í sumar á vegum Léttis og Æsku- lýðsráðs Akureyrar. Hefjast þau 11. júlí, 25. júlí og 2. ágúst, ef næg þátttaka verður. Hámarks- fjöldi þátttakenda á hverju nám- skeiði er 15. Námskeiðin skiptast í þrjá hópa sem verða kl. 9,13 og 15.30 dag hvern og stendur nám- skeiðið í tvær vikur. Þátttöku- gjald er 750 kr. Innritun hefst mánudaginn 27. júní á skrifstofu Æskulýðsráðs Akureyrar, Ráðhústorgi 3, sími 22722. Þar eru veittar frekari uppíýsingar um námskeiðið. KA íþróttafélagið KA gengst fyrir leikja- og íþróttanámskeiði á fé- lagssvæði sínu við Lundarskól; og eru þetta tveggja vikna nám skeið fyrir aldurinn 6-10 ára. Námskeiðið felst í ýmsum úti leikjum og íþróttum t.d. bolta- leikjum, hlaupum o.fl., og endar námskeiðið með keppni sem fer fram á íþróttavellinum. Nám- skeiðin byrja annan hvern mánu- dag kl. 10 um morguninn og goti er að hafa samband við Gunnai Gíslason og láta skrá sig í hvert námskeið og einnig er hægt að mæta og láta skrá sig í byrjun hvers námskeiðs á svæði KÁ við Lundarskóla. Síminn í KA-miðstöðinni er 23482, upplýsingar eru einnig veittar á skrifstofu íþróttaráðs sími 22722. Þór íþróttafélagið Þór gengst fyrir leikja- og íþróttanámskeiði á fé- lagssvæði sínu við Glerárskóla og eru þetta tveggja vikna námskeið fyrir aldurinn 6-10 ára. Nám- skeiðin felast í ýmsum útileikj- um, boltaleikjum, hlaupum, stökkum og köstum o.fl. og endar hvert námskeið með keppni milli félaganna á íþrótta- vellinum. Námskeiðin byrja annan hvern mánudag kl. 10 um morguninn. Gott er að hafa sam- band við Einar Kristjánsson eða Árna Stefánsson eða íþróttahús- ið í Glerárskóla, sími 21539 og einnig er hægt að láta skrá sig í byrjun hvers námskeiðs á félags- svæði Þórs við Glerárskóla. Siglingar Eins og undanfarin ár mun Nökkvi, félags siglingamanna, gangast fyrir siglinganámskeiðum í sumar. Fyrsta námskeiðið er þegar fullbókað. Námskeiðsgjald er 500 kr. Skráning í næsta nám- skeið fer fram annað kvöld kl. 19-21. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Guðmundsson í síma 25622. Gæsluvellir í sumar verða starfræktir 11 gæsluvellir. Þrír starfsvellir verða opnir: Frábær á Syðri Brekkunni, Smábær í Glerárhverfi og Glæsi- bær í Innbænum. Vellimir verða opnir alla virka daga frá kl. 9-12 og 14-17. Sautján boltavellir og 28 almennir leikvellir verða opnir í sumar, þ.á m. ný opin leiksvæði á Eiðsvelli og í Ytra-Síðuhverfi. Frágangi á þessum völlum er að ljúka. Umsjónarmaður með leikvöllum bæjarins er Jón B. Arason. Uppiýsingar em veittar í síma 21281. 27. júní 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.