Dagur - 04.07.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 04.07.1983, Blaðsíða 1
STÚDENTA- SKEIÐAR OG STÚDENTA- HÚFUR GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 4. júlí 1983 72. tölublað 700 atvinnulausir? - Nefnd um iðnþróun á inu hefur skilað lokaskýrslu „Ein megin niðurstaða sam- starfsnefndarinnar er sú að á næstu áruin þurfi að gera veru- legt átak í atvinnuuppbyggingu við Eyjafjörð og tryggja áframhaldandi og æskilega fólksfjölgun á svæðinu," segir m.a. í skýrslu samstarfsnefnd- ar um iðnþróun á Eyjafjarðar- svæðinu sem iðnaðarráðherra fékk í hendurnar á föstudag- inn. Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu að skapa þurfi um 1.720 ný störf á Eyjafjarðarsvæðinu fram til ársins 1990. Er þá miðað við að fólksfjölgun verði 1,4% að jafnaði en á sl. áratug varð hún að jafnaði 1,7%. Hins vegar hef- ur hún staðið í stað það sem af er af þessum áratug vegna þeirrar óvissu sem ríkir í atvinnumálum. Nefndin reiknar með að störf- um í landbúnaði og fiskveiðum muni fækka um 60 samanlagt á tímabilinu en 860 manns muni fá vinnu í þjónustugreinum. í fram- haldi af því kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að iðnaðurinn þurfi að bæta við sig 920 störfum á tímabilinu 1881-1990. I skýrslu nefndarinnar kemur síðan fram að reikna má með aukningu í ýmsum iðnaðargrein- um en samt sem áður vanti vinnu fyrir um 700 manns ef ekki eigi að verða fólksflótti frá svæðinu. Er reiknað með að helmingur þessara starfa þurfi að vera vð frumgreinar sem síðan skapi hin- um jafn mörg störf við þjónustu. Orkufrekur iðnaður fær um- fjöllun í skýrslu nefndarinnar. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að stórt fyrirtæki í orkufrek- um iðnaði valdi ekki teljandi röskun á byggðina. Jafnframt er bent á ónój;ar upplysingar um mengunarhættu. Um stóriðju segir orðrétt í einum kafla skýrsl- unnar: „Að mati nefndarinnar virðist eini kosturinn sem til greina kem- ur í orkufrekum iðnaði miðað við núverandi vitneskju vera bygging álverksmiðju. Slík verksmiðja gæti hugsanlega tekið til starfa árið 1990 með um 65 þúsund tonna afköstum. Starfsmanna- fjöldi í slíkri verksmiðju yrði um 290, eða tæplega '/3 af þeim heild- arfjölda nýrra starfa sem þarf að skapa í iðnaði fram til þess tíma." Á síðasta fundi í stjórn Laxár- virkjunar, áður en fyrírtækið var sameinað Landsvirkjun, ákvað stjórnin að styrkja ýmis félög og félagasamtök á Norðurlandi. Eftirtalin félög hlutu styrk: íþróttabandalag Akureyrar 250 þúsund kr., Héraðssamb. Þingey- inga 125 þ. kr., Ungmennasam- band Eyjafjarðar 125 þ. kr., Fé- lag aldraðra á Akureyri 150 þ. kr., til sundlaugar á Sólborg 100 þ. kr., Sjálfsbjörg, félag fatlaðra 100 þ. kr., Ungmennasamband Norður-Þingeyinga 75 þ. kr., til Þroskahjálpar vegna sumarbúða á Botni 75 þ. kr., Hjálparsveit skáta á Akureyri 50 þ. kr., Flug- björgunarsveitin á Akureyri 50 þ. kr. og Flugbjörgunarsveit Aðal- dæla 50 þ. kr. Samtals eru þetta ein milljón eitthundrað og fimmtíu þúsund krónur. 150 milljónir! 20 tilboð bárust í smíði togara fyrir Útgerðarfélagið Otterstedt einokunin - bls. 2 „Við koinuin mjög vel út úr þessum tilboðum ef við látum tölurnar tala eins og þær voru lesnar upp; ætli við séum ekki með lægsta tilboðið fyrir utan Japani," sagði Stefán Reykja- Iín, stjórnarformaður SIipp- stöðvarinnar í samtali við Dag, aðspurður um útkomu SIipp- stöðvarínar í útboði Útgerðar- félagsins í smíði á nýjum tog- ara fyrir félagið. „Þann 30. júní voru opnuð til- boð í smíði skuttogara fyrir Út- gerðarfélag Akureyringa hf. Út-. boðsgögnin voru send til 20 skipasmíðastöðva og bárust jafn mörg tilboð. Samkvæmt fyrstu tölum er lægsta tilboðið frá jap- anskri skipasmíðastöð og næst- lægstu tilböðin frá íslenskum og norskum skipasmíðastöðvum. Unnið er að athugun og saman- burði á tilboðum bæði hvað tæknibúnað og fjármögnun varð- ar og eru niðurstöður væntanleg- ar um miðjan þennan mánuð, þá fyrst verður hægt að skýra frá endanlegum niðurstöðum." Þannig hljóðar fréttatilkynning frá Útgerðarfélaginu, en frekari upplýsingar fengust ekki. Sam- kvæmt upplýsingum Dags hljóð- ar tilboð Slippstöðvarinnar upp á 150 m.kr. í smíði togarans. Tvö tilboð frá norskum skipasmíða- stöðvum munu vera lægri, en í þeim mun ekki hafa verið farið nákvæmlega eftir útboðslýsingu, t.d. reiknuðu þeir með ódýrari spilkerfum en beðið var um. Hæsta tilboðið kom frá Þjóðverj- um upp á röskar 200 m.kr., en lægsta tilboðið var frá Japan upp á 126 m.kr. „Það er rétt, Japanirnir eru , lægri," sagði Stefán, „en þeir bjóða eingöngu japanskan búnað og náttúrulega ætla þeir að skila skipinu í Japan. Það kostar sitt að sækja það, auk þess sem kostnaður við eftirlit með smíði skipsins yrði verulegur. Svo er það náttúrulega sér á parti, að smíði á svona skipi skilur eftir miklar tekjur á Akureyri, verði það smíðað hjá Slippstöðinni. Ég vona að stjórnendur Útgerðarfé- lagsins meti það," sagði Stefán Reykjalín í lok samtalsins. Tvö íslensk tilboð bárust í smíðina, frá Slippstöðinni og Stálvík. Stálvíkurtilboðið mun hafa verið 6-7 m.kr. hærra en til- boð Slippstöðvarinnar. Það skal tekið fram, að eftir er að meta aðra þætti tilboðanna en upp- hæðirnar, t.d. afhendingartíma og fjármagnskostnað. Markaregn um helgina - íþróttir í opnu Örhtil saga - bls. 4-5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.