Dagur - 04.07.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 04.07.1983, Blaðsíða 2
Hcfur hvarflað að þér ao| flytjast alfarin(n) frá Akur- leyri? „Góður maður sagði eitt sinn að það væri tími til kominn að binda endi á þessa einokun stöðunnar, því við værum búnir að vera í þessu starfi í rúm 60 ár, eða síðan 1922, og átti þar við mig og föður minn sem var rafveitu- stjóri á undan mér.“ Rúnar Gylfason: - Nei. Mér líkar vel hérna aöl flestu leyti og ég held að hvergi | á landinu sé betra að búa. Það er Knútur Otterstedt, raf- veitustjóri Akureyrar, sem hafði þessa skemmtilegu sögu að segja blaðamanni er hann settist niður stutta stund á skrifstofu Knúts á 3. hæð í „ráðhúsinu“. Sigfús Amórsson: - Já, það hefur hvarflað aðl mér. Bærinn mætti vera stærri og ég tel eðlilegt að ungt fólk | þreifi fyrir sér fyrir sunnan komi þá aftur ef því líkar ekki I þar. Eg hef reyndar búið um | tíma, oftar en einu sinni, á öðr- um stöðum en alltaf komið | aftur. Sigurjón Þorvaldsson: - Já, það hefur hvarflað aðl mér. Ég hefði þá flutt erlendis. En eins og er vil ég hvergi ann-1 ars staðar vera en hér, svo fram- arlega sem bærinn sofnar ekki. I Ég held að hann sé á góðri leið | með að verða svefnbær. Að hafa lítinn frið með skepnur — Hundavinur segir hundinn sinn ekki hafa frið fyrir börnum Lesandi hringdi vegna greinar í lesendahorni blaðsins sl. mánu- dag og vildi koma fleiri skoðun- um á framfæri varðandi þetta mál þ.e.a.s. um hundahald í bænum. Þessi lesandi sagðist sjálfur hafa átt hund og ævinlega haft hann í bandi er hann var hafður úti. „En það var svo einkennilegt að hundurinn fékk aldrei að vera í friði fyrir börnum og unglingum sem endalaust fóru inn í garðinn til að atast í hundinum þar sem hann var bundinn . . . Petta gekk svo langt að þrátt fyrir óskir um að börnin færu út úr garðinum og létu hundinn í friði þá var búið að gera hundinn svo æstan og óró- legan að það þurfti að lóga honum. Því vill bréfritari fara þess á Ieit við foreldra og forráðamenn barna og unglinga að þeir kenndu börnunum að vaða ekki inn í garða hjá ókunnugu fólki til þess að atast í hundum sem þar eru bundnir. Þessi lesandi hafði líka þá sögu að segja af gamalli konu sem átti hund sem hún hafði bundinn úti í garði h]á sér en fékk lítinn frið með hundinn fyrir börnum og unglingum sem gerðu sér leik að því að leysa hundinn og hafði konan lítinn frið með skepnuna. Lesandi vill taka fram þrátt fyrir þær ábendingar sem fram eru komnar að honum er ekki í nöp við börn síður en svo, því hann á fimm börn sjálfur. lesandi 4501-0163 ættfróður maður en veit þó að hún er af Arnarnesætt,“ segir Knútur. - Nú ert þú búinn að vera raf- veitustjóri hér á Akureyri síðan 1963 og ert nú að taka við nýju starfi. - Já, ég hætti hér ekki síðar en um áramót því þá fer ég til starfa hjá Landsvirkjun og tek við starfi svæðisstjóra fyrir Norður- og Austurland. Það starf er fólgið í eftirliti með byggðalínum á svæð- inu svo og þeim virkjunum og mannvirkjum sem eiga eftir að rísa á þessu svæði.“ - Hvernig leggst nýja starfið í þig? „Það leggst vel í mig og ég vona að það verði skemmtilegt, það er allfrábrugðið því sem ég hef unnið við hingað til og mun yfirgripsmeira.“ - Áhugamál Knúts Otter- stedt? „Þau hafa aðallega snúist um íþróttir þó ég hafi lítið tekið þátt í þeim sjálfur. Ég er formaður píróttaráðs og einnig formaður IBA. Þetta tekur allt sinn tíma. Svo var ég formaður KA um fimm ára skeið og telst þar til þaulsætnustu formanna. Þar kynntist ég því hvað það er að reka íþróttafélag, það er enginn dans á rósum. Nú svo spila ég á píanó, var nú píndur til þess af móður minni þegar ég var um fermingu.“ - Ertu góður píanóleikari? „Ekki telst það nú. Ég er brúklegur til heimilisnota en móðir mín var góður píanóleikari og spilaði m.a. á kvikmyndasýn- ingum þegar þöglu myndirnar voru sýndar hér á Akureyri. Svo stundum við hjónin skíðagöngu mikið og notum hvert tækifæri til að fara út að ganga.“ - Hvernig var það fyrir ungt fólk sem var búið að dvelja er- lendis í mörg ár að koma til ís- lands árið 1952? „Það var nú ekki mjög bjart yfir á þeim árum. Erfiðleikar í landinu og allt annað en var í Svíþjóð. Það hefði komið til greina að dveljast um tíma ytra en það var alltaf ákveðið að koma heim. Konan mín vildi flytjast hingað þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem biðu þó ekki væri annað en tungumálið. En þetta blessaðist eins og allt annað enda hefur maður verið svo heppinn að hafa alltaf nóg að gera,“ sagði Knútur Otterstedt að lokum. - Þú komst ekki einsamall frá Svíþjóð. Faðir Knúts var Knut Otter- stedt, sem var rafveitustjóri á undan syninum. „Pabbi kom hingað frá Svíþjóð í sambandi við dreifikerfi rafmagns í bænum og lagningu þess. Á þessum árum var verið að byggja rafstöðina í Glerá og fékk hann tilboð frá fyrirtæki sem hann vann hjá í Svíþjóð um að koma til íslands og vinna við þetta verkefni. Og hann fór ekki aftur til Svíþjóðar. Hann var rafveitustjóri frá stofn- un fyrirtækisins og fram til árs- loka 1962, þá tók ég við,“ sagði Knútur. - Er algengt að sonur taki við af föður hjá slíkum fyrirtækjum? „Nei, það er nú ekki aígengt hjá opinberum fyrirtækjum,“ segir Knútur. „Hins vegar var þetta mjög eðlilegt í stöðunni eins og hún var þá því ég var eini tæknimenntaði starfsmaðurinn hjá fyrirtækinu á þessum tíma.“ - Hvert sóttir þú þína menntun? „Ég tók allan venjulegan skóla hér á Akureyri. Varð stúdent frá Menntaskólanum 1946 og lærði síðan rafmagnsverkfræði í Gautaborg í Svíþjóð og kláraði þar mitt nám 1950. Þá vann ég hjá Rafveitu Gautaborgar í eitt ár og kom síðan upp og hóf störf hjá Rafveitu Akureyrar í septem- ber 1951. Margrét Guðmundsdóttir: - Nei, aldrei. Þetta er góður fjölskyldubær, hér er til dæmis mjög gott að ala upp börn. Benedikt Aðalsteinsson: - Nei. Ég hef að vísu ekki búið annars staðar en ég kann vel við staðinn. Ég held reyndar að ekki sé neinn stigsmunur á bæj-1 um á landinu. einokunin - Rætt við Knut Otterstedt „Nei ég hafði með mér mína konu sem er sænsk og ég kynnt- ist úti á námsárunum. Hún heitir Harriet Molin. Það eru því mikil sænsk áhrif í kringum mig. Faðir minn sænskur, konan mín einnig, þannig að það er engin tilviljun að ég fæ kaffi og kertaljós í rúmið á afmælisdaginn minn, sem er 13. desember, Lúsíudagurinn, en hann er haldinn hátíðlegur í Sví- þjóð eins og allir vita. En móðir mín er íslensk og heitir Lena, fædd hér á Akureyri. Ég er ekki 2 -DAGUR-4. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.