Dagur - 04.07.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 04.07.1983, Blaðsíða 3
Iðnaðarmenn á Akureyri: Telja að gengið hafi verið hjá Aðalgeiri 37 stjórnendur fagfélaga og iðnfyrirtækja á Akureyri hafa skrifað undir lista, þar sem þeir harma að gengið var framhjá Aðalgeiri Páls- syni við ráðningu skóla- meistara Verkmenntaskól- ans. Yfirskrift listans er orðrétt þannig: Við undirritaðir stjórnendur fagfélaga og iðnfyrirtækja hörm- um að við ráðningu skólameist- ara Verkmenntaskólans hafi ver- ið gengið framhjá Aðalgeiri Páls- syni sem verið hefur skólastjóri Iðnskólans á Akureyri og gegnt hefur þeirri stöðu með prýði og notið traust iðnaðarmanna á Ak- ureyri. Iðnaðarmenn á Akureyri vona að það starf, sem unnið hefur verið í þágu iðnaðarins með stofnun Iðnskólans fyrir 78 árum að frumkvæði iðnaðarmanna á Akureyri, verði ekki fyrir borð borið, þar sem með tilkomu Verkmenntaskólans verður Iðn- skólinn lagður niður. Freyja. Jóhannes. Breytingar hjá Degi: Jóhannes hættir Freyja tekur við — Hermann Sveinbjörnsson í leyfi til 1. október Jóhannes Mikaelsson, sem verið hefur dreifíngarstjóri Dags frá ársbyrjun 1982 lét af störfum um sl. mánaðamót. Við starfí hans tekur Hafdís Freyja Rögnvaldsdóttir, sem staifað hefur við dreifíngu blaðsins undanfarin ár. Jó- hannes tekur við starfí yfír- prentara hjá Prentverki Odds Björnssonar. Milljón doll- Samstarfsmenn Jóhannesar á Degi þakka honum samveruna og vel unnin störf á undanförnum árum, jafnframt því sem þeir bjóða Hafdísi Freyju velkomna í hið nýja starf. Hermann Sveinbjörnsson, rit- stjóri Dags er í leyfi frá störfum næstu mánuði. Slík leyfi eru veitt blaðamönnum eftir 5 ára starfs- aldur, samkvæmt samningum Blaðamannafélagsins og útgef- enda. Hermann kemur aftur til starfa 1. október, en Gísli Sigur- geirsson, fréttastjóri blaðsins, er staðgengill hans þangað til. Sporthú^icL HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 Svo þægilegir Dönsku velour-gallarnir í öllum stærðum. ara fegurðar- samkeppni Tímaritið Samúel leitar nú að þátttakanda íslands í glæsileg- ustu alþjóða fegurðarsamkeppni sem haldin hefur verið. í fyrstu verðlaun eru ein milljón dollara, eða sem svarar 28 milljónum ís- lenskra króna. Keppni þessi fer fram í Róm í nóvember næstkomandi, á veg- um bandaríska tímaritsins Pent- house. Til að fyrirbyggja mis- skilning skal þess getið að þótt ritið birti myndir af fáklæddum stúlkum þá hefur það ekki áhrif á það hvernig stúlkurnar koma fram í keppninni í Róm. Þær munu koma þar fram á hinn hefðbundna hátt í fegurðarsam- keppnum, í sundbolum og kvöld- kjólum. Petta er í fyrsta sinn sem keppni þessi er haldin og nefnist hún „One million dollar Pet of the year“, og hefur verið kosið að nefna hana á íslensku keppnina um stúlku ársins. Keppninni í Róm verður sjón- varpað um allan heim og er gert ráð fyrir að 500 milljónir manna muni fylgjast með henni. Að- standendur keppninnar hyggjast bjóða íslenska sjónvarpinu sýn- ingarrétt hér. Keppnin mun taka tvo tíma og koma þar fram heimsfrægir skemmtikraftar á milli þess sem stúlkurnar eru kynntar. Stúlkur frá 30 löndum taka þátt í valinu um stúlku ársins. Þótt aðeins ein stúlka hljóti millj- ón dollara verðlaunin þá munu hinar stúlkurnar fá þarna gott tækifæri til að komast á framfæri við heimsfræg umboð fyrir tísku- sýningarstúlkur. Aldrei áður í sögu fegurðar- samkeppna hafa jafn glæsileg verðlaun verið í boði. Ein milljón dollara eru tíföld sú upphæð sem veitt er í verðlaun í öllum öðrum alþjóðlegum fegurðar- samkeppnum. Húsaleigan hækkar Samkvæmt ákvæðum í bráða- birgðalögum skal leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnu- Leiörétting í frétt blaðsins á miðvikudaginn um afsögn Sigurðar Óla úr fræðsluráði var sagt að varamað- ur hans væri Jóhannes Sigvalda- son. Það er ekki rétt. Jóhann Sig- valdason, yfirkennari við Lund- arskóla, hefur verið varamaður Sigurðar Óla í fræðsluráði. húsnæði, sem lögin taka til, hækka um 8,2% - átta komma tvo af hundraði - frá og með júlíbyrjun 1983. Hækkun þessi miðast við þá leigu, sem er í júní 1983. Júlíleigan helst óbreytt tvo næstu mánuði, þ.e. í ágúst og september. Sérstök athygli er vakin á því, að þessi tilkynning um hækkun húsaleigu tekur aðeins til leigu, sem áður fylgdi breytingum vísi- tölu húsnæðiskostnaðar, eða fylgja hlutfallslegum breytingum meðallauna. Lítið inn og skoðið! Fjölbreytt úrval HAGA innréttinga Tilboðsverð eldavélum með viftu TOSHIBA örbylgjuofnarnir hafa sleg- ið í gegn í Evrópu og Ameríku fyrir einstaklega jafna dreifingu á örbylgj- unum og örugga uppbyggingu með 3-föidu öryggi er gerir ofninn hættu- lausan. Dreifing með Deltawave aðferð. Hnitmiðuð tvöföld, sterk dreifing, beint í matinn. Deltawave búnaður er í öllum TOSHIBA heimilis- ofnunum. Kaupangi v/Mýrarveg Simi 25951 Úrval heimilistækja Sýningar- og sölu- staður er hjá HAGA h/f. Glerárgötu 26. Sími 2 15 07. 4. júlí 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.