Dagur - 04.07.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 04.07.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRÍ: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Þriðja stjórnsýsl ustig ið Á undanförnum árum hefir sameining sveit- arfélaga mjög verið á dagskrá m.a. í sam- bandi við verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga. Þær umræður hafa sannfært marga um að tími sé kominn til að landsbyggðin endur- heimti hluta af því valdi sem dregist hefur úr höndum hennar til ýmiss konar miðstjórnar- stöðva í höfuðborginni. Á vissu þróunarskeiði þjóðfélagsins var þessi miðstýring eðlileg og verður það áfram á vissum sviðum, en með auknum fjárráðum og umsvifum þjóðarinnar er þörf að spyma við fótum og snúa þróuninni við. En mörg þau verkefni sem fengist er við í nútíma þjóðfélagi eru stærri en svo að sveit- arfélögin jafnvel þau stærri geti ein valdið þeim svo vel sé, hvað þá þau minnstu. Þess vegna sjá menn nauðsyn stærri stjórnarein- inga en núverandi sveitarstjórnarskipan býð- ur upp á og í framhaldi af því hefur verið rætt um sameiningu hreppa þannig að lágmarks- íbúatala þeirra verði á bilinu 400-600. Þótt margir hafi tekið þessum hugmyndum vel hefur raunin orðið sú að lítið sem ekkert hefur þokast fram og án valdboðs er ekki að vænta breytinga svo mark sé að. Á sama tíma og þessi árangurslitla umræða hefur farið fram hefur sú þróun orðið að lög og lagafrumvörp hafa verið samin þar sem gert er ráð fyrir svæðisnefndum til að sinna ákveðnum verkefnum sem þjóna eiga íbúum margra sveitarfélaga og ná þannig yfir svæði sem er miklu stærra en hugmyndir um nýja og öflugri hreppa gera ráð fyrir. Það er því augljóst að þriðja stjórnsýslu- stigið er að stíga sín fyrstu skref þótt alla stefnumörkun vanti í því efni. Sá galli fylgir þessum svæðisstjórnum að þeim er ætlað að stýra mikilvægum málaflokkum, sem áður heyrðu beint undir sveitarstjórnir, en er þó ekki falin sú fjárhags- og heildarábyrgð yfir málefni svæðisins sem nauðsynleg er og full- trúar í sveitarstjórnum verða að hafa. Eftirtalin atriði virðast augljós: 1. Hrepparnir eru nú vanmegnugir að standa undir auknum verkefnum og að auka þjón- ustu við þegnana og stuðla með því að óþarfa aðstöðumun íbúa í dreifbýli og þéttbýli. 2. Vangeta þeirra til að sinna þessum verk- efnum leiðir til vaxandi ósjálfstæðis gagn- vart ríkisvaldi og öðrum miðstjórnum oft í fjarlægum landshlutum. 3. Jafnvel þótt verulegur árangur næðist í sameiningu hreppanna verða þeir eftir sem áður of litlar einingar til að geta orðið raunverulegir áhrifaaðilar um ýmis mál. Má þar nefna málaflokka svo sem mennt- un á framhaldsskólastigi, samgöngumál, heilbrigðismál, heildarskipulag og land- nýtingu og stuðning við uppbyggingu atvinnulífs. Þessi atriði og fleiri leiða hugann að því hvort ekki sé meira en tímabært að móta stefnu sem miðar til fulls að þriðja stjórn- sýslustiginu með eigin tekjustofnum og lýð- ræðislega kjörnum fulltrúum. Þetta þriðja stjórnsýslustig tæki við ýmsum verkefnum af núverandi sveitarfélögum en þó ekki síst af ríkinu. Á þennan hátt ykjust aftur tengsl íbúanna og stjórnenda, en á því hefur verið talin þörf. c n n í Akureyrarbæ eru starfandi hin ýmsu félög og félagasam- tök. Starfsvettvangur þeirra er bæjarbúum ekki alltaf ljós og sum þeirra starfa beinlínis fyrir luktum dyrum og tak- marka aðgang við fáa út- valda. Jafnréttishreyfíngin á Akureyri er aftur á móti öll- um opin og vill fá sem flesta til liðs við sig. Ef það gæti orðið bæjarbúum til fróð- leiks og hreyfingunni til framdráttar þá langar mig til þess að segja ykkur sögu hennar. Fyrir daga Jafnréttishreyfing- arinnar á Akureyri var nokkuð algengt að örfáar konu hópuðust saman til þess að tala um sín mál, bæði stöðu sína þjóðfélagslega og líðan sína sem einstaklingar í samfélaginu. Eftir kvennafrídag- inn 1975 mynduðust smáhópar þar sem konur ræddu ákveðin mál svo sem barnabókmenntir o.fl. Þessir hópar lognuðust út af en haustið 1977 kom Annette Bauder Jensen að máli við nokkrar konur og mynduðu þær Rauðsokkuhreyfinguna á Akur- eyri. Samvinnan strandaði á því að áhuginn var ekki nógur hjá öllum til þess að leggja út í þá miklu vinnu sem fylgir því að halda umræðunni og hreyfing- unni lifandi. Að skapa umræðu Árið 1978 kom Bergþóra Sig- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs, til Akureyrar og hvatti til þess að opnuð yrði um- ræða um þessi mál hér. í tvö ár var starfandi lítill hópur sem fjallaði um jafnréttismál en 22. nóvember 1980 boðaði Nanna Mjöll Atladóttir til fundar við sig 9 aðrar konur. Þar með hófst markviss umræða og undirbún- ingur að stofnun Jafnréttishreyf- ingarinnar á Akureyri. Stofn- fundurinn var haldinn 8. febrúar 1981 og fvrsti starfsfundur 14. febrúar. Á þeim fundi var nafn hreyfingarinnar ákveðið og starf- semin mótuð. Markmið hreyfingarinnar eru: a) að skapa umræðu og vekja umhugsun um jafnrétti kynj- anna b) að leita ástæðna fyrir veikri stöðu kvenna og hugsanlegra leiða til úrbóta c) að hvetja konur og karla til að endurmeta sitt hefðbundna hlutverk með því að auka þekkingu sína á sjálfum sér, vandamálum sínum og um- hverfi og þannig stuðla að auknu jafnrétti d) að hvetja konur til að vera virkari í ákvarðanatöku og umhverfismótun og hasla sér völl til jafns við karla, á grundvelli reynslu sinnar sem mæður og konur. Það kom mörgum á óvart hve margir sóttu þessa fystu fundi. Þarna mátti sjá andlit á ýmsum aldri og af báðum kynjum. Skráðir meðlimir hreyfingarinnar á fyrsta starfsfundi voru 84 en síðan hafa nokkrir bæst í hópinn. Undirbúningsnefndin hafði út- búið tillögur að hópstarfi og mynduðust upphaflega sjö hópar. Hóparnir fjölluðu um af- mörkuð efni sem voru: 1. Konan. 2. Ábyrgð. 3. Barnið. 4. Kjaramál. 5. Kynferðismál. 6. Geðheilsa kvenna. 7. Bókmenntir. í hverjum hópi var síðan kos- inn hópstjóri og varamaður hans. Hópstjórar mynduðu síðan með 99 Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir skrifar sér stjórn sem skipti með sér verkum. Fyrsti formaður hreyf- ingarinnar var Karolína Stefáns- dóttir. • Virkum félögum hefur fækkaö Þegar litið er til baka og þróun hreyfingarinnar skoðuð er ljóst að þeim félögum sem virkir eru hefur fækkað til muna og breyta verður um starfsaðferðir. Það þýðir þó ekki að rangt hafi verið af stað farið heldur einfaldlega að hreyfingin þarf að aðlaga sig breyttum aðstæðum því ýmislegt hefur breyst og eitthvað hefur okkur miðað í jafnréttisátt. Skipta má starfstíma Jafnrétt- ishreyfingarinnar niður í fjögur tímabil. Hið fyrsta var frá 14. febrúar 1981 til 12. október sama ár. Á þessu tímabili mótaðist starf hópanna og stjórnar. Hald- inn var opinn fundur um vorið þar sem Helga Kress bókmennta- fræðingur ræddi um konur og bókmenntir. Helga benti á að ríkjandi viðhorf til kvenna í bók- menntum okkar og bókmennta- sögu væru mótuð af hugsunar- hætti karla og kom með mörg dæmi máli sínu til sönnunar. Það þykir kannski ekki ýkja merki- legt í stórum borgum og byggðar- kjörnum að fólk haldi slíka fyrir- lestra en í okkar litla bæ þykur slíkt tíðindum sæta og virkar á okkur sem vítamínsprauta því hér er hvorki háskóli né háskóla- deildir. Á þessu fyrsta tímabili hreyf- ingarinnar var starfrækt opið hús einu sinni í viku þar sem nýliðar gátu litið inn og látið skrá sig og spjallað við þá sem störfuðú í hreyfingunni. Það var á slíku kvöldi sem fyrstu umræður um kvennaframboð fóru fram innan hreyfingarinnar. Árið 1978 höfðu nokkrar konur rætt möguleika á kvennaframboði á Akureyri en það var ekki fyrr en að Jón Björnsson félagsmálastjóri skrif- að grein í Dag á vordögum 1981, þar sem hann hvatti konur til að- gerða, að skriður komst á málið. Ekki voru allar konur innan hreyfingarinnar sammála um ágæti kvennaframboðs en ágrein- ingurinn varð ekki til vinslita heldur ríkti skilningur og sam- kennd milli hópanna. “ Mæltist misjafnlega fyrir að hafa karia með Það mæltist misjafnlega fyrir í hópunum að hafa karla með, konur voru hræddar um að þeir tækju fljótlega völdin eða hefðu þau áhrif að þær þyrðu síður að láta til sín taka. Það var því í upphafi annars tímabilsins, sem var frá 1. október 1981 til 2. mars 1982, að nokkrir karlar stofnuðu með sér karlahóp. Þeir lýstu því yfir að þeir myndu ræða af hreinskilni og einlægni sín á milli um jafnréttismál frá sjónarhóli karla og kynna síðan niðurstöður sínar á opnum fundi sem þeir og gerðu. Formaður hreyfingarinnar þetta tímabil var Sigrún Svein- björnsdóttir. Fjöldi félagsmanna hélst óbreyttur en ekki voru þeir allir starfandi því sex hópar störf- uðu þetta txmabil. Haldinn var opinn fundur í desember þar sem einn hópurinn kynnti bækur Svövu Jakobsdóttur rithöfundar. Það kom fram í undirbúningi þess fundar að ekki höfðu allir aðstöðu til að leggja hönd á plóg þar sem nokkrar konur voru önn- Sveinborg Sveinbjörnsdóttir. 4 - DAGUR - 4. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.