Dagur - 04.07.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 04.07.1983, Blaðsíða 7
Þórsarar lagðir að velli í Kópavogi Það var lítil frægðarför sem Þórsarar gerðu suður á upphit- unina í Kópavogi á laugardag- inn. Lið Breiðabliks var ekki sérlega duglegt, en hitt var öllu verra að Þórsliðið var jafnvel verra en gestgjafarnir. Þórsar- ar snéru því stiglausir heim, fengu á sig þrjú mörk frá Blik- unum, en skoruðu ekkert sjálfír. Eitt markanna þriggja kom úr mjög svo umdeildri vítaspyrnu. Leikurinn fór hægt af stað, lið- in þreifuðu fyrir sér eins og það heitir og reyndu að fóta sig. A 6. mínútu varði Þorsteinn mark- vörður Þórs vel skot frá Sigurði Grétarssyni. Það var svo á tuttug- ustu mínútu að Þórsarar fengu færi, Helgi Bentsson komst þá í góða stöðu en var einfaldlega of seinn að skjóta - lét hirða bolt- ann af sér. Sigurður Grétarsson var enn á ferðinni hættulega ná- lægt möskvum Þórsmarksins á 30. mínútu, eftir varnarmistök hjá Þór, en boltinn smaug framhjá. Fimm mínútum síðar fengu Þórsarar á sig mark. Sig- urjón Kristjánsson Bliki náði þá knettinum frá nafna sínum Rand- verssyni í Þór sem hugðist gefa á markvörðinn og potaði inn af stuttu færi. Flettum þá yfir í seinni hálf- leik. Líklega hafa Þórsarar fengið að finna til tevatnsins í leikhléi, því þeir mættu sprækari til leiks á eftir. Að liðnum tíu mínútum átti Árni Stefánsson gott þrumu- skot utan teigs, en Guðmundur markvörður Blika varði vel. Þórsarar voru betri aðilinn á vell- inum framan af seinni hálfleik, en á 17. mínútu fengu þeir fram- an í sig slæma vatnsgusu og það ískalda. Vítaspyrna var dæmd á þá. Mjög umdeilt atvik; ekki frá- leitt að allir á vellinum hafi orðið hissa nema dómarinn. Úr víta- spyrnunni skoraði Sigurður Grét- arsson, en Þorsteinn náði að hafa hendur á knettinum - en ekki nóg. Þórsarar voru vart búnir að jafna sig eftir atvikið, þegar bolt- inn lá aftur í netinu hjá þeim. Aðeins tveim mínútum síðar óð Sigurður Grétarsson gegnum undrandi Þórsvörnina, sendi á félaga sinn Hákon Gunnarsson, sem ekki var í vandræðum með að skora. Og þar með voru Þórs- arar endanlega lagðir að velli. En eins og sönnum baráttujöxlum sæmir steyttu norðlenskir görn hvað af tók, þótt sigraðir væru. Guðjón átti góða fyrirgjöf frá hægri og Bjarni Sveinbjörnsson notfærði sér hana í þrumuskot sem því miður fann sér ekki leið í Breiðabliksmarkið. Tveir Þórsarar fengu að líta gula spjald dómarans, þeir Óskar Gunnarsson og Árni Stefánsson. Magnús Teódórsson dæmdi leik- inn og hefði alveg að skaðlausu mátt vanda sig meira. Þrumufleygur frá Árna Stefánssyni eins og þeir gerast bestir - eða næstum þvi, Guðmundi markverði Blikanna tókst að verja þennan. Mynd: KGA. kjum 4. reisnar von í leiknum, slík var einstefna Tindastóls, sem skor- aði sex mörk, en Valur ekkert. Og mörk Tindastóls hefðu hæg- lega getað orðið fleiri. Það var Sigurfinnur Sigurjónsson sem kom Sauðkrækingum á bragðið með góðu rnarki. Hann fékk seinna í leiknum að líta rautt spjald. Gústaf Björnsson tók síðan að sér þau mörk sem eftir voru. Skoraði tvö beint úr auka- spyrnum, önnur tvö úr víta- spyrnum. Skytturnar skotnar í kaf Það þarf ekki mörg orð um leik Skyttnanna gegn HSS, marka- tölurnar segja þar allt. Skytt- urnar voru bókstaflega skotnar í bólakaf, því HSS skoraði tíu mörk, en siglfirsku skytturnar hreint ekki eitt einasta. Tíu- núll. Frestað Leik Glóðafeykis og Hvatar var frestað til betri tíma. 3. og 4. deild: deildar Leiftrandi sigur Leiftur vann stóran sigur á Vor- boðanum á laugardaginn. Ól- afsfirðingarnir skoruðu sex mörk en Vorboðar ekkert. í hálfleik var staðan 2-0, og í þeim seinni héldu Leiftursmenn áfram uppteknum hætti. Vart gat það heitið að Vorboðinn fengi færi á að skora. Reynissigur Reynir frá Árskógsströnd sigr- aði Árroðann með tveimur mörkum geg.n. einu. Leikurinn var nokkuð jafn og öii ulöfk skoruð í fyrri hálfleik. Fyrir Reyni skoruðu þeir Örn Viðar Arnarsson og Björn Friðþjófs- son og fyrir Árroðann Hilmar Baldvinsson. Allt í vaskinn Vaskur var heldur betur spræk- ur í fyrri hálfleik í viðureigninni við Svarfdæli. í leikhléi var staðan 3-0 fyrir Vask. En þá fór eitthvað allhastarlega úrskeiðis. Lokatölur leiksins urðu sumsé fimm mörk gegn fjórum, Svarf- dælingum í vil. Staðan 1. DEILD: ■ _____ ÚBK 9 4 3 2 10:5 11 ÍBK 8 4 2 2 15:7 10 ÍA 9 5 13 17:5 9 KR 8 2 5 1 8:9 9 Valur 9 3 3 3 14:15 9 ÍBÍ 9 2 4 3 9:12 8 Þór 9 15 3 8:12 7 Þróttur 9 2 3 4 9:18 7 Víkingur 8 15 2 6:8 7 ÍBK 8 3 14 10:14 7 MARKAHÆSTÚ MENN: Ingi Björn, Val 7 Sigþór Ómarsson, ÍA 5 Hörður Jóhannsson, ÍA 4 Sigurður Björgvinsson, ÍBK 4 Hlynur Stel'ánsson, ÍBV 4 Káiri Þorleifsson, ÍBV 4 2. DEILD: Völsungur 8 5 12 10:5 11 KA 7 3 3 1 12:6 9 ÚMFN 8413 10:5 9 Fram 6 4 11 7:3 9 Víðir 7 4 12 7:5 9 KS 8 2 4 2 8:8 8 FH 7 2 2 3 11:10 6 Reynir 8 12 5 5:17 4 Einherji 5 12 2 1:4 4 Fylkir 8 116 6:11 3 MARKAHÆSTU MENN: Pálmi Jónsson, FH 5 Ilinrik Þórhallsson, KA 4 Jón B. Guðmundsson, Fylki 4 Jón Halldórsson, UMFN 4 3. DEILD: Tindastóll 6 6 10 18:3 11 Austri 7 5 0 2 14:6 10 Þróttur N. 7 5 0 2 14:8 9 Huginn 7 4 12 10:8 9 Magni 5 2 0 3 5:5 4 HSÞ-b 7 2 0 5 6:12 4 Valur 6 2 0 4 5:13 4 Sindri 7 0 0 7 5:22 0 MARKAHÆSTU MENN: Gústaf Bjömsson, Tindastóli 8 Sigurður Friðjónsson, Þrótti 7 Bjarni Kristjánsson, Austra 5 4. DEILD E: Leiftur 4 4 0 0 19:2 8 Reynir 4 3 0 1 4:3 6 Vorboðinn 5 2 0 3 10:14 4 Árroðinn 4 2 0 2 5:10 4 Vaskur 4 10 3 8:12 2 Svarfd. 5 10 4 7:16 2 4. DEILD D: Hvöt 2 2 0 0 3:0 4 HSS 3 2 0 1 13:2 4 Skytturaar 4 112 2:13 3 Glóðafeykir 3 0 12 0:4 1 4. júlf 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.