Dagur - 04.07.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 04.07.1983, Blaðsíða 8
„Get ekki verið annað en ánægður - segir Gunnar Egilson „Maöur getur ekki annaö en verið ánægður þegar svona vel viðrar síðasta mótsdag- inn,“ sagði Gunar Egil- son, formaður fram- kvæmdanefndar Fjórðungs- mótsins á Melgerðismelum, í samtali við Dag undir lok mótsins. „Ég hef ekki heyrt annað en fólk hafi notið þess sem hér hefur verið boðið upp á og okkur hefur tekist að haida áætlaðri dagskrá sem er mjög mikilvægt. Að vísu hafa kom- ið upp smávægileg óhöpp en það hefur alltaf verið hægt að bæta úr þeim, þannig að fæstir hafa orðið þeirra varir. Ég held að það sé ekki ofsagt, enda almannarómur hér á mótinu, að félögunum sem standa að mótssvæðinu hér á Melgerðismelum hefur tekist að skapa glæsilegasta mótssvæði fyrir hestamanna- mót hérlendis. Enda var unnið hér kraftaverk - mest í sjálf- boðavinnu - síðust dagana og vikurnar fyrir mótið. Pað sjá þeir sem hcr hafa komið,“ sagði Gunnar Egilson. 39 Rölegt i i segir Porsteinn Hallfreðsson „Það hefur ekki verið sér- staklega mikið annríki hjá lögrcglu á þessu móti, enda hefur skipulag á fram- kvæmd þess verið til fyrir- myndar og gott lag á öllu,“ sagði Þorsteinn Hallfreðs- son, varðstjóri lögreglunnar á Melgerðismelum síðasta mótsdaginn. „Hestamannamót eru engin bindindismót, þannig að veru- leg ölvun var á svæðinu, cn það olli okkur ekki óeðlilegum vandræðum. Það hefur til dæmis verið mun léttara að vinna við iöggæslu á þessu móti heldur en Landsmótinu á Vindheimamelum í fyrra. Við höfum að vísu þurft að flytja nokkra mótsgesti í bæ- inn og þreyttum hefur þurft að koma í ró,“ sagði Porsteinn - „og þeir þreyttu , sem hafa verið sofnaðir á vi'ðavangi. hafa verið vaktir," bætti annar starfsfélagi hans við. Þeir félagarnir létu vel af mótinu. Þá stundina sem blaðamaður Dags staldraði við á lögreglustöðinni á Melgerð- ismelum var helsta annrikið við að opna bíla, sem lyklarnir höfðu læst inni í. t>eir skiptu tugum sem búið var að hjálpa þann daginn. „Veit ekki ann- að mótssvæði sem er betra“ - segir Þorkell Bjarnason l „Þetta cr ekki tímamótasýn- ing hvað framfarir varðar í kynbótum, en mótið stend- ur undir góðri stöðu í kynbótuin hrossastofns Norðlendinga,“ sagði Þor- kell Bjarnason, hrossarækt- arráðunautur, í samtali við Dag. „Kynbótasýningar hafa tek- ist mjög vel. Stundum reynast hrossin lakari en maður hefur átt von á, en þau hafa staðið sig vel núna. ég er ánægður miðað við þann eínivið sem við höfðum í höndunum. Hins vegar hafa kynbótasýning- arnar borið nokkur merki þess, að þa.ð er erfitt að halda sýningar árið á eftir Lands- móti. Úrvaiið er ekki eins mikíð. Ég er mjög ánægður með mótssvæðið hér á Melgerðis- melum. Ég veit ekki annað betra. Ég hef alltaf verið hrif- inn af þessum stað eins og hann er frá náttúrunnar hendi fyrir hestamannamót og mannanna hendur hafa unnið hér stórkostlegt afrek undan- farnar vikur, sagði Þorkell Bjarnason. gaman að eiga þennan“ - Dagur á hestamannamótinu á Melgerðismelum „Þetta mót tókst í alla staði mjög vel og framkvæmd þess og þær aðstæður sem boðið er upp á hér á Melgerðismel- um er norðlenskum hesta- mönnum til mikils sóma,“ sagði Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðunautur, í samtali við Dag, að afloknu Fjórðungsmóti norðlenskra hestamanna, sem lauk á Melgerðismelum í gær. Sam- kvæmt upplýsingum móts- stjórnarmanna má búast við að um 4.000 manns hafí heimsótt Melgerðismela um helgina. „Mikið andskoti eru þetta fal- legir hestar, strákar, það væri gaman að eiga þó ekki væri nema einn þeirra," sagði einn móts- gesta þegar átta bestu alhliða gæðingarnir komu reistir og spengilegir inn á sýningarvöllinn í úrslitakeppnina. ® Þorri hestur dagsins Þegar alhliða gæðingarnir voru dæmdir fékk Straumur Guðlaug- ar Reynisdóttur í Bringu hæstu einkunnina, en knapi á honum var Eyjólfur ísólfsson. Hann fékk 8.55 í aðaleinkunn, en Logi Höskuldar Jónssonar var með næsthæstu einkunnina, 8.50 og Þorri Sigurðar Höskuldssonar var með þriðju hæstu einkunn- ina, 8.45. Fjórðu hæstu einkunn- ina fékk svo Sámur Reynis Hjart- arsonar. í úrslitakeppninni, sem fram fór á sunnudaginn, mættu átta efstu hestarnir til leiks og þá var þeim raðað niður í átta efstu sætin. Þá var Þorri í essinu sínu og knapa hans, Ragnari Ingólfs- syni, tókst að laða fram hjá hon- um flest það sém einn hest má prýða. Það varð til þess, að allir dómararnir, að einum undan- skildum, settu Þorra í fyrsta sæti. Hann er undan Sörla 653 frá Sauðárkróki og Árna-Skjónu 4436. Logi, undan Penná og Nótt frá Árgerði, hélt 2. sætinu, en Sámur Reynis skaust upp í 3. sætið. Sámur er undan Háfeta 804 og Gránu 4404 frá Vallanesi í Skagafirði. í fjórða sæti kom síðan Straumur, en hann og Þorri voru fulltrúar hestamannafélags- ins Funa í Eyjafirði á mótinu. Logi og Sámur voru aftur á móti fulltrúar Léttis. Úrslitin í keppni aihliða gæðinga voru því mikill sigur fyrir eyfirska hestamenn. í 5. sæti kom Neisti Björns Ingasonar á Svalbarðsströnd, sem Albert Jónsson var knapi á. Hann er undan Herði frá Kolku- ósi. í 6. sæti varð Dimmalimm Björns Þorsteinssonar á Akur- eyri, en hún er undan Lýsing frá Melgerði. í 7. sæti varð Sörli Kristjáns Óla Jónssonar á Sauð- árkróki, en hann er undan Högna 884 og Kátínu frá Viðvík. I 8. sæti varð Blakkur undan Blakk frá Kolkuósi, en eigandi hans er Sigríður Þorsteinsdóttir, Sauð- árkróki. • Kristall bar af klár- hestunum Kristallinn hans Gylfa Gunnars- sonar var yfirburðasigurvegari í keppni klárhestanna. Hann fékk hæstu einkunnina, 8.77, og allir dómararnir voru sammála um að setja hann í efsta sætið í úrslita- keppninni. Kristall er undan Herði 591 og Mósu frá Kolkuósi. Stórglæsilegur hestur, sem undanfarin ár hefur verið í farar- broddi eyfirskra klárhesta. Baráttan var hins vegar harðaii um næstu sæti á eftir Kristal í úrslitakeppninni. Jörfi Halldórs Rafnssonar stökk t.d. úr 5. sæti í 2. sæti. Knapi á honum var Ragn- ar Ingólfsson, en Jörfi er undan Gösla frá Þúfnavöllum og Sokku frá Árgerði. í 3. sæti varð Aron Aldísar Björnsdóttur, en hann varð í 2. sæti eftir fyrri hluta keppninnar. Aron erundan Sörla 653 frá Sauðárkróki og Gránu frá Litlu-Grund og knapi á hon- um var Birgir Árnason. Þessir þrír efstu hestar voru allir fulltrúar hestamannafélags- ins Léttis á Akureyri. Það var því þrefaldur Léttissigur, en í 4. sæti kom Þröstur undan Hrafni frá Holtsmúla og Jörp frá Kjart- ansstaðakoti. Eigandi hans er Ármann Gunnarsson og var hann einnig knapi. Þröstur var fulltrúi fyrir hestamannafélagið Hring á Dalvík. Hér fara þeir félagar Gylfi Gunnarsson og Kristall Harðarson á kostunum í úrslitakeppni klárhestanna á Melgerðis- melum í gær.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.