Dagur - 04.07.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 04.07.1983, Blaðsíða 9
™ Margur er knár Unglingar kepptu í tveim aldurs- flokkum á mótinu og keppendur yngri flokksins voru sumir hverjir ekki háir í loftinu. f>ar sannaðist enn einu sinni gildi máltækisins gamalkunna, að margur er knár þó hann sé smár, en yngsti kepp- andinn var ekki nema 8 ára gamall. Keppni unglinganna var nokk- uð frábrugðin keppni þeirra sem eldri eru. Verkefni dómara var að meta reiðmennsku keppend- anna, en ekki kosti og galla reið- skjótans. Sigurvegari í flokki 13-15 ára varð Einar Hjörleifsson frá Dalvík. Hann fékk 8.09 í eink- unn, en í 2. sæti varð Vignir Sig- urðsson frá Húsavík með 8.90. í 3. sæti varð Gestur Stefánsson frá Stíganda í Skagafirði með 7.88 og í 4. sæti varð Jón Albert Jónsson frá Dalvík með einkunn- ina 7.83. Sigurvegari í yngri flokknum varð Kristinn Svanbergsson frá Akureyri 8.23 í einkunn. Þor- steinn Jónsson frá Skagaströnd varð í 2. sæti með 8.10, Helgi Ingimarsson frá Stíganda í Skagafirði varð í 3. sæti með 8.06 og í 4. sæti varð Viðar Bragason frá Akureyri með 8.04 í einkunn. Það var því hart barist hjá krökk- unum. Sölvi Sölvason varð í 5. sæti og Eiður Matthíasson frá Akureyri í 6. sæti. í 7. sæti varð Börkur Hólmgeirsson frá Akur- eyri, en hann er aðeins 8 ára gamall og mun hafa verið yngsti keppandi á mótinu. í 8. sæti varð Stefán F. Jónasson frá Stíganda í Skagafirði, en hann fékk eink- unnina 7.83 í aðaleinkunn. Það munar því ekki nema 4 stigum á 1. og 8. manni. ® Stóðhest- arnir stóðu fyrir sinu Tveir stóðhestar voru sýndir með afkvæmum á mótinu; Háfeti 804 frá Krossanesi og Sleipnir 785 frá Ásgeirsbrekku. Háfeti og afkvæmi hans fengu þessa umsögn: „Afkvæmi Háfeta eru öll vel fríð og mjög vel byggð, einkum er samræmi í byggingu rétt og fætur.fágætir að allri gerð. Stærðin er í meðallagi. Létt gott tölt býr ávallt í afkvæm- unum en fleiri eru þó vel vökur. Fótalyfting er í meðallagi og hnébeygja tæplega nóg. Þó er skeiðið fallegt. Vilji er léttur og góður og lundin traust. Þau temj- ast vel.“ Háfeti fékk 8.12 stig fyrir þau 6 afkvæmi sem sýnd voru undan honum og 1. verðlaun. Sleipnir fékk 7.99 og einnig 1. verðlaun. Þrjár hryssur voru sýndar með afkvæmum; Nös 3794 frá Stokk- hólma, Kolfinna 3783 frá Glæsi- bæ og Elding 3820 frá Kýrholti. Af þeim fékk Nös hæsta einkunn, en allar fengu þær 1. verðlaun. Fjórir stóðhestar sýndu á mót- inu. Enginn þeirra náði í 1. verð- laun, en sjö hryssur náðu hins vegar því takmarki. ® Margar fallegar hryssur Af 6 vetra hryssum og eldri fékk Mugga frá Hólabúinu í Skaga- firði hæstu einkunnina, 8.10. Hún er undan Musku frá Hólum og Rauð 618 frá Kolkuósi. Næst kom Bára frá Sauðárkróki, sem er í eigu Sveins Guðmundssonar. Hún fékk 8.03 í einkunn, en hún er undan Hrafnkötlu 3526 og Gusti 923 frá Sauðárkróki. í 2. sæti varð Von Bjarna Jónssonar á Akureyri 8.02 í einkunn. Hún er undan Brúnku frá Möðrufelli og Náttfara 776. Eldey frá Hólabúinu varð hlut- skörpust af 5 vetra hryssum. Hún er undan Elju 4135 og Þætti 722 frá Kirkjubæ. í 2. sæti varð Framtíð í eigu Reynis Stein- grímssonar, Hvammi í Vatnsdal með 8.02 í einkunn. Hún er undan Brúnskjónu frá Hvammi og Sleipni 785. Þessar tvær hryss- ur hlutu báðar 1. verðlaun. í 3. sæti kom Kvika Þorsteins Jóns- sonar á Akureyri. Af 4 v. hryssum stóðu 3 hryss- ur frá Kolkuósi, í eigu Hólabús- ins, efstar. Þær eru allar undan Herði 591. Þær heita Margrét 5669, Lýsa 5671 og Sverta 5670 og eru allar undan Herði 591 frá Kolkuósi. • Boðið í folöld Á laugardagskvöldið var haldin heljarmikil sölusýning á Mel- gerðismelum. Þar voru sýndir og boðnir til sölu yfir 40 gripir og það var hægt að semja um verð og greiðsluskilmála. Einnig voru boðin upp 4 folöld með nokkuð sérstökum hætti. Aðeins eitt þeirra var mætt á staðinn, en í hin varð að bjóða samkvæmt lýsingu uppboðshald- ara, Ragnars Tómassonar. Eftir lýsinum hans að dæma verða kaupendurnir ekki sviknir, en dýrasta folaldið fór á 20 þúsund krónur og var það frá Flugumýri í Skagafirði. Ýmis kostuleg auka- tilboð bárust á uppboðinu. Með-' al annars bauð einn hænur og sláttuvél £ eitt folaldið og annar bauðst til að greiða þúsund krón- ur á mánuði í eitt ár. Ragnar breytti þessu snarlega í þúsund krónur á mánuði í 10 ár og þá rann bjóðandinn á rassinn. ® Kappreið- arnar líflegar Kappreiðarnar færðu fjör í leik- inn undir lok mótsins á sunnu- daginn. Úrslit þeirra urðu sem hér segir: 150 m skeið Sek. 1. Bliki ..................... 16.33 Eigandi: Lúðvík Ásmundsson. Knapi: Erling Ó. Sigurðsson. 2. Svanur .................... 16.74 Eigandi: Skúli Sigurðsson. 3. Náttfari .................. 18.86 Eigandi: Pálmi Bragason. Knapi: Örn Grant. 250 m skeið Sek. 1. Hómer ..................... 23.46 Eigandi og knapi: Sævar Pálsson. 2. Snarfari .................. 23.77 Eigandi: Jósafat Felixson. Knapi: Björn Porsteinsson. 3. Frami ..................... 23.82 Eig. og knapi: Erling Ó. Sigurðsson. 250 m stökk Sek. 1. Hylling ................... 18.75 Eigandi: Jóhann Þ. Jónsson. Knapi: Jón Ó. Jóhannesson. 2. Arnon ..................... 19.05 3. Fjarki .................... 19.32 Eigandi: Guðmundur Frímannsson. Knapi: Sonja Grant. 350 m stökk Sek. 1. Loftur .................... 25.55 Eigandi: Jóhannes Þ. Jónsson. Knapi: Jón Ó. Jóhannesson. 2. Blakkur ................... 25.60 Eigandi og knapi: Róbert Jónsson. 3. Sindri .................... 25.90 Eigandi: Jóhannes Þ. Jónsson. 800 m stökk Sek. 1. Örvar ..................... 62.73 Eigandi og knapi: Róbert Jónsson. 2. Snarfari .............. 63.77 Eigandi og knapi: Jón Ó. Jóhanness. 300 m brokk Sek. 1. Bastían ................... 39.5^ Eig. og knapi: Benedikt Ambjörnss. 2. Burst ..................... 39.71 Eigandi: Andrés Kristinsson. Knapi: Rögnvaldur Sigurðsson. 3. Trítill .................. 39.80 Eigandi og knapi: Jóhannes Þ. Jónss. Hér má sjá fjóra bestu alhliða gæðingana á Norðuriandi árið 1983, f.v. Þorri og Ragnar Ingólfsson uldur Jónsson, Sámur og Reynir Hjartarson og Straumur og Eyjólfur ísólfsson. Logi og Hösk- Kristinn Svanbergsson frá Létti á Akureyri varð sigurvegari í yngri flokki unglinga. Hér tekur Ragnar Ingólfsson Þorra til kostanna. Hér eru þrjú afkvæmi Nasar frá Stokkhólma tekin til kostanna enda fékk hún 7.96 fyrir afkvæmi sín og 1. verðlaun sem var meira en aðrar hryssur fengu er sýndar voru með afkvæmum. 4. JÚIH983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.