Dagur - 04.07.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 04.07.1983, Blaðsíða 11
Alþjóðlegur samvinnudagur 2. júlí: Þróunarmál Samvinnufélaga Laugardaginn 2. júlí er hinn svonefndi alþjóðlegi sam- vinnudagur og er þetta í 61. sinn sem hans er minnst. Af því tilefni hefúr framkvæmda- nefnd Alþjóðasamvinnusam- bandsins (ICA) sent frá sér ávarp til samvinnumanna um heim allan sem svo hljóðar í ís- lenskri þýðingu: „Til alþjóðlega samvinnudags- ins var stofnað til að gefa sam- vinnumönnum í öllum löndum tækifæri til að staðfesta árlega sameinaðan vilja sinn til framfara fyrir allt mannkyn og til að undir- strika, jafnt í heimalöndum sem á alþjóðavettvangi, tilgang þeirr- ar alþjóðlegu samvinnu sem á sér vettvang innan Alþjóðasam- vinnusambandsins. Framkvæmd Alþjóðasam- vinnusambandsins ákvað þess vegna á fundi sínum í Seoul í Kóreu í lok mars 1983 að nota tækifærið í sambandi við alþjóð- lega samvinnudaginn í ár til að leggja sérstaka áherslu á og dreifa sem víðast samþykkt sem nefnist „Stefna ICA í þróunar- málum samvinnufélaga" og var gerð á fundi miðstjórnar ICA í Róm í október 1982. Fram- kvæmdanefndin hvetur hina 364 milljón félagsmenn aðildarsam- banda ICA til að dreifa innihaldi þessarar samþykktar sem víðast og styðja framkvæmd hennar, jafnframt því sem þeir minnast alþjóðlega samvinnudagsins. Þessi samþykkt verður fáanleg á öllum hinum fimm opinberu tungumálum ICA, hún verður prentuð og henni dreift til allra aðildarsambandanna, til stjórn- valda og alþjóðastofnana, bæði á vegum ríkisstjórna og frjálsra félagasamtaka. Þar er lýst markmiðunum sem felast í stuðningi ICA við þróun- armái samvinnufélaga og felast í eftirfarandi: a) Grundvallarmarkmiðið er stofnun og vöxtur sjálfstæðra, lýðræðislegra og lífvænlegra samvinnufélaga, þar sem karlar og konur starfa saman í fullu jafnrétti. Þessi félög verða að vera í stakk búin til að veita félagsmönnum fullnægjandi þjónustu og stuðla að efna- hagslegum framförum og fé- lagslegu jafnrétti á félags- svæðum sínum og/eða löndum. b) Stefna ICA skal miðast að því að styrkja samstarf milli samvinnusamtaka af ýmsum gerðum og landa á milli. Með þeim hætti skal stuðlað að aukinni alþjóðlegri einingu sem er grundvöllurinn undir friði og uppbyggingu. c) ICA skal leitast við að móta almenningsálit sem og viðhorf yfirvalda og alþjóðastofnana til þess að leggja grunninn að vinsamlegu andrúmslofti fyrir samvinnustarf. Það skal einn- ig vinna að setningu löggjafar um samvinnufélög og leitast við að tryggja stuðning stjórn- valda og alþjóðastofnana við eflingu samvinnusambanda. Samþykktin bendir á eftirtalin svið sem leggja skal sérstaka áherslu á: Matvæli og næringu, atvinnu og iðnað, sparnað, trygg- ingar og lánastarfsemi og allar gerðir samvinnufélaga sem fást við blandaðan rekstur. Hún gefur ICA forgangsverk- efni: Stuðning við fólk til að treysta á eigin getu, lýðræði, Nýbyggður burstabær í H&H Meðal efnis í nýjasta tölublaði Húsa & híbýla er að finna myndskreytta grein um burstabæ með gamla laginu, en sá er ný- byggður. Þá er í blaðinu sagt frá heimsóknum blaðsins á nokkur heimili í fjölbýlishúsi við Flyðru- granda og innliti í glæsilegt ein- býlishús á Seltjarnarnesi. í blómaþætti H&H að þessu sinni er mælt með því að fólk glími við að græða saman ýmsar tegundir kaktusa. Garðhönnuð- urinn tekur verandir til umfjöll- unar, íslensk nýjung við einangr- un húsa er kynnt og af erlendu efni má nefna kynningu á „high teck“ stílnum og þriðju víddinni. Peysuuppskriftir eru í blaðinu, viðtal við skósmið, sem smíðar skó fyrir afbrigðilega fætur, sagt er frá þátttöku íslenskra hús- gagnaframieiðenda á sýningunni í Bella Center í síðasta mánuði og loks má geta fyrsta hluta greinarflokks um Viktoríutíma- bilið. Auk þess sem H&H fæst í áskrift er það selt á öllum blað- sölustöðum. Útgefandi er SAM- útgáfan. Ritstjóri Þórarinn Jón Magnússon. H&H kemur út sex sinnum á ári. Næsta tölublað, það fjórða á þessu ári, kemur út í lok ágúst. þátttöku kvenna, menntun og þjálfun o.s.frv. Hún leggur áherslu á þær leiðir sem ICA geti notað við þessa hjálp, þ.e. aðstoð frá samvinnu- sambandi til samvinnusambands, starfsemi svæðaskrifstofa, starfs- nefnda og Samvinnuþróunar- sjóðs ICA, þróunarstofnanir ríkisstjórna sem og Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðastofn- anir. Hún undirstrikar að ICA býð- ur fram aðstoð sína sem byggð er á aldargamalli reynslu í þróun- armálum samvinnufélaga við Sameinuðu þjóðirnar og aðrar al- þjóðastofnanir sem viðurkenna að félagsleg og efnahagsleg fram- þróun sé einn af hornsteinunum undir starfi þeirra til að tryggja frið í heiminum. ICA, aðildarsambönd þess og hinir 364 milljón félagsmenn þeirra bera þess vitni í daglegum störfum að frjálst samvinnustarf yfir landamæri er í raun til sem og um hitt að skilningur á alþjóð- legu samvinnustarfi er gildur þáttur í því að leggja fram sveigj- anlegt og jákvætt framlag til þess að skapa betri heim, jafnvel á okkar dögum. í tilefni af þessum 61. alþjóð- lega samvinnudegi senda stjórn- endur ICA þér og samvinnu- sambandi þínu bestu óskir um góðan árangur á yfirstandandi ári og fullvissa þig um stöðugan áhuga sinn og stuðning.“ PASSAMYNDIR Húsbyggjendur - Byggingameistarar Söluaðili fyrir ódýrustu stálofna sem framleiddir eru í Evrópu í dag er á Akureyri og Húsavík HITI SF. Bygg- ingavöruverslun Draupnisgötu 2, sími 96-22360. Umboðs-heildverslun Birgir Þorvaldsson Klapparstíg 26, Reykjavík sími 91-26450. Bflstjórar - Vörubflaeigendur Höfum tekið að okkur sölu- og þjónustuumboð fyrír ♦ Af sendi- og vöruflutningabifreiðar Rekum þjónustu- og söluumboð fyrir VW, viðgerðarþjónustu fyrir Volvo-GM, einnig rafmagnsverkstæði og bílamálun. Við minnum einnig á okkar alhliða þjónustu við bifreiðaeigendur. v/Tryggvabraut, Akureyri, sími 22700. Knattspyrnu- skóli Þórs hefst 6. júlí á Þórsvelli fyrir 6-10 ára, jafnt drengi sem stúlkur. Kennt verður allt um knattspyrnu. Einnig sýnt videó og farið í ferðalag. Innritun fer fram þriðju- daginn 5. júlí í síma 21539 milli kl. 13 og 15. Innritun í leikjanámskeiðin sem hefjast 12. júlí, 26. júlí og 8. ágúst fer fram á sama tíma. Knattspyrnudeild Þórs. NOXYDE gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málmþök. • Er vatnsheld. • Inniheldur cinkromat og hindrar ryömyndun. • Ódýr lausn fyrir vandamálaþök. LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA S. Sigurðsson hf. Hafnarfiröi, símar 50538 og 54535. Verðum á Akureyri í júlí Getum enn bætt við verkefnum. 4ý 'júlí 1983 - DAGUR - 11'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.