Dagur - 06.07.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 06.07.1983, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA SKRÍNUM GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ***) \Wmttt 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 6. júlí 1983 73. tölublað „Förum ekki út nema borin" segir Ólafur Rafn Jónsson „Það kemur ekki til greína að við förum úr íbúðinni nema við verðum borin. Mér þykir það fáránlegt að á sama tíma og hér á landi er bannað að henda út dýrum, skuli það látið átölu- laust að fjölskyldum sé fleygt út á götuna," sagði Ólafur Rafn Jónsson í samtali við Dag. Samkvæmt dómi Hæsta- réttar frá 25. mars á hann að vera á brott úr íbúð sinni með fjölskyldu sína á laugardaginn. „Lögmaður minn í Belgíu hugðist kæra þetta mál til mann- réttindanefndar íslands, en þá kom í Ijós að slík nefnd er ekki til hér á landi. Lögmaðurinn varð því að snúa sér til nefndar í Strassborg með þetta mál. Það er ljóst að hér á landi eru dýr betur vernduð en menn," sagði Ólafur Rafn. Ólafi Rafni var gert að mæta fyrir dómara í gærmorgun út af kæru Grímu Guðmundsdóttur á hendur honum þar sem hún sakar hann um að hafa valdið skemmd- um á húsnæði hennar. Lítið varð þó úr málafærslun, það eð lög- maður stefnanda mætti ekki á staðinn. VIÐ BERJUMST íí 55 segir Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar, vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um stöðvun nýsmíða „Bóndi sem ekki fær að heyja verður að skera sauði sína. Því er líkt farið með okkur; ef við I'áum ekki verkefni verðum við að segja upp starfsmönnum," sagði Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri Slippstöðvar- innar aðspurður um þá ákvörðum ríkisstjórnarinn- ar, að stöðva nýsmíði fiski- skipa til bolfiskveiða. Þar með stöðvast nýsmíði sem verið var að hefjast handa við í Slippstöðinni. „Mér finnst það ótrúlegt skammsýni sem þarna ræður ferðinni," sagði Gunnar. „Það er talað um að ekki megi velta vanda skipasmíðastöðvanna yfir sjávarútveginn. Ég sé nú ekki annað en það verði mun stærri vandi fyrir þjóðfélagið. ef það á að ganga að skipaiðnaðinum dauðum, frekar en að leyfa ör- fáum bátum að bætast í skipa- stólinn á næstu árum. J?að má vera að skipakostur okkar sé of stór rétt sem stendur. En vertíð- arbátarnir svokölluðu eru orðnir 18-19 ára að meðaltali og togar- arnir 10-11 ára gamlir. Afkasta- geta íslensku stöðvanna er svo lítil að skipastóll okkar minnkar um 25-30% á næstu 5-6 árum, jafnvel þótt við fáum að halda áfram. Pað verður að endurnýja veiðiskip okkar jafnt og þétt. Sé það ekki gert kemur endurnýjun- arþörfin í gusum, þannig að er- lendar skipasmíðastöðvar fá obb- an af verkefninu," sagði Gunnar. Hjá Slippstöðinni er nýhafin smíði á fiskibát í raðsmíðaverk- efni en smíði annars er vel á veg komin. hann er seldur til Eski- fjarðar, en komi samþykkt ríkis- stjórnarinnar til framkvæmda, stöðvast smíði þess fyrrnefnda. „Við fengum heimild í fyrra til að smíða tvo báta og höfum bréf upp á það. Þeirri ákvörðun tel ég að sé ekki hægt að breyta, frekar en kaupunum á bátunum frá Póllandi. En það er enginn uppgjafar- tónn í okkur. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því, að ríkis- stjórninni sé alvara. Skipasmíða- iðnaðurinn hefur sannað til- verurétt sinn, það sýndu tilboðin í Útgerðarfélagstogarann best. Við munum því berjast fyrir lífi stöðvarinnar," sagði Gunnar Ragnars í lok samtalsins. Morgunverk. Mynd. KGA „Stóriðja vænleg" „Að mínum dómi verður ekki vel séð fyrir atvinnumálum á Eyjafjarðarsvæðinu nema við komum þar upp stóriðju. Hún er að vísu ekki mannfrek, stór- iðja er orkufrek en ekki mannfrek, en hún mundi skjóta fótum undir aðrar grein- ar sem mundu áreiðanlega sjá vel fyrir nægri atvinnu." Þetta hafði Sverrir Hermanns- son, iðnaðarráðherra, að segja um hugsanlega stóriðju á Eyja- fjarðarsvæðinu í tengslum við nýútkomna skýrslu nefndar sem fjallaði um iðnþróun á Eyjafjarð- arsvæðinu og grannt er fjallað um á bls. 8-9 í blaðinu í dag. „Ég er langt kominn með að lesa skýrsluna," sagði Sverrir. „Þetta er mikið verk og greini- lega vandað. Efnið kemur mér svo sem ekki á óvart því ég er nokkuð kunnugur málefnum Eyjafjarðar og Akureyrar frá því ég var í Framkvæmdastofnun. Það er ljóst að það verður að halda vel á spöðunum á Eyja- fjarðarsvæðinu ef þar á að skapa 1700-2000 ný tækifæri fram að 1990. Auðvitað verður að hlúa að þeim greinum sem fyrir eru, t.d. með frekari úrvinnslu fisk- og landbúnaðarafurða. En vel verð- ur ekki fyrir þessu séð nema með stóriðju. Og ég fagna því að þessi nefnd, einróma, slær á þá strengi að það sé vænlegur kostur. Menn eru sammála um að það sé ál- Tískuhðnnun og skúringar | - opna msammmmmmmm bræðsla sem kemur helst til greina. Spurningin er hvort við getum séð fyrir nægjanlegri orku og getum við fengið það verð sem við þurfum fyrir hana. Það er líka eftir að gera fullnaðarkönnun á staðháttum og mengunarhættu sem er ekkert svipað vandamál og var. Ég geri mér grein fyrir þeirri andstöðu sem stóriðja átti einu sinni að mæta á Eyjafjarðar- svæðinu og hún kann að vera ein- hver enn en ég held að viðhorfin hafi breyst mikið."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.