Dagur - 06.07.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 06.07.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 A MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Atvinnumál Nýlega er útkomin skýrsla um iðnað og iðn- þróun við Eyjafjörð. Efni þessarar skýrslu eru gerð ítarleg skil annars staðar í blaðinu. Meg- inniðurstaða er sú að iðnaður hvers konar verði að eflast, til að atvinnuástand og upp- bygging við Eyjafjörð verði með þolanlegum hætti. Greinilegt er, að verulegur vaxtar- broddur er fyrir hendi í þeim iðnaði sem þeg- ar er til staðar á svæðinu. Þannig telur nefnd- in að skapa megi allt að 650 störf í almennum iðnaði fram til 1990. Ljóst er að ekki verður af þessum vexti, nema að ráðstafanir heima- manna og hins opinbera komi til. Nauðsyn- legt er, að heimamenn taki sjálfir til höndum og efli atvinnuuppbyggingu með skipulegri leit að smærri nýiðnaðartækifærum, og að þau fyrirtæki sem hér starfa láti ekkert arðbært tækifæri til aukningar sinnar starfsemi fram hjá sér fara. í skýrslu nefndarinnar eru settar fram ákveðnar tillögur um eflingu Iðnþróun- arfélagsins og stofnun Iðnþróunarsjóðs Eyja- fjarðar og þurfa sveitarstjórnir á svæðinu að taka myndarlega undir þær tillögur og af- greiða þær hið fyrsta. Einnig hljóta Eyfirðing- ar að krefjast þess af stjórnvöldum, að þau láti iðnaðinn njóta sanngjarnra starfsskilyrða þannig að iðnfyrirtæki geti með rekstri sínum skapað fé til nýrra fjárfestinga. Ekkert byggð- arlag á íslandi á meira undir góðri afkomu iðnaðar en Eyjafjörður, þetta má stjórnmála- mönnum þessa svæðis aldrei gleymast. í skýrslu nefndarinnar er nokkuð fjallað um stóriðju við Eyjafjörð. Meginniðurstaða er sú að miðað við núverandi þekkingu sé álver eini raunhæfi möguleikinn. Starfsemi þess fellur vel að hugmyndum manna um þróun fólks- fjölda á svæðinu og aðrar greinar atvinnulífs- ins myndu eflast. Enn liggja ekki fyrir niðurstöður úr meng- unar- og umhverfisrannsóknum, þannig að hægt sé að segja fyrir með vissu um áhrif ál- vers við Eyjafjörð. Vitað er, að margir hafa áhyggjur af mengun frá álveri. Vonandi hafa tækninýjungar við mengunarvarnir orðið til þess að náttúru Eyjafjarðar yrði ekki hætta búin vegna reksturs slíkrar verksmiðju. Um það verða menn að komast að fordómalausri niðurstöðu í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrr- nefndar rannsóknir veita. Heimamenn verða að hafa um það forystu, að ekkert verði til sparað við að framkvæma þessar rannsóknir bæði fljótt og vel. Eyfirðingar hljóta að stefna að því að taka þátt í nýtingu orkuauðlinda landsins og að orkuiðnaður verði eðlilegur þáttur í því að tryggja vöxt þessa svæðis. Jó.S. Mannlíf á Melnerðismelum „Kannski kemur sexið seinna,“ sagði ein úr hópnum. Kannski. Þröngt mega sáttir sitja - undir utlarteppi. Dalvíkingar voru sigursælir í unglingaflokki þar sem þeir náðu í 1., 3. og 7. sæti. Jóhann Már Jóhannsson söng á kvöldvökunni bæði kvöldin við undirleik Guðjóns Pálssonar, frá Hvammstanga. Létu þeir rigningu og kuldustrekking ekki á sig fá. Ragnar Tómasson hélt uppi fjörugu folaldauppboði á föstudagskvöldið þar sem dýrasta folaldið fór á 20 þúsund krónur en hægt er að fá þokkalegan hest fyrir það verð. 4 - DAGUR - 6. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.