Dagur - 08.07.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 08.07.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 A MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Sameiningartákn Það hefur verið mikið lán þessari þjóð að þeir fjórir einstaklingar sem gegnt hafa æðsta embætti hennar hafa allir sem einn gert það með einstökum virðuleik og sóma. Forsetum lýðveldisins hefur tekist að vera sterkt sam- einingartákn. Almennur skilningur hefur og ríkt meðal landsmanna á að þetta embætti væri hafið yfir dægurþras fremur deilugjarnr- ar þjóðar. A engan er hallað þó fullyrt sé að fáir hafi reynst mikilvirkari í kynningu lands og þjóðar erlendis en núverandi forseti, Vigdís Finn- bogadóttir. Sú landkynning sem ferðalög hennar erlendis og móttaka erlendra þjóð- höfðingja hefur haft í för með sér verður ekki metin til fjár. Hins vegar er ljóst að landkynn- ing af hvaða toga sem er kostar peninga. Það er t.d. ljóst að ferð forseta íslands á Scandi- navia Today í Bandaríkjunum, sem fulltrúi allra Norðurlandanna, kostaði mikið fé. En það er vafasamt að íslendingar hafi fyrr feng- ið eins mikla og góða landkynningu. Slík ferð er færð á kostnaðarreikning forsetaembættis- ins en ávinningurinn er hins vegar ekki færð- ur þar til tekna. Tekjurnar færast á reikning útflutningsatvinnugreina okkar og koma allri þjóðinni til góða. Þar sem ekki er gert ráð fyrir opinberum heimsóknum forseta íslands og móttöku er- lendra þjóðhöfðingja í fjárlögum er vart við öðru að búast en kostnaður við rekstur for- setaembættisins fari fram úr áætlun tjárlaga, þó ekki kæmi til annað, eins og verðbólgu- þróun sem skekkir alla fjárlagagerð. Nokkur blöð í Reykjavík hafa undanfarið reynt að gera reksturskostnað forsetaembættisins tor- tryggilegan og notað ákaflega vafasamar reikningsaðferðir til þeirrar iðju, svo ekki sé meira sagt. Því hefur verið haldið fram að rekstrarkostnaður embættisins hafi verið 600% hærri en fjárlög hafi gert ráð fyrir. Hvernig hægt er að fá þessa tölu út er með öllu óskiljanlegt þegar rekstrarkostnaður for- setaembættisins var áætlaður tæplega 3,3 milljónir króna en varð tæplega 7,2 milljónir með viðbótarheimildum. Samkvæmt þessum tölum varð kostnaður við embættið 121% hærri en áætlað hafði verið og ef kaupverð nýrrar bifreiðar, sem kom í stað annarrar 8 ára gamallar, er dreginn frá, en þar er um stofnkostnað að ræða en ekki rekstrarkostn- að, þá nemur hækkunin 87% sem gefur vart tilefni til þess að fjargviðrast út af í því verð- bólguþjóðfélagi sem við búum við. Á ferð sinni um Vestfirði kynnti Vigdís Finnbogadóttir þá hugmynd að stofnaður yrði bókmenntasjóður í minningu Jóns Sig- urðssonar. Fjármálaráðherra hafði tekið að sér að hafa milligöngu um málið varðandi stjórnvöld í fjarveru forsætisráðherra, m.a. hvað varðaði skattfrelsi verðlaunanna. Ennþá er þetta mál ekki til lykta leitt enda eftir að semja stofnskrá og ganga frá lagaleg- um atriðum. Þetta mál hafa blöð hent á lofti og reynt að gera tortryggilegt. Hugmynd for- seta Islands um sjóð í minningu þess manns sem var eitt helsta sameiningartákn íslend- inga á örlagatímum og til að efla bókmenntir, sem áttu á sínum tíma hvað mestan þátt í því að íslendingar héldu sjálfstæði sínu, er vel til fundin og menn ættu að geta hafið hana yfir dægurþras og séð sóma sinn í að hrinda henni í framkvæmd. „Þörfin á svæða- nuddi er mjög mikil66 — segir Brynjólfur Snorrason, einn af frumkvöðlum svæðanuddsins á Akureyri - Elstu skriflegu heimildir sem við höfum um þetta sem kallað hefur verið svæðanudd eða svæðameðferð eru taldar vera um flmm þúsund ára gamlar, sagði Brynjólfur Snorrason, nuddari á Akureyri, er við spurðum hann um uppruna svæðanuddsins. - Þetta var tækni sem bæði indjánar í S-Ameríku og Perú- menn beittu mikið og einnig þeir sem sagðir eru hafa verið frá hinu horfna ríki Atlantis. Þessi tækni hefur svo í aldanna rás blandast öðrum aðferðum t.a.m. nála- stunguaðferðinni sem Kínverjar hafa beitt um aldir með mjög góðum árangri, sagði Brynjólfur og bætti því við að svæðanudd eins og það tíðkaðist í dag hefði fyrst verið kynnt á Vesturlöndum af þýska lækninum Ingham. - Hvenær barst þessi aðferð eða tækni hingað til lands? - Það má eiginlega segja að Geir Viðar Vilhjálmsson, sál- fræðingur, sé frumkvöðull varð- andi svæðameðferð hér á landi. Hann kynnir þessa aðferð hér og heldur fyrstu námskeiðin og ef ég man rétt þá var það í kringum 1974 sem þetta byrjar fyrir alvöru hér. - Hvað er svæðameðferð? - Þetta er fyrst og fremst að- ferð til að örva líkamann til dáða. Margir hafa litið á svæðameðferð sem einhverja „patentlausn" gegn öllum sjúkdómum og mein- um en það er auðvitað fjarri öllu lagi. Ég myndi segja að góður svæðanuddari byrjaði alltaf á að segja fólki að leita til heimilis- læknis síns því það eru læknarnir sem sjá um sjúkdómsgreining- una. Síðan er svæðameðferðin ágæt aðferð til að beita jafnhliða annarri meðferð. Það næst held- ur enginn árangur nema allir þeir sem vinna að heimbrigðismálum vinni saman og sem betur fer þá hefur samstarfið milli þessara að- ila verið gott. - Hvenær vaknaði áhugi þinn á þessum málum? - Það sem gerði það að verk- um að ég tengdist nuddinu var að ég fékk slæmsku í bak vegna mik- illar vinnu á vinnuvélum og þetta var það slæmt að ég missti næst- um því allan mátt í fótunum. Lengi vel var talið að þetta staf- aði af brjósklosi í baki en eftir að ég hafði farið til sjúkranuddara í Reykjavík þá lagaðist þetta á skammri stund og það kom í ljós að þessi slæmska stafaði af mikl- um bólgum í bakinu. Ég hafði lít- illega kynnst nuddi í íþróttum nokkrum árum áður en þessi lífs- reynsla varð svo til þess að efla áhugann. - Hvenær byrjaðir þú að læra nudd? - Ég byrjaði að læra árið 1968 og var þá í eitt ár í námi en síðan tók ég mér hvíld í nokkur ár og hugsaði minn gang. Á þessum árum las ég flest sem ég komst yfir um þessi mál og 1977 ákvað ég svo að skella mér í þetta af fullum krafti. Ég lærði svo nudd hjá Ólafi Þ. Jóhannssyni hjá Blindrafélaginu en það var ákaf- lega merkileg lífsreynsla að læra hjá honum. Hann er blindur en næmnin í höndunum er með ólík- indum og ég tel mig ákaflega heppinn að hafa fengið að kynn- ast Ólafi og aðferðum hans. Margar aðferðir Að sögn Brynjólfs kynntist hann svæðanuddinu fljótlega eftir að hann hóf að læra hjá Ólafi en fyrstu verulegu kynnin af þessari aðferð voru þegar hann fór á námskeið hjá Geir Viðar Vil- hjálmssyni. Reyndar finnst Brynjólfi orðið svæðanudd dálít- ið villandi því aðferðirnar sem beitt er eru í raun fjölmargar og sjálfur segist Brynjólfur lítið nota hið hefðbundna fótanudd í dag. - Ég beiti nú mest venjulegu nuddi og svo því sem nefnt hefur verið akroslökun en það kemur þó fyrir að ég gríp til fóta- nuddsins og enn aðrar aðferðir eru svo akropunktur og akro- pressa. - Hvað með þörfina fyrir svæðanudd hér á Akureyri? - Að mínu viti er þörfin mjög mikil en ég vil taka það skýrt fram að það á ekki bara við um svæðameðferð. Það er mikil þörf fyrir hvers konar hjálp þegar heilsa fólks er annars vegar og svæðanuddið er bara ein aðferð. - Er mikið leitað til þín? - Já, þetta er jafnt og þétt og þetta er í raun orðið mikið meira en fullt starf. En þetta er stórt svæði og það er ánægjulegt til þess að vita að það eru margir nuddarar komnir til starfa hér, sagði Brynjólfur Snorrason. Brynjólfur Snorrason á tali við blaðamann Dags. Kortið sem Brynjólfur heldur á sýnir kort af „mannslíkamanum“ eða réttara sagt hvernig nuddarinn getur fundið út hina einstöku staði á fótum mannsins sem svara til líffæra manns- líkamans. Mynd: KGA 4 - DAGUR - 8. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.