Dagur - 08.07.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 08.07.1983, Blaðsíða 6
Fæddur á Alþingi for\stu fvrir Norðleii Helgarviðtal við Áskel Einarsson, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands 1N r.tprkileeast við upp" - Ætli það sé ekki ^lþingishúsinu og , að ég er f*d«lur. £<Þ * svaraft linn upp 4 sP«a“r að T'TZ* ,VÍ til þegar c8he'J bin„mennsku að eg hati ssektist ekk. efW Einarsson, fram- kVTí upphaH spjalls okkat a 8 a. Itann !ar heðinu að gre.na^ J ^andsbyggðar.uálefnu,n ^ðaT‘kom"eins og fram ken.ur - — hór fer á ettir. því sem ner iei « - Þaö er fyrst frá því að skýra, sagði Áskell er viö höfðum kom- ið okkur þægilega fyrir á skrif- stofu hans í húsnæöi Fjórðungs- sambandsins við Glerárgötu, - að ég er sunnlenskra ætta. Móðir mín, Ólafía Guðmundsdóttir, var ættuð úr Hreppunum en faðir minn, Einar Þorkelsson, er Skaftfellingur og Breiðfirðingur að uppruna. Faðir minn var skrif- stofustjóri Alþingis þá er ég fæddist 3. júlí 1923 en þau móðir mín höfðu þá íbúð í sjálfu Al- þingishúsinu, þar sem faðir minn starfaði frá árinu 1908. Við fædd- umst því í þinghúsinu ég og eldri bróöir minn, á þeint stað sem fjárveitinganefnd hafði síðar að- stöðu og nú eru vinnuherbergi starfsmanna Alþingis, segir Áskell og getur þess jafnframt að dvöl hans í þessu fræga húsi hafi nú ekki verið löng. Þingvellir - Faðir minn lét fljótlega af störfum, sökum heilsubrests, og fjölskyldan fluttist þá suöur í Hafnarfjörð að Linnetsstíg 2 en þar var þá Stebbabúð í kjallaran- um. Þetta var stór og rúmgóð ris- íbúð og þarna bjó ég í tæp sex ár eða allt þar til mðir mín lést á haustdögum árið 1929. Þá fór ég í fóstur til móðurbróður míns, Jóns Guðmundssonar, b< nda á Brúsastöðum og veitingamanns í Valhöll á Þingvöllum og konu hans, Sigríðar Guðnadóttur. Það má því segja að ég hafi verið alinn upp á Þingvöllum frá sex ára aldri fram til fimmtán eða sextán ára aldurs. - Hvernig var að koma að Þingvöllum? - Eg man það nú ekki svo vel en þessir fósturforeldrar mínir voru ákaflega merkilegt fólk að mörgu leyti. Þau tóku m.a. fimm börn í fóstur og þar af vorum við þrjú systkinabörn. Þetta voru erf- iðir tímar og það segir sig sjálft að þetta var þó nokkuð afrek og ekki margirsem myndu leika það eftir í dag. Fósturmóðir mín hélt heimilinu saman af miklum myndarskap og það breytti því mikið um svip er hún lést. Ég var 12 ára þegar þetta gerðist. - Hvað með skólagöngu? - Barnaskólafræðsla okkar birtist okkur í formi farkennara og í þá tíð voru kröfurnar ekki mikið meiri en að börn lærðu að draga til stafs og lesa. Ég lauk síðan gagnfræðaprófi frá Flens- borg í Hafnarfirði ári 1940 en þrálát veikindi á þessu skeiði ævi minnar komu í veg fyrir að ég færi í langskólanám. Það var þá eins og nú að menn verða að standa sig á tímabilinu frá ferm- ingu fram til tvítugs en veikindi mín komu sem sagt í veg fyrir að ég færi út í langskólanám. Ég fór hins vegar í Samvinnuskólann nokkrum árum síðar og var þar einn vetur áður en ég hóf störf við Tímann. Auglýsingastjóri á Tímanum - Hvernig atvikaðist það? - Það atvikaðist þannig að Vigfús Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Tímans, var að leita að auglýsingastjóra fyrir blaðið og sneri sér til Guðlaugs Rósinkranz, sem þá var yfir- kennari við Samvinnuskólann. Vigfús spurði Guðlaug hvort hann vissi um einhvern harðdug- legan mann og Guðlaugur benti á mig. í framhaldi af því var ég ráðinn og ég hóf störf sem auglýs- ingastjóri áriö 1948. - Hvernig var staða Tímans þá? - Tíminn var þá á miklu breyt- ingaskeiði og útgáfudögum hafði áður verið fjölgað í þrjá í viku og blaðinu hafði verið breytt úr vikublaði í daglegt fréttablað. Skrefið hafði verið stigið til fulls skömmu áður en ég hóf störf og Tíminn var gerður að dagblaði. Þetta var mikið stökk og ég man að það tók a.m.k. ár að koma öllum, og þá sérstaklega auglýs- endum, í skilning um að Tíminn væri orðinn að dagblaði. Til að létta okkur róðurinn fundum við upp slagorðið „Dagblaðið Tíminn“ og það gerði sitt gagn. - Hver var ritstjóri um þessar mundir? - Þórarinn Þórarinsson var þá ritstjóri og Jón heitinn Helgason gegndi þá störfum eins konar fréttastjóra. Aðrir minnisstæðir blaðamenn voru t.d. Andrés Kristjánsson, sem síðar varð rit- stjóri og Guðni Þórðarson, sem síðar varð mikill ferðamálafröm- uður. Það voru lengst af fimm manns sem störfuðu við fréttaskrif en Þórarinn hafði svo menn sér til aðstoðar við pólitísku skrifin og gott ef Halldór á Kirkjubóli skrif- aði ekki um pólitík um þær mundir sem ég hóf störf á Tíman- um. - Hvernig var auglýsinga- markaðurinn? - Eins og nú þá bar Morgun- blaðið höfuð og herðar yfir aðra á auglýsingamarkaðnum en Tím- inn hafði unnið sér ákveðinn sess a.m.k. á landsbyggðinni Þetta voru mikil haftaár en mikið um opinberar auglýsingar t.d. frá skömmtunarstofnun ríkisins. Það var gífurleg vinna að standa í þessum auglýsinga- slag. Vinnudagurinn var frá því snemma á morgnana oft langt fram á kvöld og auglýsinga- maðurinn varð eins og blaða- maðurinn, að fylgja sínu efni eftir og lesa auglýsingarnar yfir áður en blaðið var prentað. Éng- inn prófarkalestur þekktist þá og engar auglýsingastofur voru komnar. En smátt og smátt tókst okkur að vinna Tímann upp sem auglýsingablað en það kostaði ógurlega vinnu. Þetta var eins og laxveiðarnar. Maður dorgaði frá morgni til kvölds, oft án þess að verða var en stundum beit sá stón á. Nýjar aðferðir - Þetta hefur verið mikil sam- keppni. - Það er víst óhætt að fullyrða það. Morgunblaðið var, sem fyrr segir, stærst á auglýsingamark- aðnum og Morgunblaðsmenn voru ákaflega harðir á því að samkomulag sem blöðin höfðu gert með sér um auglýsinga- > verð væri haldið og menn stæðu við gerða samninga. Það gerðist merkilegt atvik í þessum málum upp úr 1950 en þá brutu Alþýðu- blaðið og Vísir, og gott ef Þjóð- viljinn var ekki með líka, þetta samkomulag og undirbuðu Morgunblaðið og Tímann um leið. Þetta mistókst allt hjá þeim og við nutum þess að hafa átt samflot með Morgunblaðinu og hafa haldið gerða samninga. - Hvað með blaðamennskuna á þessum árum? - Hún var um margt ákaflega skemmtileg og við á Tímanum áttum okkar þátt í að brydda upp á ýmsum nýjungum sem önnur blöð tóku svo upp. Ég get nefnt það sem dæmi að við hófum á þessum árum að gefa út auka- blöð, t.d. fyrir jól og aðrar hátíð- ar og eins landshlutablöð með auglýsingum og þetta styrkti blaðið fjárhagslega. Það var líka lögð mikil áhersla á það á Tíman- um að fylgjast vel með því sem gerðist hér innanlands en sum önnur blöð lögðu þá meiri áherslu á erlendar fréttir. Við urðum oft á undan öðrum blöð- um með fréttir og eins sinntum við atvinnulífinu af kostgæfni. Það var mikið farið út á meðal fólks, t.d. í verksmiðjur og síðan reyndum við að fylgjast með því á frekar frumstæðan hátt hvort þessar ferðir borguðu sig, t.d. varðandi lausasölu, áskriftir og auglýsingar. Ég man t.d. vel eftir einni ferð sem Guðni Þórðarson gerði í Héðinn en þar tók hann viðtöl við starfsfólk og myndaði. Salan á blaðinu í næstu sjoppu við vinnustaðinn rauk upp úr öllu valdi dagana á eftir og við feng- um þó nokkrar áskriftir út á þessa einu ferð og svo var um fleiri. Indriði G. Þorsteinsson hafði bæst í hóp blaðamannanna um þetta leyti og það var mikill fengur í honum og það var ákaf- lega samhentur hópur sem vann við útgáfu blaðsins. En þetta stóð þó ekki mjög lengi og fyrsta áfall- ið var það er Jón Helgason hvarf frá blaðinu um skeið en Jón hafði þá verið eins konar foringi þeirra starfsmanna sem héldu hvað mest saman og vildu veg blaðsins fréttalega séð sem mestan. Hermann studdi okkur - Það hefur þá komið bakslag í útgáfumálin? - Það má segja það. Kóreu- stríðið hafði t.d. mikil áhrif í þá veru að allur pappír og annað varðandi útgáfuhliðina hækkaði og eins voru þarna ákveðin öfl, pólkitísk öfl, sem vildu draga úr útgáfu blaðsins og helst gera það sem pólitíkast. Þáverandi for- maður Framsóknarflokksins og formaður blaðstjórnar, Hermann Jónasson, lagði þó alltaf mikla áherslu á að Tíminn væri óháð fréttablað og það væri skrifað af sanngirni um það sem var að ger- ast í þjóðlífinu þá og þá stundina. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef Hermanns hefði ekki notið við á þessum árum en ég er viss um að það hefði farið illa. Hermann studdi alltaf við blaðamennina og það hélst nokkuð gott jafnvægi á blaðinu fram til ársins 1956. Þá réðist Haukur Snorrason sem ritstjóri á blaðið og skömmu síðar var ákveðið að stækka blað- ið úr átta síðum í tólf. Hvorki auglýsingadeildin né blaðamenn- irnir voru reiðubúnir að mæta þessari stækkun og upp úr þessu fór Tíminn að dala. I kjölfarið fylgdu svo árekstrar milli blaða- mannanna og stjórnenda blaðsins og ýmsar nýjungar sem blaða- mennirnir beittu sér fyrir í sam- ráði við aðra starfsmenn mæltust illa fyrir hjá stjórnendunum. Ég get nefnt jrað sem dæmi að myndamótin (klisjurnar) voru þá allt að drepa og kostnaður við myndir í blöðunum var kominn fram úr öllu hófi. Við fréttum að POB á Akureyri væru búið að fá nýja vél til að gera myndamót og í framhaldi af því höfðum við spurnir af svipaðri vél í Kiel í V- Þýskalandi sem gerði myndamót- in á mun fljótlegri og auðveldari hátt en áður. Tíminn rann á rass- inn með að kaupa þessa vél og þá ákváðum við starfsmennirnir að kaupa vélina sjálfir. Með þessu móti tryggðum við Tíman- um og viðskiptavinum blaðsins 40% lægra verð á myndamótum en áður hafði þekkst og svo fór að lokum að Tíminn keypti sig inn í þetta samstarf. Annað dæmi er það að starfs- menn Tímans ræddu um það að koma upp auglýsingastofu, sem þá voru óþekktar á Islandi, og öll auglýsingamál voru á mjög frum- stæðu stigi. Þetta fékkst ekki samþykkt og heldur ekki hug- mynd okkar um að koma á fót sameiginlegri dreifingarmiðstöð fyrir öll blöðin. Hugmyndin var sú að ákveðnir umboðsmenn myndu starfa í hverju hverfi fyrir sig og þeir hefðu öll blöðin til sölu og þar með yrði Tíminn, og reyndar öll hin blöðin, boðin til sölu í hverju einasta húsi, a.m.k. í Reykjavík. Það var ákveðinn hópur manna í forystuliðinu með framkvæmdastjóra og ritstjóra í broddi fylkingar sem stóð gegn flestum framfaramálum af þessu tagi en þeir vildu hafa Tímann sem þröngt flokksmálgagn. Bæjarstjóri á Húsavík Eftir að hafa starfað á Tímanum að meira eða minna leyti um átta ára skeið lét Áskell þar af störf- um árið 1956. Næstu ár á eftir vann hann um skeið hjá RARIK en 1958 var hann ráðinn bæjar- stjóri á Húsavík. - Það var í maí ’58 sem ég var ráðinn til Húsavíkur en forsaga þess máls var sú að mig hafði lengi langað í starf sem ég gæti haft nokkuð frjálsar hendur. Mér var boðin bæjarstjórastaðan og ég ákvað að slá til og fluttist norður. Þessi ár á Húsavík voru upp- gangsár. Ég var heppinn og áhrifa stækkunar landhelginnar var farið að gæta. Afkoma út- gerðar og frystihúsa stórbatnaði og þessi umbreyting var kærkom- in eftir mörg mögur ár þar á undan. Við stóðum í ýmsum stór- framkvæmdum á þessum árum og meðal þess sem var gert var að lokið var við byggingu barnaskól- ans, höfnin var stækkuð veru- lega, byrjað var á félagsheimili og sj úkrahúsbyggingu og grund- völlur var lagður að varanlegri gatnagerð í bænum. Á mínum árum sem bæjarstjóri var gengið frá öllum málum varðandi Kísil- 6 - DAGUR - 8. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.