Dagur - 08.07.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 08.07.1983, Blaðsíða 11
HVAÐ ER AÐ GERAST? Gunnar Gíslason verður illa fjarri góðu gamni þegar KA fær Njarðvík í heimsókn í 2. deildarkeppninni í kvöld. Gunnar meiddist á æfingu á dögunum og verður því frá keppni um nokkurt skeið. Leikir um helgina Tveir leikir verða í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í kvöld hér á Norðurlandi. Á Akureyri mætast KA og Njarðvík kl. 20 og á sama tíma eigast við lið Völsungs og Einherja á Húsavík. Þrír leikir eru einnig í 3. deild, B-riðli í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 20. HSÞ fær Magna í heimsókn og síðan eigast Þróttur og Austri við á Neskaupstað og Huginn og Valur á Seyðisfirði. Á morgun leika Þórs- arar gegn Skagamönnum á Akranesi og verður róðurinn vafalaust þung- ur fyrir Þórsara þar. Sigl- firðingar bregða sér suður í Garð og leika gegn Víði í 2. deildinni og í þriðju deildinni taka Tindastóismenn á móti Sindra á vellinum á Sauð- árkróki. Þá má nefna að þrír leikir verða í 4. deild E- riðli og eigast þar við Reynir og Vaskur, Svarf- dælir og Vorboðinn og Leiftur og Árroðinn. Golfkennsla og golfmót Söngskemmtun í Borgarbíói Á morgun laugardaginn 9. júlí heldur Páll Jó- hannesson söngskemmt- un í Borgarbíói á Akur- eyri. Páll hefur tvö undan- farin ár stundað söngnám úti á Ítalíu auk þess sem hann var við nám hér heima, bæði hér á Akur- eyri hjá Sigurði Dementz Franssyni og í Reykjavík hjá Magnúsi Jóhanns- syni. Hann er nú heima og hefur haldið söng- skemmtanir víða um Norðurland að undan- förnu og er þetta síðasta söngskemmtun hans að þessu sinni. Blaðamaður hafði samband við Pál og spurði um framtíðaráætl- anir. „Það er kannski erfitt að spá í framtíðina sem söngvari sérstaklega hér heima, enda á ég ekki von á að fá mikið að gera, en ég set frekar stefnuna á útlönd og ætla að reyna fyrir mér þar. En þetta er ekkert nema vinna og erfiði en er þess virði þegar áhuginn er svona mikill. Það er líka með sönginn eins og svo margt í þessum flokki það sem gildir er að mað- ur þekki mann sem aftur þekkir mann og þar fram eftir götunum,“ sagði Páll að lokum. Þessir síðustu tónleikar Páls Jóhannessonar á Norðurlandi eru í Borg- arbíói eins og áður sagði og hefjast kl. 17.00. Það er ekki að efa að marga fýsir að heyra í þessum unga manni sem hefur lagt á sig mikla vinnu við að koma í framkvæmd framtíðaráætlunum sínum. Meistaramót Akureyrar í golfi hefst nk. miðviku- dag á Jaðarsvellinum. Keppt verður í öllum flokkum karla og kvenna og stendur mótið yfir í fjóra daga. Allir bestu kylfingar Akureyrar verða meðal þátttakenda og er víst að keppni verð- ur bæði spennandi og jöfn. ☆ Á morgun hefst Saab - Toyota-mótið í golfi á Jaðarsvelli. Leiknar verða 36 holur með og án forgjáfar. Saab - Toyota-mótið er opið golfmót og verður leikið laugardag og sunnudag. Það er Bláfell, umboðsaðili Saab og Toyota bifreiða sem gef- ur verðlaun á mótið en verðlaun verða veitt fyrir besta árangur með og án forgjafar og auk þess Hafnarstræti og hafa hljóðfæraleikarar leikið þar af fingrum fram undanfarna föstudaga. - Það var fyrirhugað að Baraflokkurinn kæmi fram í dag en af því gat því miður ekki orðið, sagði Sigbjörn og bætti því við að hann myndi ekki láta deigan síga heldur finna einhverja góða tónlistarmenn til að hlaupa í skarðið. Uppákoman hefst að öllum líkindum kl. 16. verða veitt aukaverðlaun fyrir besta árangur á ein- stökum fyrirfram ákveðnum brautum. Golfkennsla Þorvalds Ásgeirssonar, golf- kennara, byrjar á Jaðars- vellinum í dag. Þorvaldur Ásgeirsson 'er líklega sá maður sem mest hefur fengist við golfkennslu hér á landi hin síðari ár og hafa Ak- ureyringar jafnt sem aðr- ir notið leiðsagnar hans. Þeir eru því orðnir marg- ir kylfingarnir sem slegið hafa fyrstu höggin og elt hvíta boltann undir hand- leiðslu Þorvaldar. Þorvaldur Ásgeirsson mun dvelja hér um viku- skeið á vegum Golf- klúbbs Akureyrar og þeir sem áhuga hafa á að panta tíma geta haft sam- band við golfskálann. - Ég stefni að því að hér verði boðið upp á létta skemmtun og líklega verður það jazz sem verður ofan á, sagði Sig- björn í Sporthúsinu er hann var inntur eftir því hvort hann hyggðist standa fyrir uppákomu af einhverju tagi í Hafnar- strætinu síðar í dag. Sigbjörn hefur að undanförnu lagt sitt af mörkum til þess að létta örlítið yfir mannlífinu í Uppákoma í Hafnarstræti Melgerðismelar Þeir sem unnu aö undirbúningi Fjórðungsmótsins á Melgerðismelum eru boðnirtil „smáveislu", kaffi, gos og kökur kl. 16.00 laugardaginn 9. júlí á Melgerðismelum. Börn og makar velkomin. Dregið verður í starlsmannahappdrættinu. Melgerðismelastjorn. íbúð - Bílskúr Til sölu er íbúð í Höfðahlíð 3, einnig tvöfaldur bíl- skúr sem nýr, einangraður og upphitaður með afrennsli frá hitaveitu. Stærð 6 x 8 m. Upplýsingar gefa: Eignamiðstöðin sími 24606 og eigandi í símum 25842 og 26842. Bændur! Helgarþjónusta Véladeildar hefst laugardaginn 9. júlí. Opið verður frá 10-12 laugardaga og sunnudaga. Véladeild KEA Óseyri 2 sími 22997 Einingar félagar Almennur félagsfundur verður haldinn mánu- daginn 11. júlí og hefst hann kl. 20.30 í Al- þýðuhúsinu á Akureyri. Fundarefni: 1. Kjaramálin. 2. Uppsögn samninga. 3. Önnur mál. Björn Björnsson, hagfræðingur ASÍ, kemur á fundinn. Félagar. Sýnið málum ykkar og félags- ins áhuga og fjölmennið stundvíslega. Verkalýðsfélagið Eining. -4!= I I r ■ ' Faðir okkar, BJÖRN JÓNSSON, frá Mýrarlóni, Skarðshlíð 6i, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. júlí sl. Börn hins látna. Faðir okkar, EBENHARÐ JÓNSSON, Hamragerði 4, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 12. júlí kl. 13.30. Ásta, Unnur og Ebba Ebenharðsdætur, Ingvi Ebenharðsson. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, SIGURLÍNU GUÐNÝJAR JÓNSDÓTTUR, Dvalarheimilinu Hlíð. Þóra Björnsdóttir, Aðalsteinn Halldórsson, Jón Ágúst Aðalsteinsson, Halla Sveinsdóttir, Guðný Aðalsteinsdóttir, Sigurður Ákason, Sigrún Aðalsteinsdóttir, Stefán Geir Pálsson, Stefán Aðalsteinsson, Halldór Aðalsteinsson, Hlynur Aðalsteinsson, Anna Björg Jónsdóttir og barnabörn. 8. júlí 1983 - DAGUFt - 11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.