Dagur - 08.07.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 08.07.1983, Blaðsíða 12
- Smiðjan auglýsa: Á Bauta: Höfum opnað glæsilegan salatbar. Úrval grænmetis og brauða. Sjálfsafgreiðsla. ~ Verð sem sérréttur ásamt súpu og kaffi kr.120. Grímsey: Þríburinn jarðsettur Konráð Gylfason, einn af þrí- burunum í Grímsey, verður jarðsunginn frá Grímsey á morgun, laugardag. Hann lést á Borgarspítalanum í Reykja- vík aðfaranótt sl. föstudags af völdum áverka, sem hann hlaut við fall fram af bakkanum í Grímsey. Konráð hcitinn var aðeins 5 ára gamail. Hann var sonur hjónanna Sigrúnar Þorláksdótt- ur og Gylfa Gunnarssonar. Sig- rún er dóttir Þorláks Sigurðs- sonar og Huldu Rcykjalín í Grímsey, en Gylfi er Akureyr- ingur að upplagi, sonur Gunn- ars Konráðssonar og Stellu Stcfánsdóttur. Það er hart höggvið að þeirri fjölskyldu, sem nú sér á eftir þriðja ná- komna ástvininum á jafn mörg- um árum. Gangur lífsins er stundum óskiljanlegur, en and- byrinn herðir fjölskylduböndin og kærleikann. Gangur lífsins verður ekki stöðvaður, en það er alltaf sárt að sjá á eftir lífsglöðum og táp- miklum ungmennum, sem eiga lífið framundan. Sárastur er missirinn fyrir Gylfa, Sigrúnu og systkini, sem sakna bróður í leik. Þeim, ásamt Þorláki og Huldu, Stellu og Nunna og Grímseyjarfjölskyldunni allri, sendi ég innilegustu samúðar- kveðjur mínar og minna. Og ég veit að ég mæli fyrir munn vina og vandamanna um allt land. Drottinn gefi dánum ró, en hin- um líkn sem lifa. Gísli Sigurgeirsson. Þríburarnir í Grímsey. Konráð heitinn er í miðjunni. „Það er mesta s kam in sý 11 in4 ‘ - segir HaUdór Asgrímsson, sjávarútvegsráðherra, um vUja tU að velta vanda skipasmíðastöðvanna yfír á sjávarútveginn „Eg ætla ekki að fara að deila við menn í þessu sambandi. Þeir segjast vera að smíða vertíöarbáta. Það er rangt. Þeir eru að smíða litla togara og það hefur ekki verið skyn- samlega staðið að þessu rað- smíðaverkefni skipasmíða- stöðvanna. Við þurfum að miða skipasmíðarnar við þarfir sjávarútvegsins, en ekki við þarfir skipasmíðastöðvanna. Þær verða að aðlaga sig að þörfum sjávarútvegsins. Það er leiðinlegt ef menn geta ekki rætt þessi mál af yfirvegun og litið til þeirra vandamála sem yið búum við í þjóðfélaginu. Ég harma það að Gunnar Ragnars skuli finna það eitt til, að tala um skammsýni stjórn- valda í þessu sambandi.“ Þetta hafði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, m.a. að segja um ummæli Gunnars Ragnars, framkvæmdastjóra Slippstöðvarinnar, sem birtust í Degi sl. miðvikudag. Þar kallar hann það „skammsýni“ að stöðva skipasmíðar innanlands. - Nú telur Gunnar Ragnars að Slippstöðin hafi skriflega heimild síðustu ríkisstjórnar til að smíða það skip sem stöðin er nýbyrjuð á, en ríkisstjórnin vill stöðva. Hann vill meina að við þessa ákvörðun þurfi að standa, rétt eins og samningana um Póllands- skipin. „Staðan er þannig í sjávar- útveginum eins og stendur, að þessi skip geta ekki staðið undir fjárfestingakostnaði. Það veit í raun og veru enginn hvernig þau skulu greidd. Menn eru jafnvel að áætla það, að þau geti staðið undir einum þriðja af fjárfest- ingakostnaði. Á meðan svo er, á sama tíma og aflatakmarkanir eru í gildi, þá er nánast útilokað að sjávarútvegurinn taki þennan mikla vanda yfir á sig. Það er hins vegar mín skoðun, að búa þurfi skipasmíðastöðvun- um þau skilyrði, að þær geti kom- ist af, því þær eru okkur mikil- vægar. Það getur komið til greina, að Hafrannsóknarstofn- unin geti notað það skip sem Slippstöðin er nýbyrjuð á, ef ríkissjóður hefur tekið á sig ábyrgðir vegna þessa skips. Menn tala um skammsýni, en þá líta menn gjarnan á þá hluti sem standa þeim næstir. Það sem ég sem sjávarútvegsráðherra verð fyrst og fremst að hafa í huga eru heildarhagsmunir sjáv- arútvegsins. Það eru gerðar mikl- ar kröfur til þessarar atvinnu- greinar. Sjómenn vilja hafa góð laun. Fiskiskipin verða að hafa möguleika til að greiða þau lán sem þau fá úr opinberum sjóðum. Það verður líka að vera rúm fyrir þau á fiskimiðunum, því annars ganga þau á afla þeirra skipa sem fyrir eru. Ann- ars þarf að greiða verulega með þeim. Að leysa vanda Slippstöðv- arinnar með því að búa til önnur og miklu stærri vandamál annars staðar það tel ég vera þá mestu skammsýni sem hægt er að hugsa sér,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Verða Ólafiir Rafii og fjölskylda hans að lýma íbúð sma við Þingvallastræti ámorgun? Veour Eyjólfur Þorbjörnsson, veður- fræðingur, varð fyrir svörum er við slóum á til þeirra á veðurstofunni í morgun. „Það er ckkert nema gott um veðrið að segja hjá ykkur fyrir norðan,“ sagði Eyjólfur, „þetta sýnishorn sem þið eruð með núna helst fram eftir degi síðan verður sunnan- og suð- vestanátt og bjart og þannig verður veðrið hjá ykkur yfir hclgina. Það er annað hér fyrir sunnan, það er þykk súld yfir þessa stundina og það eru farin að vaxa sundfit á fólk og flestir farnir að rækta vatnaliljur,“ sagði Eyjólfur hressi. Dómuriim stendur“ — segir lögmaður stefnanda „Dómsmálaráðuneytið hefur enga heimild til að breyta niðurstöðu dóma Hæstarétt- ar,“ sagði Ólafur Walter Stef- ánsson, skrifstofustjóri í dóms- málaráðuneytinu, þegar Dagur innti hann eftir möguleikum þeim sem Ólafur Rafn Jónsson hefði á að fá því frestað að út- burðardómi Hæstaréttar verði framfylgt. Eins og Dagur het'ur fyrr greint frá var ástæðan fyrir umbeðnum fresti sú að lögmaður Ólafs Rafns varð skyndilega bráð- kvaddur og annar lögmaður hafði því nauman tíma til að taka við málinu. „Ég geri ráð fyrir að ef eitthvað þarf að gera í þessu mál fyrir dómi þá muni málsaðilar bera upp sínar varnir þar,“ sagði Ólafur Walter. En hvað gerist á laugardaginn? „Ef ákærði fer ekki að úrskurði dómsins er það sækjandans að knýja á um aðgerðir. Geri hann það ekki gerist ekki neitt í mál- inu,“ sagði Ólafur Walter. Lög- maður sækjanda er Brynjólfur Kjartansson: „Dómnum verður fullnægt það er alveg Ijóst. Það er einungis spurning um tíma og að- stæður hvenær það verður gert. Réttlætið verður að hafa sinn gang,“ sagði Brynjólfur. Lög- fræðingar Ólafs Rafns, Guðjón Styrkársson og Gissur Kristjáns- son, vildu ekki tjá sig um þetta mál meðan það væri í athugun. HHHHHBHHHHH&iI! Frá Pophúsinu Emanuelle og Dranella fatnaður í sérflokki. Buxur ★ Jakkar Blússur ★ Bolir Vesti 'ir Pils Samfestingar Kápur Ný sending

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.