Dagur


Dagur - 11.07.1983, Qupperneq 1

Dagur - 11.07.1983, Qupperneq 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA- SKRÍNUM GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 11. júlí 1983 75. tölublað Rækja flutt fra Króknum til Keflavíkur Tveir rækjubátar frá Keflavík hafa lagt upp afla á Sauðár- króki í tvær vikur. Rækjunni er ekið til Keflavíkur sam- dægurs þar sem hún er unnin. Pað er fyrirtækið Páll Axelsson & Co í Keflavík sem stendur fyrir þessum flutningum og veiðum. Að sögn Kristjáns Hansen, hjá flutningafyrirtækinu Kristjáni og Jóhannesi, sem annast flutning- ana, hefur þessi tilraun komið mjög vel út. Rækjan hefur verið góð þegar til Keflavíkur hefur verið komið þrátt fyrir að bílarnir eru ekki með kæliblásara. Um 10 klukkustundir tekur að aka rækj- unni til Keflavíkur. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem reynt er að flytja ferskar sjávarafurðir svo langa leið landleiðina til vinnslu í svo miklum mæli hér á landi. Frægur — bls. 9 Peösfórn fyrir betri stöðu í orkumálum - bls. 3 - bls. 8 «v» Börkur og Jóhann á slysstaðnum. Stöngin sem Jóhann hefur stungið niður í vatnið er tveggja metra löng. Á innfelldu myndinni hjúfrar Kristinn Þórir sig að móður sinni, Maríu Stefánsdóttur. Mynd: GS SLYSAGILDRA! 10 og 7 ára drengir björguðu 4ra ára dreng frá drukknun í húsgrunni „Ég hugsaði um það eitt allan tímann, að ég yrði að ná honum, því ann- ars gæti hann dáið. Þess vegna varð ég ofsalega feginn þegar hann byrj- aði að gráta. Þá vissi ég að hann var lifandi.“ Petta sagði Jóhann Konráð Birgisson í samtali við Dag, en hann og Börkur Hólmgeirsson björguðu fjögurra ára dreng frá drukknun á fimmtudagskvöldið. Hann heitir Kristinn Þór Ingi- björnsson. Jóhann Konráð er 10 ára og Börkur 7 ára. Börkur og Jóhann Konráð voru að leik í húsgrunni við Fjölnisgötu. Þar hefur myndast smá tjörn sem laðar börn að, sannkölluð slysagildra. Rétt hjá þeim voru nokkur börn að leik. Allt í einu tók Börkur eftir því að eitt þeirra hafði dottið í tjörnina. Þau sem á bakkanum stóðu voru of ung til að gera sér grein fyrir hættunni, en gerðu grín að leik- félaga sínum fyrir að detta í vatnið. En Jóhann Konráð gerði sér grein fyrir hættunni. Hann * hljóp til, kastaði sér á magann á bakkabrúnina og rétt náði í hárið á Kristni áður en hann sökk. Eftir það gat hann dregið Krist- inn upp á bakkann með aðstoð Barkar vinar síns. Börkur hljóp síðan heim til Kristins eftir hjálp, en Jóhann Konráð lét Kristinn setjast upp og barði í bakið á honum. Þá kom Kristinn fljótt til meðvitundar og byrjaði að kúgast. Mikið vatn og önnur óhreinindi komu upp um vit hans. En hvernig datt 10 ára strák í hug þessi lífgunaraðferð? „Ég hafði séð þetta gert í sjón- varpinu á þennan hátt,“ sagði Jóhann Konráð. „Ég vil biðja ykkur að koma á framfæri innilegu þakklæti til björgunarmannanna. Þetta verð- ur aidrei ofmetið, enda ekki hægt að meta svona lagað,“ sagði Ingi- björn Steingrímsson, faðir Krist- ins í samtali við Dag. Sex ára stúlka var hætt komin í sömu tjörn í vor, en henni var einnig bjargað á síðustu stundu, að sögn Maríu Stefánsdóttur, móður Kristins. Þetta er ekki eini húsgrunnurinn á Akureyri sem býður hættunni heim, en er ekki kominn tími til að byrgja brunninn, eða þarf fyrst að verða dauðaslys? Orkuverð hitaveitna mismunandi á Norðurlandi: Odýrast á Húsavík í Reykjavík kostar 6.906 krón- ur að hita upp 400 rúmmetra hús á ári með hitaveitu en á Akureyri kostar 29.894 krónur að hita upp jafn stórt hús með sarna hitagjafa. Þetta kemur fram í yfirliti Orkustofnunar um orkuverð hitaveitna víðsvegar um landið sem gert var 13. maí sl. Hitaveita Reykjavíkur er þó ekki ódýrasta hitaveita landsins. Ódýrasta veit- an er í Brautarholti en þar er kostnaðurinn við að hita um 400 rúmmetra hús einungis 760 krón- ur á ári. Hins vegar eru ekki nema 100 íbúar í Brautarholti. Langdýrasta hitaveitan er á Egilsstöðum og í Fellabæ, en þar kostar 32.947 krónur að hita upp hús af áðurnefndri stærð. Þar er vatnið einungis 59°C við húsvegg. í töflunni er gert ráð fyrir að vatnið frá Hitaveitu Akureyrar sé 80°C við húsvegg. Með ódýrari hitaveitum er veitan á Húsavík en þar kostar 6.739 krónur að hita upp 400 rúmmetra hús. í Ólafsfirði er kostnaðurinn 9.433 krónur en á Dalvík 7.312 krónur og í Hrísey 22.105 kr. og á Siglufirði 25.822 kr. Mismunurinn á orkuverði veitnanna stafar af því að þær eru misjafnlega gamlar í hettunni, þannig að stofnkostnaður og um leið fjármagnskostnaður liggur misjafnlega þungt á rekstri þeirra. Hitaveita Akureyrar og Hitaveita Akraness og Borgar- ness eru á svipuðum aldri og orkuverð þeirra er svipað. 29.894 krónur kostar að hita 400 rúm- metra húsið á Akureyri en 28.190 krónur á Akranesi og í Borgar- nesi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.