Dagur - 11.07.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 11.07.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÚLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL' BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Leiðin til kjarabóta Margt er nú rætt og ritað um efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar og sýnist sitt hverj- um eins og vænta má. Það athyglisverðasta við þessa umræðu er að allir viðurkenna að efnahagsmál okkar hafi verið komin á það stig að ekki hafi mátt dragast öllu lengur að taka á þessum málum. Að óbreyttu ástandi hafi atvinnuöryggi margra starfsstétta verið komið í verulega hættu. En þó stjórnarand- staðan og forysta launþega viðurkenni þess- ar staðreyndir þá eru þessir aðilar ekki sam- kvæmari sjálfum sér en það að þegar þeir fara að ræða um kaupmáttarskerðinguna sem orð- in er og við blasir þá túlka þeir málin á þann veg að kaupmáttarskerðingin sé afleiðing efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. En hvernig getur það farið saman að brýn nauðsyn hafi verið á því að gera efnahagsað- gerðir, þar sem framleiðslan myndi að öðrum kosti stöðvast og hins að kaupmáttarskerð- ingin sé fyrst og fremst afleiðing efnahagsað- gerðanna? Kaupmáttarskerðing var orðin staðreynd löngu fyrir síðustu kosningar. Þjóð- artekjur minnkuðu verulega á síðasta ári og einnig í ár. Ekki náðist samstaða innan fyrr- verandi ríkisstjórnar um nauðsynlegar að- gerðir til að verja þjóðarbúið fyrir þessum áföllum. Afleiðingin varð ört vaxandi verð- bólga og verulegir fjárhagserfiðleikar í mörg- um framleiðslugreinum. Það var andspænis þessum staðreyndum sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar var mynduð og gerði umræddar efnahagsráð- stafanir. Menn ættu að festa sér það vel í minni að Þjóðhagsstofnun spáði a.m.k. 130% verðbólgu á næsta ári ef engar efnahagsað- gerðir næðu fram að ganga. Hætt er við að lít- ið hefði farið fyrir atvinnuöryggi í slíkri verð- bólgu. Það er hollt fyrir hvern og einn að hug- leiða það, ekki síst fyrir þá sem nú virðast stefna að því að fylkja liði til að brjóta niður efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Slíkir menn verða krafnir til ábyrgðar þó síðar verði. Þjóðin hlýtur að gera kröfu til ríkisstjórnar og Alþingis að atvinnuöryggi verði tryggt en slíka tryggingu er ekki hægt að gefa nema okkur takist að ná föstum tökum á verðbólg- unni og hún verði talin niður. Þess vegna verður ekki hjá því komist að halda fast um þá málaflokka sem efnahags- og atvinnumál varða. Öllum ætti að vera það ljóst að kaup- máttur launa verður ekki aukinn með vinnu- deilum og því síður með verkföllum eins og nú er ástatt í þjóðfélaginu. Eina raunhæfa leiðin til þess er að auka verðmætasköpunina í landinu en það næst ekki nema við náum föstum tökum á verðbólgunni. Ef við eyðum meiru en við öflum til langframa er hætta á að við glötum fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinn- ar. Hver vill taka slíka áhættu? S.V. 4 - DAGUR-11. júlí 1983 Orkuðflun hitaveitna - Wilhelm V. Steindórsson, hitaveitustjóri, skrifar Á undanförnum árum hafa íslensk sveitarfélög lagt út í miklar fjárfestingar til virkj- unar jarðvarma víðs vegar um landið og lætur nærri að u.þ.b. 30 hitaveitur séu starf- ræktar á íslandi í dag, en u.þ.b. helmingur þessara hitavcitna hefur verið byggð- ur á síðastliðnum 10 árum, sem ekki þarf að vera óeðli- legt sé höfð í huga hin óhag- stæða þróun á heims- markaðsverði á olíu á þess- um tíma. Það má ekki telja sjálfgefið að hefðbundin íslensk hitaveita, grund- völluð á jarðvarma frá lághitasvæð- um, sé í öllum tilvikum hagstæðasti kosturinn til upphitunar húsrýmis einstakra byggðarlaga og íhuga þarf strax í upphafi hvernig hagkvæmast verður á orkugjafana gengið, því Ijóst er að þeir orkugeymar, sem einstökum hitaveitum hefur með jarðborunum tekist að hitta á, eru ekki óendanlega stórir. Jafnvel þótt hitaveitur telji sig hafa nægjanlegt heitt vatn í dag, gætu komið þeir tímar þegar byggð stækkar og álag eykst, að jarðvarmageymar þeirra færu að sýna töluvert aðra hegðun en þeir gera í dag. f>að er í öllu falli reynsla nokkurs fjölda íslenskra lág- hita-veitna, jafnvel háhita-veitna einnig, að stærð hitageymisins er ekki sú, er fróðustu menn f fyrstu töldu og í lengstu lög vonuðu. Sem dæmi má taka Hitaveitu Akureyrar, sem er aðeins ein þeirra mörgu hita- veitna sem á við orkuöflunarvanda að etja, að ef Akureyri væri á stærð við t.d. Sauðárkrók hvað íbúafjölda snerti, þá væru vatnsöflunarhorfur á Akureyri í dag sennilega ekki sfður bjartar en þær eru á Sauðár- króki. Full þörf er hjá öllum hitaveitum landsins, að vera vel á verði hvað nýtingu varðar á því heita vatni sem þær selja og treysta ekki um of á, að með einföldum jarðborunaraðgerð- um sé hægt að tryggja þeim aukna orku, enda hefur það sýnt sig í þeim efnum, að kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið. Nýting vatnshita niður í u.þ.b. 40°C eins og víða er meðal hitaveitna, hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort ekki sé unnt að nýta vatnshitann betur og ná þannig fram auknum líftíma á hin- um verðmætu jarðhitageymum. Einnig er það þekkt í dag, að á nokkrum stöðum væri hægt að auka afl hitaveitna og jafnvel að stofn- setja nýjar hitaveitur, ef unnt yrði að ná fram hagkvæmri nýtingu á jarðvatni með tiltölulega lágt hita- stig, jafnvel niður undir 25°C. Jarðboranir Borun eftir heitu vatni er þekkt framkvæmd hjá flestum hitaveitum landsins. Borunum er beitt í fram- haldi af yfirborðsrannsóknum svæða, sem í senn eru efnafræði-, jarðfræði- og jarðeðlisfræðilegs eðlis. í gegnum tíðina hafa iaugar, lindar og volgrur á yfirborði jarðar mestu ráðið um þau svæði sem rann- sökuð hafa verið, enda ekki óeðli- legt að álykta, að þar sé aðeins um útstreymi að ræða frá stærra heita- vatnskerfi. Eðlisfræðilegum við- námsmælingum er beitt á yfirborði jarðar, en þær gefa til kynna hvernig rafleiðni jarðvegsins niður á um 600 m dýpi hegðar sér, en aukin raf- leiðni gæti bent til vatnsgengdar, sem þó er ekki sjálfgefið. Með seg- ulmælingum er unnt að spegla jarð- fræðilegar misfellur (bergganga, misgengi og sprungur) með nokk- urri nákvæmni, en almennt hefur verið gengið út frá því víðast um landið, að heitavatnsgengd sé tengd berggöngum (misgengjum), þótt ekki sé það sannað. Niðurstaða of- angreindra rannsókna og í fram- haldi af þeim, mat á líkum fyrir því að heitt vatn finnist á tilteknum stað, leiðir síðan oft til þess að Jarð- boranir ríkisins eru fengnar til að sannreyna hið fræðilega líkan og ná því vatni, sem talið er þar vera. Hvaða hitaveita þekkir ekki hið magnþrungna andrúmsloft sem ríkir, þegar boranir hafa verið í gangi jafnvel vikum saman með til- heyrandi uppákomum og oft á tíð- um áföllum, en vatnsöflunarlegur árangur oft á tíðum lítill eða enginn. Þá vaknar yfirleitt sú spurning hven- ær sé rétt að hætta, hvað gerist á næsta bormetranum? Þessi spurning er ekki óeðlileg þegar haft er í huga, að borholur Jarðborana ríkisins eru oft á tíðum nokkuð skakkar og að jafnaði ekki búnaður fyrir hendi til að finna hvort, hvernig og hve skekkjan er mikil. Sem dæmi má geta þess að ef 1500 m djúp borhola hefur 3° skekkju frá lóðlínu, lendir borkrónan u.þ.b. 80 m til hliðar við þann stað, sem hún annars hefði lent á. Algengt er, að breidd þeirra bergganga sem verið er að bora í, sé á bilinu 4-6 m. í þeim tilvikum, er tekst að opna vatnsæð og að ná jarðbornum áfallalaust af borstaðnum, verður að jafnaði eftir heitavatnsrennsli úr borholunni, sem upp rennur vegna opnunarþrýstings í vatnskerfinu. Þetta rennsli og hegðun þess er síð- an notað til að meta stærð þess jarð- hitageymis, sem tekist hefur að opna og hve mikið hann geti gefið, til lengri tíma litið. Mjög fer það eftir svæðum, hve vel hefur tekist að spá fyrir um þá þróun sem síðar hef- ur orðið, en ekki er óalgengt, í það minnsta á jarðhitasvæðum Hitaveitu Akureyrar, að um ofmat hefur verið að ræða. Reynslan hefur sýnt, að yfirleitt er verið að meta svæðin á grundvelli alltof skamms reynslu- tíma. Wilhelm V. Steindórsson, hitaveitu- stjóri. í tiltölulega nýrri spá Jarðhita- deildar, þar sem sett er fram spá um vatnsgetu aðalsvæðis Hitaveitu Ak- ureyrar, þ.e. Syðra-Laugalands- svæðisins kemur fram, að sé litið til næstu 8 ára, má meðaldæling af svæðinu ekki fara yfir u.þ.b. 40 1/sek. Er þá gengið út frá að mesti niðurdráttur í borholu geti ekki af dælutæknilegum ástæðum farið yfir 230 m. Boraðar hafa verið 8 virkj- unarholur á svæðinu og fengust 70 1/ sek. í sjálfrennsli úr fyrstu holunni á því svæði. Það er ljóst að jarðboranir eru kostnaðarsamar framkvæmdir, ekki síst ef tekið er tillit til þeirrar áhættu sem fylgir hverju borverki. Áætlað er að kostnaður við borun 1500 m djúprar holu í dag, miðað við að verkið gangi áfallalaust fyrir sig og að holan verði fóðruð, sé u.þ.b. 8,0 m.kr. Aðeins fá sveitarfélög á fs- landi hafa fjárhagslegt bolmagn til að standa undir slíkum framkvæmd- um, nema að vel gangi,ogerþvífull ástæða til að hvetja menn til að undirbyggja vel sínar ákvarðanir og íhuga hvort ekki séu aðrar leiðir færar til aukningar á hitaafli. Leiðir sem dregið gætu úr orkunotkun, svo sem lagfæringar og endurbætur á stýrikerfum notenda, orkusparnað- arhvetjandi sölufyrirkomulag, raun- hæfari verðlagning orkunnar, tvö- földun dreifikerfis með tilliti til auk- ins grunnhitaafls með notkun varmadælna, eða aukins grunnhita- afls og/eða topphitaafls með notkun rafskautskatla, aukins topphitaafls með notkun svartolíuketils o.s.frv., o.s.frv. Engin þessara leiða mun leysa orkuöflunarvanda hitaveitna um alla framtíð, en telja verður að þær eigi fullt erindi inn til hitaveitna í hugleiðingum um orkuöflunarmál. Örugg fjárfesting, sem tímabundið, jafnvel með jöfnu millibili, gæti frestað öðrum orkuöflunarfram- kvæmdum, hlýtur að koma til greina hjá öllum þeim sem með þessi mál fara. Það hefur og það mun á næstu árum aukast mjög skilningur manna og þekking á því hvað er að gerast í jarðskorpunni, í raun rétt undir fót- unum á okkur. Jarðborunartækni á eftir að fleygja fram á næstu árum og alltaf er að aukast skilningur manna á því, hve mikilvægt það er, að búnaður og tæki til þessara fram- kvæmda séu eins fullkomin og völ er á. Hve miklu má verja í útskiptingu á t.d. borstöngum jarðbors, getur maður spurt sig, þegar höfð eru í huga öll þau áföll og allur sá kostn- aður sem fylgt hefur stangarbrotum Jarðborana ríkisins í gegnum árin? Hve miklu þarf að verja, hlýtur maður að spyrja sig, til að minnka líkur eða koma í veg fyrir, þó ekki væri nema hluta af þeim festum, sem stafa af skráargötum, skápum o.þ.h. í borholum, sem margoft hafa orðið til þess að borholur sem gefið hafa vatn, hafi eyðilagst? Væri hægt að fækka þeim holum sem ekki hitta á vatn, með því að Jarðboranir ríkisins eignuðust tæki, sem gerði þeim kleift að hafa hugmynd um, hvert þeir væru að bora á hverjum tíma. Varmadælur Þegar spurt er hvort ekki væri unnt að auka nýtingu á því heita vatni, sem hitaveitur hafa yfir að ráða í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.