Dagur - 11.07.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 11.07.1983, Blaðsíða 8
„Ég er bara að mylja köggla og gera fínt.“ Það var verið að skipuleggja Kjarnaferð. verst - Dagur í Skólagörðunum á Akureyri Þær voru búnar að vökva og máttu fara heim. • Agalegt þegar arfínn fer að vaxa „Það verður agalegt þegar arf- inn fer að vaxa,“ sagði einn úr hópnum, „því þá þarf maður allt- af að vera að gera eitthvað, það er svo leiðinlegt.“ - Hvað vill hann þá gera? „Ég vil bara vera að ieika mér í fótbolta og svoleiðis." Já, fót- „Nei, við viljum ekki fara í Strút því þá þurfum við að kyssa strákana, förum frekar í slábolt, eða bara eitthvað annað.“ Þetta var meðal annars það sem blaðamaður heyrði er hann lagði leið sína í skólagarðana á Akureyri. Þessir skólagarðar, eins og þeir eru nefndir, eru framtak bæjarins í þá átt að veita börnum möguleika á að hafa eitt- hvað fyrir stafni a.m.k. hluta úr degi yfir sumarið. Þau börn sem eru í skólagörð- unum eru á aldrinum 10 til 12 ára. Þarna fá þau leiðbeiningar í meðferð grænmetis og alla kennslu sem lýtur að meðferð þess þann tíma sem það er að vaxa. Það eru starfsmenn garð- ræktar sem bera hita og þunga starfsins og það þarf líklega- oft að taka á honum stóra sín- um þegar blessuð börnin eru í sem mestum ham, ef svo má segja, því fjörið og lífið í kring- um þau er mikið. Og ekki eru þau alltaf sammála ef eitthvað á að gera eins og kannski sést á inngangnum. 0 Víl bara leika mér í fótbolta Það var nefnilega vinnufrí hjá krökkunum þennan dag sem blaðamaður stansaði þarna. Veðrið var mjög gott. Þess vegna var aðallega farið í leiki og voru ýmsar hugmyndir um þá eins og margt annað hjá duglegu fólki. Að vísu þurfti að vökva blessað grænmetið og var það eitt af því sem krökkunum þykir skemmti- legast að gera. Það er líklega vatnið og sullið sem því fylgir sem gerir það eitt vinsælasta starfið í görðunum. En þeim þyk- ir líka mjög gaman að setja niður fræin og grænmetið og það eru ýmsar tegundir sem boðið er upp á, svo sem radísur, blómkál, gul- rætur og margt fleira að ógleymd- um blessuðum kartöflunum. Þær setja börnin niður í sameiginleg- an reit að öðru leyti hafa þau hvert sinn skika sem þau sjá um af misjafnlega mikilli alúð. Nokkur hluti þeirra sem rækta grænmeti í skólagörðunum. Helv . . . sláttuvélin fer ekki í gang. boltinn er vinsæll því þegar blaðamaður spurði börnin hvað þau myndu gera ef þau væru ekki í skólagörðunum þá voru þau sammála um að þau væru sko í fótbolta. Þá spurði blaðamaður aftur hvort stelpur væru líka í fót- bolta. Stelpunum fannst þetta asnaleg spurning því þær æfðu sko fótbolta alveg eins og strák- arnir og þær ætluðu að verða betri en þeir. „Það var partý hjá okkur í gær- kvöldi,“ sagði ein stelpan. „Al- veg æðislegt partý, það var bingó og . . .“ þá komst hún ekki lengra því einn strákurinn kall- aði, „og ég fékk vinning, sund- bolta, mjög flottan.“ Hann virtist ánægður með sundboltann kapp- inn sá. Jæja, hvað var fleira í partýinu? spurði blaðamaður stelpuna sem var byrjuð á sög- unni. „Jú, það var bingó svo fengum við poppkorn og margt fleira, já það var alveg æðislega gaman.“ 0 Skemmti- legast að leika sér Er alltaf svona gaman í skóla- görðunum? Blaðamaður spyr stúlkurnar sem vinna með börn- unum. Þeim Lovísu, Emmu og Auði bar saman um að það væri mjög misjafnt. „Yfirleitt þykir þeim gaman að setja niður og vökva en þegar kemur að hirðingu reit- anna sem þau hafa þá er mjög misjafnt hvernig þau stunda það. Þeim þykir að sjálfsögðu skemmtilegast að leika sér þegar veðrið er gott, eins og í dag. Þá vilja þau líka fara í gönguferðir eins og þá sem við erum að skipu- leggja núna. Það er meiningin að fara í Kjarnaskóg á morgun ef veðrið verður gott, þá fá þau að hafa með sér nesti. Það þykir þeim mjög gaman,“ sögðu þær stöllur. Það fór ekki á milli mála að það var mestur spenningur að vita hvernig uppskeran yrði. „Við förum með hana heim og borðum hana,“ sögðu þessir ungu garðyrkjubændur í skóla- görðunum við Gróðrarstöðina þegar blaðamaður kvaddi. Hann var kominn áleiðis þegar ein stelpan kallaði: „Þú verður að láta koma mynd af okkur í Degi því ég er nefnilega áskrifandi." Það virtust fleiri áskrifendur í skólagörðunum því það voru fleiri sem kölluðu, „ég líka.“ Myndir og texti: GEJ 8 - DAGUR - 11. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.