Dagur - 11.07.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 11.07.1983, Blaðsíða 9
Þeir höfðu snör handtök við hvalskurðinn bræðumir á Nirði; Guðmundur og Óiafur. „Þessi frægi kaldi skutull“ - Rætt við Guðmund Haraldsson, hrefnuveiðimann Það voru engar smá skepnur sem lágu á bryggjunni á Ól- afsfirði er blaðamaður átti þar leið um fyrir stuttu. Bát- urinn Njörður EA 208 var nýlega kominn úr veiðitúr. Njörður EA er einn af þeim bátum sem gerður er út á hrefnuveiðar. Skipstjóri á Nirði er Guðmundur Har- aldsson en með honum á bátnum er Haraldur, sonur hans, og Ólafur, bróðir Guðmundar. Þetta voru tvær vænar hrefnur sem þeir félagar höfðu fengið norður af Siglufirði. „Það eru tíu tímar síðan við fengum þá smærri," sagði Guð- mundur er blaðamaður fylgdist með þeim félögum fara fimum höndum við hvalskurðinn. „Hina fengum við svo fyrir átta tímum en það mega ekki líða nema átján tímar frá því við veiðum dýrið þar til farið er að gera að því.“ - Hvað eruð þið búnir að fá margar í sumar? „Við erum búnir að fá átján en við höfum kvóta upp á 37 dýr. Við verðum ekki í neinum vand- ræðum með að fylla þann kvóta,“ segir Guðmundur. - Hvað eruð þið lengi í hverj- um túr? „Það er mjög misjafnt, það fer aðallega eftir því hvort við fáum eitthvað. Yfirleitt erum við úti þar til eitthvað veiðist. Þá erum við ánægðir ef við fáum eina hrefnu en núna erum við með tvö dýr. Þess vegna erum við hæst- ánægðir," sagði Guðmundur. - En hvert fer síðan hrefnu- kjötið á markað? „Það fer nú mest á innanlands- markað og má segja að við önn- um ekki eftirspurn. En svona stór dýr, eins og það sem við erum með hér, það fer til útflutnings. Kjötið er sent til Blönduóss og frá því gengið þar á utanlands- markað. En minni dýrin fara um allt land, enda ódýr og góður matur." Þeir félagar voru sammála um að hrefnukjöt væri lostæti og þeir sögðust borða mikið af því sjálfir. En veiðiaðferðin, hver er hún? „Það er þessi frægi kaldi skut- ull sem við notum og það er í undantekningartilfellum ef dýrið fellur ekki við fyrsta skot. En ef svo er ekki þá höfum við riffil um borð sem er 458 caliber. Beitum við honum ef með þarf og það er skylda nú að hafa slík skotvopn við þessar veiðar," segir Guð- mundur Haraldsson, skipstjóri á hrefnuveiðibátnum Nirði frá Ak- ureyri. Það þarf oft að taka á honum stóra sínum við skurðinn. Mynd: KGA t Minning: Konráð Ó Jesús bróðir besti, og barna vinur mesti. Æ, breið þú blessun þína, á barnæskuna mína. Á laugardaginn var til moldar bor- inn í Grímsey einn af þríburun- um, Konráð Gylfason, aðeins fimm ára gamall. Konráð var sonur hjónanna Sigrúnar Þorláksdóttur, Sigurðs- sonar og Huldu Reykjalín, og Gylfa Gunnarssonar, Konráðs- sonar og Stellu Stefánsdóttur. Að morgni föstudags hringdi síminn hjá okkur og okkur bárust þau hörmulegu tíðindi að Kon- ráð litli væri dáinn eftir slys er hann lenti í heima í Grímsey kvöldið áður. Það er erfitt að trúa og skilja hver tilgangur lífs- ins er þegar svona ungt fólk er snögglega numið brott frá okkur. Sagt er að þá sem deyja ungir elski Guðirnir mest og verður það að veita okkur huggun. Mikið er á litla fólkið lagt þá bræður, Bjarna og Svafar, og systur þeirra, Huldu Signýju, að þurfa nú að kveðja eina bróan sinn. Þeir voru yndislegur hópur, þríburarnir, samrýmdir mjög, duglegir og kraftmiklir strákar. Margar góðar og skemmtilegar sögur eru til af afrekum þeirra Gylfason bræðra. Þær geymast sem góð minning. Hlutskipti fjölskyldunnar í Sól- brekku er erfitt; að sjá á eftir Konráð litla, en við verðum öll að vona að honum líði vel á þeim stað sem honum er falið að fara til, í ríki Guðs. Við biðjum algóðan Guð að geyma og varðveita þennan litla dreng vel og halda verndarhendi sinni yfir honum og fjölskyldu hans allri. Arna Rún og Björn Þór þakka elskulegum Konna litla margar ógleymanlegar samverustundir sem við áttum með honum ásamt Svafari, Bjarna og Huldu Sig- nýju. Við geymum í hjörtum okkar minningu um glaðan, fal- legan og fjörmikinn strák. Elsku Sigrún, Gylfi og börn, afi og amma Garði, afi og amma Lækjargötu 22, allir Grímseying- ar og aðrir vandamenn. Guð gefi ykkur öllum styrk og þrek í ykkar mikla harmi og sorg. Vertu nú yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englarsaman í hring, sænginni yfir minni. (H.P.) Far þú í friði. Arna Rún, Björn Þór, Þórný og Guðmundur. Félagsheimili - skrifstofur - íbúð Til sölu eru 2., 3. og 4. hæð Ráðhústorgs 3 Akur- eyrí. Gólfflötur hverrar hæðar er um 106 fm. Fast- eignin er öll nýlega endurnýjuð og hentar mjög vel fyrir skrifstofur, sem félagsheimili og að hluta fyrir íbúð. í húsinu er m.a. 40 manna salur. Góður möguleiki er að koma fyrir lyftu í húsinu. Fasteignin selst sem ein heild eða hver hæð fyrir sig. Sjón er sögu ríkari. Upplýsingar veittar að Ráðhústorgi 3 Akureyri 2. hæð í síma 96-22890 kl. 9-12 og 14-16 alla virka daga. Trésmiðafélag Lífeyrissjóður Akureyrar trésmiða. 11. júlí 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.