Dagur - 13.07.1983, Side 1

Dagur - 13.07.1983, Side 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA- SKRÍNUM GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 13. júlí 1983 Fallhlífastökkvararnir tíu staddir á Grímsey skömmu áður en þeir lögðu upp til stökksius. Önnur innfellda myndin er af Rosmary um borð í flugvélinni en hin af þeim Sigurði Bjarklind og Guðlaugi Þórðarsyni. Myndir: Guðmundur Brynjarsson/KGA I Grímsey á mánudagskvöld Banaslys í Grímsey — Kanadísk stúlka hrapaði til bana í fallhlífarstökki Banaslys varð í Grímsey um klukkan hálf þrjú í fyrri- nótt. Þrjátíu og sex ára gömul kanadísk kona, Ros- mary Abilson, hrapaði í björgum þegar hún, ásamt níu félögum sínum, var í fallhlífarstökki við eyna. í hópnum voru auk hennar sjö Ameríkanar og tveir ís- lendingar. Að undanförnu hafa verið hér á landi fallhlífarstökkvarar frá Kaliforníu. Komu þeir í þeim til- gangi að kenna félögum í Flug- björgunarsveit Reykjavíkur fall- hlífarstökk. Þar sem veður sunn- anlands var óhagstætt var haldið til Akureyrar og námskeiðið haldið þar. Að námskeiðinu loknu á mánudaginn var farið til Grímseyjar. Um nóttina stukku Ameríkanarnir sjö, ásamt Ros- mary, eiginkonu eins þeirra og íslendingunum Sigurði Bjark- lind og Guðlaugi Þórðarsyni, úr rúmlega 14.000 feta hæð yfir eynni. Ætluðu þau að mynda tíu manna „rós“ í frjálsu falli áður en fallhlífarnar opnuðust. Slíkt hafði aldrei verið gert norðan heimskautsbaugs. En eitthvað fór úrskeiðis. Flest bendir til þess að stökkvararnir hafi stokkið úr flugvélinni sunnar og austar en ætlunin var. Þess vegna náðu þeir ekki allir eynni. Fjórir þeirra náðu þó bjargbrún- inni að austan en fimm lentu í fjöruborðinu eða sjónum skammt frá landi. Svo virðist sem Rosmary hafi ætlað sér að ná bjargbrúninni, fremur en að lenda í sjónum. En það tókst henni ekki því hún skall utan í bjarginu. Við það féll fallhlífin saman og Rosmary hrapaði niður í grýtta fjöruna.. Mun hún hafa látist samstundis. Stökkvararnir voru allir með björgunarvesti og búnaður þeirra var fyrsta flokks og ekki um neina bilun í honum að ræða. Enda voru hér á ferð þaulvanir fallhlífarstökkvar. Rosmary átti að baki hátt á annað hundrað stökk. Loftferðaeftirlitið hefur þetta mál til rannsóknar og mun að lík- indum gefa um það skýrslu innan tíðar. 76. tölublað Lög frá 1887 -sem farið verður eftir í „útburðarmálinu“ á morgun Rosmary útbýr sig fyrir stökkið á mánudagskvöldið. - Hvaða atburðum? Er eitt- hvað að gerast í þessu máli? Haldið þið að þetta sé einhvers konar stríðsleikur? Þetta sagði Brynjólfur Kjartansson, hæstaréttarlögmaður, lög- maður Grímu Guðmundsdótt- ur, er Dagur innti hann álits á síðustu atburðum í hinu svo- kallaða Þingvallastrætismáli. Sem kunnugt er þá lagði Gríma Guðmundsdóttir inn út- burðarbeiðni hjá Bæjarfógeta- embættinu á Akureyri sl. mánu- dag þar sem þess er krafist að dómi Hæstaréttar verði fullnægt og hjónin á 1. hæð Þingvalla- strætis 22 og börn þeirra verði borin út. í bréfi frá Bæjarfógeta- embættinu dagsettu 11. júlí 1983 eru Ólafur Rafn Jónsson og Danielle Somers, annars vegar og Gríma Guðmundsdóttir, hins vegar, kvödd fyrir dómstól Bæjarfógetaembættisins á Akur- eyri, fimmtudaginn 14. júlí klukkan 10. „Krafist er fullnustu á dómi Hæstaréttar í máli númer 150,1980, upp kveðnum 25. mars 1983.“ - Eftir mér verður ekkert haft í blöðum, sagði Brynjólfur Kjart- ansson, er hann var spurður að því hvort honum hefði ekki þótt liggja beinast við að fullnægja dómi Hæstaréttar. Sigurður Eiríksson, fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri, sagði hins vegar í samtali við Dag að þar sem hér væri um að ræða beiðni um aðför, myndi verða farið með þetta mál samkvæmt aðfararlögunum sem eru frá 1887 og enn í gildi. Mál sem þetta hef- ur aldrei áður komið upp í ís- lenskri réttarsögu og því erfitt að segja til um lyktir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.