Dagur - 13.07.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 13.07.1983, Blaðsíða 9
V Þokkaleg suðurfero hjá KS — gerðu jafntefli við FH KS gerði þokkalega ferð suður um helgina. Fyrst náðu þeir jöfnu gegn Víði í Garði, jöfn- uðu undir lok leiksins og á mánudagskvöldið léku þeir gegn FH og þá snerist dæmið við og FH-ingarnir jöfnuðu á lokamínútunum. Lið FH átti mun meira í leikn- um en KS-liðið varðist vel og beitti skyndisóknum af skynsemi. Staðan í hálfleik var 0:0 en í upp- hafi síðari hálfleiks stakk Hörður Júlíusson sér inn fyrir FH-vörn- ina og skoraði, 1:0 fyrir KS. Það sem eftir lifði leiksins, pökkuðu Siglfirðingar í vörn og beittu svo skyndisóknum sem fyrr. Þeir voru nálægt því að bæta við mörkum en FH-ingarnir sköpuðu sér aðeins eitt verulegt færi, en það var þegar Guðmund- ur Hilmarsson skoraði þrem mínútum fyrir leikslok. Jafntefli og Siglfirðingar sneru því tveim stigum ríkari úr suður- ferðinni. Elmar Geirsson Jóhannes Atlason Öldungamir kljást á Akureyri — ÍBA — Fram á laugardag Það verður örugglega hart bar- ist í knattspyrnunni hér á Ak- ureyri á laugardaginn en þá mætast lið ÍBA og Fram í Is- landsmóti 30 ára og eldri. Að sögn Þormóðs Einars- sonar, fyrirliða ÍBA-liðsins, þá er þetta fyrsti leikur þeirra í ár en fyrsta Islandsmót 30 ára og eldri var haldið í fyrra og þá báru Framarar einmitt sigur úr býtum. Margir kunnir knattspyrnumenn eru í báðum liðum og nægir þar að nefna Eyjólf Ágústsson, Gunnar Blöndal, Elmar Geirs- son, Kára Árnason, Gunnar Austfjörð og Núma Friðriksson hjá ÍBA og Kristin Jörundsson, Erlend Magnússon, Einar Arna- son, Helga Númason og svo bræðurna Þorberg og Jóhannes Atlasyni, en sá síðarnefndi er nú landsliðsþjálfari, sem kunnugt er. Það er ekki að efa að „öldung- arnir" bjóða upp á fjörmikla knattspyrnu og nettan leik á laug- ardaginn kl. 14 og er ástæða til að hvetja alla að bregða 'sér á völlinn. Auk ÍBA og Fram, leika í þessum A-riðli lið ÍBK, ÍA, KR og Víkings. íslandsmet hjá Kristjáni Eins og fram hefur komið í frétt- um sigruðu íslendingar í Kalott- keppninni sem fram fór í Atla í Noregi nú um helgina. Ungur Eyfirðingur, Kristján Hreinsson, setti þar íslandsmet í hástökki þegar hann sveif yfir 2,11 metra. Kristján er nítján ára gamall, jafn gamall og Islandsmetið sem' hann sló en það var 2,10 sett árið 1964. Okevpis golf- kennsla Það er ekki á hverjum degi sem mönnum gefst tækifæri tii að læra að leika golf hvað þá að sú kennsla sé ókeypis. En nú er stóra stundin scm sagt runnin upp og lysthafendur geta mætt á Jaðarsvöilinn kl. 16.40-18.00 í dag. Það er Þorvaidur Ásgeirs- son, golfkennari, sem hér er staddur á vegum Golfsam- bands íslands sem verður leið- beinandi í þessari ókeypis kennslustund en Golfklúbbur Akureyrar stendur straum af kostnaði við kennsiuna. Þorvaldur Ásgeirsson hefur nú dvalið á Akureyri um fimm daga skeið og hafa fjölmargir leitað til hans á þeim tíma. Staðan 1. DEILD: ÍBV 10 4 4 2 10:11 12 Breiðablik 10 4 4 2 10:5 12 ÍA 10 5 1 4 17:7 11 KR 10 2 7 1 10:11 11 ÍBK 9 4 14 12:14 9 Þór 10 2 5 3 10:12 9 ÍBÍ 10 2 5 3 11:14 9 Valur 10 3 3 4 14:18 9 Víkingur 9 16 2 6:8 8 Þróttur 10 2 4 4 9:18 8 2. DEILD: Völsungur 10 5 2 3 11:6 12 Víðir 9 5 2 2 9:6 12 KA 8 4 3 1 15:8 11 Frani 7 5 1 1 10:4 11 KS 10 2 6 2 10:10 10 FH 9 3 3 3 15:12 9 Njarðvík 9 4 1 4 10:7 9 Einherji 6 1 3 2 2:5 5 Revnir S 9 1 2 6 6:10 4 Fyíkir 9 1 1 7 10:17 3 KR og Þróttur gerðu jafntefli í markalausum leik á Laugardals- veili í gærkvöld. í fyrrakvöld sigraði IBK lið Vals með tveim- ur mörkum gegn engu. Sigurður Björgvinsson og Einar Ás- björn Ólafsson skoruðu mörkin mörkin. Héðinn Gunnarsson fagnar sigri á Akureyrarmótinu í fyrra með móður sinni Jónínu Pálsdóttur. „Ætla að verja titilinn“ - segir Héðinn Gunnarsson, Akureyrarmeistari í golfi - Ég er staðráðinn í að verja titilinn. Það þýðir ekkert ann- að en að mæta til leiks og vera ákveðinn í að vinna, sagði Héðinn Gunnarsson, Akureyr- armeistari í golfi er Dagur ræddi við hann fyrir Akureyr- armótið sem hefst á Jaðarsvelli í dag. Héðinn sagði að það yrði ör- ugglega erfitt að verja titilinn í ár enda mjög margir kylfingar sem væru svipaðir að getu og hann. - Ætli þeir verði ekki skæðast- ir, Jón Þór, bróðir minn og Sig- urður Ringsted sem iék mjög vel um síðustu helgi, sagði Héðinn og gat þess jafnframt að hann ætti sér ekkert óskaveður þá fjóra daga sem mótið stæði yfir. - Ég vona aðeins að það verði sæmilegt veður og mér er sama þó það rigni ef við sleppum við rokið, sagði Héðinn Gunnarsson. Akureyrarmótið hefst kl. 16 í dag og því lýkur ekki fyrr en á laugardag. Það verður því mikið um að vera á Jaðarsvellinum næstu daga enda er keppt í öllum flokkum karla og kvenna. Völsungar að missa flugið? Völsungar gerðu enga frægðarför suður í Garð í gærkvöld. Liðið lék þar við heimamenn, Víði í Garði og sigruðu þeir síðar- nefndu með einu marki gegn engu. Eftir þennan leik hafa Völs- ungar tapað átta stigum í annarri deild. KA hefur tapað fimm stigum, Fram hefur aðeins tapað þrem stigum, Víðir hefur tapað átta stigum en KS hefur tapað tíu stigum. Það virðist því svo sem Völs- ungar séu að missa flugið en Framarar standa hins vegar með pálmann í höndunum. Staða KA er einnig ágæt, ekki síst ef þeir vinna Reyni í kvöld. Jónas Hallgrímsson hefur leikið vel fyrir Völsung í sumar. 13. júlí 19é3 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.